Vinnumarkaður

Fréttamynd

Frá orðum til athafna

Atvinnulífið ber ótvíræðan hag af því að allt starfsfólk fái notið eigin verðleika og hafi jöfn tækifæri til launa, starfa og starfsþróunar óháð kynferði. Það liggur í augum uppi að ekkert fyrirtæki hefur hagsmuni af því að mismuna starfsfólki sínu eftir kynferði eða öðrum þáttum eins og kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Skoðun
Fréttamynd

Boltinn er enn hjá vinnu­markaðnum

Það kom mörgum á óvart þegar peningastefnunefnd Seðlabanks ákvað að hækka vexti um aðeins 0,25 prósentustig í október síðastliðnum. Vextir höfðu þá hækkað um 3,5 prósentustig á árinu og verðbólga 9,3% - langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiðinu. Á sama tíma, sem kom kannski enn meira á óvart, gaf seðlabankastjóri í skyn að ekki myndi endilega koma til frekari vaxtahækkana.

Skoðun
Fréttamynd

Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun

Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn.

Innlent
Fréttamynd

„Mannleg gildi og mannvirðing þurfa alltaf að vera í öndvegi.“

Pétur Ó Einarsson er mannauðsstjóri Fjársýslu ríkisins, 57 ára Reykvíkingur, eiginmaður, faðir og afi. Áhugi Péturs á mannauðsmálum byrjaði snemma á starfsferli hans þegar hann starfaði fyrir Landsbankann sem fræðslustjóri og hefur áhuginn ekki slokknað síðan. Samhliða starfi fyrir Landsbankann lauk Pétur BSc gráðu í viðskiptafræði í fjarnámi sem viðbót við rekstrarfræði frá Tækniskólanum og í framhaldi lauk hann meistaranámi í Mannauðsstjórnun. Hann hefur starfað sem starfsmannastjóri og síðan mannauðsstjóri fyrir Fjársýsluna frá því árið 2008.

Samstarf
Fréttamynd

Ein­föld leið til að stytta vinnu­vikuna

Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir.

Skoðun
Fréttamynd

Engin ástæða til gífuryrða strax

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir leitt að heyra ummæli formanns VR um að hugmyndir vinnuveitenda við kjarasamningsborðið séu allt að því niðurlægjandi. Engin ástæða sé til gífuryrða strax.

Innlent
Fréttamynd

Þrjátíu og tvær stundir eða fjögurra daga vinnuvika

Í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir fer VR fram með kröfu um 4-daga vinnuviku. Það þýðir einfaldlega að við viljum stytta vinnuvikuna í 32 stundir, án skerðingar á launum. Þessi krafa er orðin æ háværari, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Kyn­mis­ræmi er ekki sjúk­dómur

Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis.

Skoðun
Fréttamynd

Rang­færslu­þrenna Diljár Mistar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið umtalsvert í almennri umræðu undanfarin misseri. Hvort sem þar er um að ræða landsfund flokksins, brottvísanir eða umdeild lagafrumvörp.

Skoðun
Fréttamynd

75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn

„Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Engin laun í leyfi vegna brjóst­náms­að­gerðar

Landsréttur segir að kynmisræmi teljist ekki sjúkdómur í skilningi laga. Trans manneskja sem fór í brjóstnámsaðgerð eigi því ekki rétt á launum í leyfi í kjölfar aðgerðarinnar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Hel­vítis vakta­hvatinn!

Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu.

Skoðun
Fréttamynd

Mál starfsmanna Bambus og Flame fer fyrir dómstóla

Mál Matvís gegn eigendum veitingastaðanna Bambus og Flame um meintan launaþjófnað gegn starfsmönnum fer til dómstóla. Í tilkynningu frá Matvís segir að umræddir atvinnurekendur hafi enn ekki gert upp við starfsfólkið að fullu.

Innlent
Fréttamynd

Sex sakfelldir fyrir svik úr Ábyrgðasjóði launa

Sex íslenskir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir umfangsmikil og nokkuð flókin svik úr Ábyrgðasjóði launa. Sjóðurinn virðist hafa verið blekktur til að halda að mennirnir hafi starfað hjá fyirtækjum sem urðu gjaldþrota.

Innlent
Fréttamynd

Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“

„Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Full­yrðingar um man­sal og stór­felldan launa­þjófnað rök­leysa

Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Dala­manni ársins sagt upp fyrir að tala of mikið

Rebeccu Cathrine Kaad Ostenfeld, sem útnefnd var Dalamaður ársins 2022, var í gær sagt upp störfum í Krambúðinni í Búðardal. Formleg ástæða uppsagnarinnar var skipulagsbreyting en verslunarstjórinn sagði Rebeccu einfaldlega tala of mikið við viðskiptavini.

Innlent
Fréttamynd

„Ekkert annað en eðli­legt og rétt­látt“

Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar.

Innlent
Fréttamynd

Þurfum við föstu­daga?

Í áratugi höfum við skoðað leiðir til að auðvelda föstudaga á skrifstofunni; hvort sem það eru morgunverðarhlaðborð, bjór í hádeginu, hversdagslegri klæðnaður, styttri vinnudagur eða annað sprell. Því er kannski ekki nema von að sífellt fleiri séu farin að spyrja sig hvort yfirleitt sé þörf á föstudögum.

Skoðun