Pistlar
Bankarnir elska þig ekki
Hér er fjallað um okurlánastarfsemi bankana sem elska kannski fótbolta en ekki viðskiptavini sína, um framferði lyfjafyrirtækjanna sem gerir það að völdum að réttast væri að endurreisa Lyfjaverslun ríkisins, um útnefningaspillingu og kuldakastið sem hrellir bæði fólk og fiðurfénað...
Símhleranir, skoðanakannanir, atkvæðaveiðar
Hér er spurt hvers vegna hleranir á símum vinstri manna virðast skyndilega hafa hætt árið 1968, rætt um trúverðugleika skoðanakannana sem eru að sýna furðu miklar sveiflur á fylginu í Reykjavík og atkvæðaveiðar sem eru iðkaðar undir fremur sérkennilegum formerkjum...
Kosningar – hvað er í spilunum?
Hér í borginni er engin hefð fyrir stjórnarmyndunarviðræðum – við höfum engan forseta til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Því gæti ríkt hálfgerður glundroði dagana eftir kosningarnar – allir tala við alla, gengur á með boðum og yfirboðum. Minni flokkarnir geta gert sig ansi dýrkeypta í svona ástandi...
Evróvisionokur, bílastæðismi, flugvöllur, fjöldasöngur
Hér er fjallað um gjaldið sem var tekið fyrir símtöl í Evróvisionkeppninni, og var auðvitað hæst á Íslandi, gjaldtöku fyrir bílastæði, mislæg gatnamót og kostina við það að einkaaðilar taki að sér að leggja samgöngumannvirki. Loks er spurt hvort maður vilji endilega taka þátt í fjöldasöng þótt maður verði gamall...
Kofahöfuðborg heimsins
Hættan er vissulega sú að verði hrúgað upp kumböldum og ekki skeytt um annað en nýtingarhlutfall. Þess vegna eigum við að ræða um hvernig við viljum byggja, fagurfræði ekki síður en notagildi. Umræðan er því miður afskaplega vanburða, annars vegar ríkir bílastæðisminn og kvak um meiri lóðir en hinum megin geisar ofverndunarstefnan...
Að móðga smáþjóðir
Það eru fleiri smáþjóðir viðkvæmar en Grikkir – þeir skynja sig nefnilega sem feikn merkilega smáþjóð, rétt eins og Íslendingar. Það varð til dæmis uppi fótur og fit nú eftir jólin þegar Quentin Tarantino kom í viðtal í bandarísku sjónvarpi og lýsti því hvað íslenskar konur eru miklar druslur...
Philotimo, Economist, undirheimar Garðabæjar
Hér er fjallað um virðinguna sem er mikilvægt atriði í grískri menningu, Sylvíu Nótt, misheppnaðan fund Economist um íslenskt efnahagslíf, undirheimana sem mun vera að finna í Garðabæ og alræmdan plastblómasala sem lögreglan leitar að...
Skallapopp
Með umfjöllun Time um áhrifamesta fólk í heiminum er hræðileg mynd af Paul Simon með yfirgreiddan skalla, hárígræðsluna gömlu og strekkt andlit. Eins og geimvera eða eitthvað úr Nip/Tuck. Hann er 64 ára, nýbúinn að gefa út plötu...
Samkeppnishæfni, draslmenning, yfirlýsing Dags og Vilhjálms
Hér er fjallað um alþjóðlegar kannanir sem ná ekki að mæla ruglið sem er í gangi á Íslandi, drasl sem flæðir yfir okkur í mat, drykk og menningu, léleg svör við efasemdum um byggingu nýja Landspítalans og umræður Dags B. og Vilhjálms Þ. í Silfrinu í dag...
Húrra fyrir Dorrit
Hér er fjallað um Dorrit Moussaieff og rétt hennar til að tjá sig, hina sorglegu ríkisstjórn sem á eftir að lafa í Washington í næstum þrjú ár í viðbót, vangaveltur Styrmis um partner fyrir Sjálfstæðisflokkinn og loks er spurt hvort brandarinn um Sylvíu Nótt sé að súrna...
Baugsmál, Mogginn, Sylvía Nótt
Hér er fjallað um deilurnar vegna Kastljóssins og Baugs, furðulega fréttamennsku á Mogganum, ljótleika Reykjavíkur, óþjóðhollt kapítal og svo er spurt hvort sé verra að Sylvía Nótt fari með guðlast eða klám...
Það sem skiptir máli
Maður á ekki að segja að þessar kosningar séu leiðinlegar. Það er verið að tala um hluti sem skipta máli. Og það er frábært að frambjóðendur séu tilbúnir að leggja fram konkret, alvöru hugmyndir – ekki bara moð sem stuðar ekki neinn og miðar að því að hafa miðjuna góða.
Allir sammála
Við erum að fara um landið með kosningafundi á vegum NFS – sem er ákaflega gaman. En það vekur athygli að víðast hver eru menn sammála um flest mál, þ.e. grundvallaratriðin – hvað sveitarfélagið eigi að gera, hver stefnan skuli vera. Stundum er ekki hægt að toga fram skoðanaágreining með töngum...
Árbæjarsafn, hrepparígur, kosningabrellur, evran
Hér er mælt með því að Árbæjarsafn verði flutt í Hljómskálagarðinn en flugvöllur verði settur niður á Bessastaðanesi, rætt um viðbrögð við hugmyndum um flugvöll á Lönguskerjum, kosningabrellu Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem gefur kjósendum peninga og fyrirtæki sem vilja frekar nota evrur en íslensku krónuna...
Jane Jacobs, aldraðir ávextir, kynlífskönnun
Hér er fjallað um Jane Jacobs sem hafði merkilegar hugmyndir um skipulagsmál og er sögð hafa forðað stórum hlutum New York frá tortímingu, epli í búðum sem geta verið allt að ársgömul þegar þau eru seld og borgaralega óhlýðni sem felst í að gefa vitlaus svör í skoðanakönnunum...
Stjórnmálaviðhorfið
Skoðanakönnunin sem birtist um daginn og sýndi að ríkisstjórnin hefur aðeins 48 prósenta fylgi vekur athygli. Þarna eru vísbendingar um að hveitibrauðsdögum Geirs Haarde sem formanns Sjálfstæðisflokksins sé að ljúka...
Vændi í Þýskalandi, Gumball kappaksturinn
Frænka mín sem var lengi búsett í Þýskalandi sagði mér að ólíklegustu menn færu til vændiskvenna þar í landi. Fyrir þeim væri þetta svona eins og að fara í sund. Vændi er enda löglegt í Þýskalandi og vændiskonur njóta þar verndar yfirvalda...
Uppgjör við arfleifð Davíðs
Það fer ekki ýkja hátt en uppgjörið við Davíð eru ein mestu tíðindin í stjórnmálum þessi misserin. Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægist hann óðfluga. Í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík býður hann upp á stefnu sem getur varla talist annað hreinræktaður sósíaldemókratismi...
Tónlistarhús, mælskusnilld, stjórnmál og heimsmeistarakeppni
Hér er fjallað um tónlistarhúsið sem á að rísa í Reykjavík og virðist fara í taugarnar á mörgum, tengslin milli þess að vera snjall ræðumaður og góður pólitíkus og brasilíska þjálfarann Scolari sem mislíkaði svo við bresku pressuna að hann hætti við að þjálfa fótboltalandslið Englands...
Nokkur orð um DV
Fall DV má rekja til ritstjórnarstefnu blaðsins. Það hefur löngum verið draumur Gunnars Smára að gefa út alvöru gula pressu á Íslandi – í anda þess sem er svæsnast í útlöndum. Gamla DV var ekki slíkt blað. Nýja DV var hins vegar mörkuð þessi stefna frá upphafi...
Ljóst eða dökkt?
Maður veitir því athygli að ljóshært fólk er áberandi hjá Sjálfstæðisflokknum meðan dökkhærðir skipa efstu sætin á lista Samfylkingarinnar. Skyldi þetta hafa áhrif? Um þetta, sósíalískar hugmyndir, Sundabraut og fleira er fjallað í þessum pistli...
Nýjar fjölmiðladeilur, ráðlaus ríkisstjórn, klénar hagspár
Ég verð ekki var við að nokkur maður hafi áhuga á nýja fjölmiðlafrumvarpinu. Enn hefur til dæmis ekki orðið nokkur umræða um það á vefnum. Þess vegna ætti það að geta runnið í gegn. Dramadrottningar í Samfylkingunni setja sig að vísu í stellingar...
Fjölmiðlafrumvarp, kosningar, flugvöllur
Hér er fjallað um fjölmiðlafrumvarp sem Þorgerður Katrín vonast til að verði samþykkt í vor, hugsanlega samstarfsflokka fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og sveitarstjórnarmenn sem fussa og sveia yfir hugmyndum um flugvöll á Lönguskerjum...
Grikkland, Mer, Snorri, Fréttablaðið, Löngusker
Hér er sagt frá stuttri ferð til Grikklands og Frakklands, fjallað um Snorra Hjartarson og óholl áhrif hans á íslenskan kveðskap, fimm ára afmæli Fréttablaðsins, merkilegan Íslandsvin í Frakklandi og myndband sem sýnir flugvöll á Lönguskerjum...
Að rýna í telauf – Brynjólfsmessa – valdablokkir
Hér er farið úr einu í annað, fjallað um spádóma sem koma frá greiningardeildum, valdablokkirnar í samfélaginu, Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarssonar, söngkonur sem skaka afturendanum, módernisma í arkitektúr, sápukúlu í hagkerfinu og okur símafyrirtækja...
Persónur, peningar og félagsleg yfirboð í kosningunum
Fyrir þessar kosningar sér maður engan áherslumun milli flokkanna sem má skýra út frá hefðbundnum vinstri-hægri ási. Þetta held ég að eigi við um allt út um allt land. Það væri hægt að skáka frambjóðendum milli lista eða nefna framboðin allt öðrum nöfnum án þess að það breyti í raun neinu....
Ameríkaníseraðasta þjóð í Evrópu
Afa minn dreymdi um að flytja til Ameríku eins og sumir sveitungar hans gerðu, móðir mín horfði á Kanann koma – mótmælti á Austurvelli 1949. Þegar ég var lítill strákur var ekkert íslenskt sjónvarp, ég fékk stundum að fara í heimsókn til vinar míns að sjá Bonanza.
Að hafa ekki taumhald á tungu sinni
Hér er fjallað um Silvio Berlusconi, hinn kjaftfora forsætisráðherra Ítalíu, og ýmis skrautleg ummæli sem hann hefur látið falla, David Cameron sem kallar breska sjálfstæðissinna "laumurasista" og bisnessmann sem móðgaði Frakka með því að uppnefna þá "lazy frogs"...
Tvö sjónarhorn á Reykjavík
Hér er vitnað í tvær bráðskemmtilegar greinar sem fjalla um byggðina í Reykjavík frá gjörólíkum sjónarhornum, hinn nýja stjóra 365 miðla í Danmörku sem þykir mikið hörkutól og loks er spurt hvort ekki sé hægt að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp strax í vor?
Staðan í borginni – vaxtafár – skrítin króna
Hér er fjallað um veika stöðu "litlu" flokkanna, Framsóknar, Frjálslyndra og VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar, spurt hvernig þetta nýtist Sjálfstæðisflokknum, fáránlega háa vexti, einstæð efnahagslögmál sem ríkja á Íslandi og "einokunarverslun" íslensku krónunnar...