Vinnumarkaður

Fréttamynd

Færri gjaldþrot en óttast var

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist búast við því að atvinnuleysi haldist svipað um áramót. Hún á ekki von á því að ástandið batni í fyrsta mánuði næsta árs, en enn eigi eftir að spá fyrir um vormánuðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atvinnulaus um áramót

Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“

Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að vera tryggður en samt ekki

Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Atvinnuleysi hærra á meðal kvenna en karla

Almennt atvinnuleysi á landinu var 10,6 prósent í nóvember, sem er aukning frá fyrri mánuðum en minna en spár gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í nóvemberskýrslu Vinnumálastofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Framfærsluáhyggjur og ótti draga úr nýsköpun

Að sögn Huld Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins er það samdóma álit flestra sem koma að nýsköpunarmálum að fjöldi og dýpt fyrirspurna um fjárfestingu verður meiri og öflugri fljótlega eftir kreppur. En fólk hefur fjárhagsáhyggjur.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga

„Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Mikil­vægu verk­efnin fram­undan

Íbúar Suðurnesja hafa fundið vel fyrir þeim afleiðingum sem Covid hefur haft á atvinnulífið hér á svæðinu síðustu mánuði og sér því miður ekki alveg fyrir endann á þeim í bráð. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum og ef spár ganga eftir stefnir það enn hærra þegar fram líða stundir.

Skoðun
Fréttamynd

Á að dusta rykið af svo­kölluðu Salek sam­komu­lagi?

Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur ríkisstjórn Íslands skipað nefnd um gerð grænbókar um kjarasamn­inga og vinnumarkaðsmál. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra í lok apríl á næsta ári svo unnt verði að taka hana til umfjöllunar fyrir þinglok.

Skoðun
Fréttamynd

Farið að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir

Tvær hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar nú rétt fyrir mánaðarmót. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir farið að hægja á hópuppsögnum en að frost ríki hins vegar á vinnumarkaði.

Innlent