Vinnumarkaður

Fréttamynd

Lág­mörkum skaðann

Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra.

Skoðun
Fréttamynd

Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu

„Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Breytingar á reglugerð

Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu.

Skoðun
Fréttamynd

Bláfugl, SA og gervivertaka

Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf frá hollvinum Punktsins

Punkturinn hefur verið starfræktur á Akureyri síðan 1994 þegar hann var stofnaður sem alhliða handverkstæði fyrir atvinnulaust fólk. Hlutverk hans hefur þróast og umsvif þjónustunnar aukist til muna á þessum tæplega 30 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Ég tala íslensku á Íslandi

Ég tala íslensku á Íslandi enda er íslenska móðurmálið mitt. Samt hef ég ómælda reynslu af því að fólki láist að svara mér á okkar ástkæra ylhýra máli eða ávarpa mig á því.

Skoðun
Fréttamynd

Barnaherbergi komið á Alþingi

Barnaherbergi með skiptiaðstöðu hefur verið útbúið á fyrstu hæð þinghússins. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir þetta gott skref í átt að því að gera Alþingi að fjölskylduvænni vinnustað.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og það sé verið að refsa manni fyrir að eignast barn“

„Þetta er kvennamál eins mikið og viljum og segjum að við búum í feminískri útópíu, þá er þetta kvennamál,“ segir Ásgerður Heimisdóttir, móðir og nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Dóttir Ásgerðar kom í heiminn í desember 2019 og ætla mætti að þá hefði Ásgerður átt rétt á fæðingarorlofsgreiðslum eða fæðingarstyrk námsmanna. Svo var hins vegar ekki. Hún féll á milli kerfa og reyndist algjörlega réttlaus.

Innlent
Fréttamynd

Andrúmsloftið þungt en engin dramatík

Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin

„Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp

Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm til sjö þúsund einstaklingar í ólöglegu húsnæði

Áætlað er að um 5.000 til 7.000 einstaklingar búi í svokölluðum óleyfisíbúðum hér á landi sem séu á bilinu 1.500 til 2.000 talsins. Er þar um að ræða húsnæði sem er skipulegt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Vegið að atvinnufrelsi ungra sjúkraþjálfara

Með seiglu og góðri samstöðu hefur þjóðinni tekist að halda Covid-19-faraldrinum í þokkalegum skefjum og nú erum við vongóð um að lífið færist aftur í eðlilegri skorður á nýju ári. Um leið og við getum glaðst yfir góðum árangri verður að viðurkennast að álagið á heilbrigðiskerfi okkar hefur verið mikið og verður enn um sinn.

Skoðun
Fréttamynd

„Hvað átti ég að gera sem aðrir höfðu ekki þegar gert?“

„Ætli það hafi ekki verið þegar Berlínarmúrinn féll,“ svarar Sigríður Snævarr þegar hún er spurð um það, hvaða atburður eða minning standi helst uppúr þegar litið er yfir farinn veg. Sigríður hóf störf hjá Utanríkisþjónustunni árið 1978 og í dag eru þrjátíu ár frá því að hún var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Erum við ekki öll í þessu saman?

Í lok desember á síðasta ári var heildaratvinnuleysi á landinu öllu 12,1%, alls 26.473 manns. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum 23,3%. Næst mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu 11,9% og þar á eftir á Suðurlandi 11,5%.

Skoðun
Fréttamynd

Góðir hlutir gerast hægt en gerast þó

Þegar ég var 21 árs langaði mig til þess að verða smiður og fara í iðnnám í smíði. Ég var búin með stúdentspróf og hafði unnið við smíðar á sumrin. Á þeim tíma fannst mér kona ekki geta orðið smiður ef hún ætlaði sér að eignast fjölskyldu.

Skoðun
Fréttamynd

Starfsþróun á tímum samkomutakmarkanna

Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­leið­réttur launa­munur kynja 14 prósent árið 2019

Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára.

Viðskipti innlent