Jafnréttismál

Fréttamynd

„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara“

„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara að ég sé að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Sjá þær svona svakalega ofsjónum yfir pólitískum skoðunum mínum að þær geta bara ekki fengið sig til að bregðast öðruvísi við?“

Innlent
Fréttamynd

Draga á­kærur á hendur Towley til baka

Lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dregið til baka ákæru á hendur írsku konunni Tori Towley, sem var ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Löng bar­átta XD fyrir jafn­rétti og frelsi

Við sjálfstæðismenn gátum glaðst yfir mörgu við þinglok. Eitt af því var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa stutt ötullega. Við þinglega meðferð gerði meirihluti velferðarnefndar mikilvægar breytingar á málinu á þann veg að hækkunin gildi fyrir alla þá sem eiga rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.

Skoðun
Fréttamynd

Fölsk vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður?

Hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, var starfsmanni sem hafði nýlega sagt frá því að hann ætti von á barni, sagt upp störfum. Um er að ræða verðandi föður og á fundinum þar sem honum var afhent uppsagnarbréfið sagði hann að þetta gæti ekki verið lögleg uppsögn þar sem hann væri verndaður skv. fæðingarorlofslögum. Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur. 

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfbærniskólinn opnar: Reglu­gerðin mun líka hafa á­hrif á lítil og meðal­stór fyrir­tæki

„Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Grikkir fengu verð­laun í nafni Vig­dísar

Grísku grasrótarsamtökin Irida Women‘s Center hlutu í dag ný alþjóðleg jafnréttisverðlun í nafni Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Prize for Women‘s Empowerment, sem afhent voru í fyrsta sinn á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi. 

Innlent
Fréttamynd

Gefa út kynjað skulda­bréf

Ríkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð fimmtíu milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Íslands er með útgáfunni orðið fyrsta þjóðríki heimsins sem gefur út kynjað skuldabréf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“

Formaður Brakkasamtakanna, Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, telur ótækt að Sjúkratryggingar Íslands semji ekki við fyrirtækið Intuens ehf. um segulómtækismyndatöku. Fyrirtækið sé það eina á landinu sem eigi brjóstaspólur fyrir myndatöku, utan Landspítalans. Konur sem séu með BRCA genið fái aðeins þjónustu á Landspítalanum og að hún sé of óáreiðanleg.

Innlent
Fréttamynd

„Sláandi for­dómar í kosninga­bar­áttunni“

Jafnrétti eru ekki sjálfgefið og halda þarf baráttunni gangandi sagði forseti borgarstjórnar þegar blómsveigur var lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun. Haldið er upp á kvenréttindadaginn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Jó­dís segir þingið þjakað af kven­fyrir­litningu

Jódís Skúladóttir Vinstri grænum vill meina að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hafi mátt sæta kvenfyrirlitningu, ítrekað hafi verið talað niður til hennar og sagt að Bjarni Benediktsson réði öllu. Þær raddir hafi nú þagnað.

Innlent
Fréttamynd

Biðmál í borginni

Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi.

Skoðun
Fréttamynd

Tíminn sem fór í að ræða perra inni í hreyfingunni með ó­líkindum

Brynjar Karl Sigurðsson frumkvöðull og körfuboltaþjálfari segir íslenska menningu þjakaða af andvaraleysi og að fólk sé upp til hópa of upptekið af dyggðaskreytingum. Brynjar segist í nýjasta þætti Podcasts með Sölva Tryggvasyni hafa upplifað ótrúlega atburði á síðustu árum innan körfuboltahreyfingarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Svik VG í jafn­réttis­málum

Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG.

Skoðun
Fréttamynd

Hættur kynhlutleysisins

Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um breytingar á íslensku í átt að kynhlutlausu máli. Það bitastæðasta í þessari umræðu eru tvær greinar sem Höskuldur Þráinsson fyrrverandi prófessor hefur nýlega skrifað í Vísi.

Skoðun
Fréttamynd

Áttaði sig á stöðunni á fundi með Höllu

Eliza Reid forsetafrú Íslands segist fyrst hafa áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi þegar hún sat stjórnarfund með Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands þar sem hún gaf barn á brjósti á sama tíma og hún stýrði fundinum. Eliza segist stolt af síðustu átta árum á Bessastöðum

Lífið
Fréttamynd

Katrín og kvenhatrið

Nýjasta útspil stuðningsmanna Katrínar Jakobsdóttur um að það sé merki um kvenhatur og kvenfyrirlitningu (Jón Ólafsson og Berglind Rós Magnúsdóttir) að hafa efasemdir um framboð Katrínar til forsetaembættisins er athyglisvert, rétt eins og fliss Ragnars Kjartanssonar yfir orðinu elíta, vegna þess að öll tilheyra þau menningarelítunni sem Auður Jónsdóttir gagnrýndi nýlega í frægri grein í Heimildinni og njóta augljóslega góðs af nálægðinni við Katrínu og hennar öfluga stuðningsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Auður í krafti karla

Fyrir 25 árum fór ég fyrir verkefninu Auður í krafti kvenna, átaki til að valdefla konur og virkja frumkvæði þeirra og kraft til efnahags- og samfélagslegra framfara. Til urðu tugir fyrirtækja og hundruð nýrra starfa á meðan á átakinu stóð.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég var pæja sem vildi ekki vera með ljótan gulan hatt á hausnum“

„Það er fyrirséð að um allan heim mun vanta fleira fólk í tæknigeirann í framtíðinni. Það er skortur á fólki nú þegar og fyrirséð að sá skortur er. Þannig að óháð öllu öðru, þá er það líka einfaldlega staðreynd að samfélögum vantar að fá fleiri konur til að velja tækni,“ segir Lena Dögg Dagbjartsdóttir, verkefnastjóri Vertonet.

Atvinnulíf