Strætó

Fréttamynd

Hjálpar fólki að missa ekki af strætó

Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 

Innlent
Fréttamynd

Vel gert herra strætómála­ráð­herra

Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum.

Skoðun
Fréttamynd

Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli

Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tíu milljónir á ári fyrir nætur­strætó

Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. 

Innlent
Fréttamynd

Næturstrætó snýr aftur um helgina

Næturstrætó mun hefja akstur innan Reykjavíkurborgar aðfaranótt laugardags þann 25. febrúar og aka samkvæmt áætlun. Fjórar leiðir munu aka frá miðbænum í úthverfi borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Sjokkeruð“ að barnið hafi verið sett út og skilið eftir án athugunar

Móðir 11 ára stúlku sem sat föst í fjóra klukkutíma á Hellisheiði ásamt öðrum farþegum í Strætó er fegin að stúlkan sé heil á húfi eftir mikla óvissu gærkvöldsins. Hún er þó hugsi yfir því að enginn hafi hugað að stúlkunni sem var auðsýnilega ein síns liðs í Strætó í erfiðum aðstæðum, ekki einu sinni bílstjórinn. Barnið hafi þurft stuðning í ógnvænlegum aðstæðum að sögn móður.

Innlent
Fréttamynd

„Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig“

Strætóbílstjóra á leið frá Selfossi til Reykjavíkur var hótað barsmíðum af farþega sem vildi komast út á miðri Breiðholtsbraut. Framkvæmdastjóri Strætó segir það reglulega koma fyrir að farþegar angri bílstjóra með einum eða öðrum hætti. 

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvers vegna far­þegum var vísað út í ó­veðrið

Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst kæra manninn fyrir til­raun til mann­dráps

Maðurinn sem varð fyrir því að gröfumaður frá fyrirtækinu Óskatak sturtaði úr fullri skóflu af snjó yfir sig er strætóbílstjóri. Hann segist slasaður eftir atvikið og hyggst kæra gröfumanninn fyrir tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Miklar tafir hjá Strætó vegna ófærðar

Miklar tafir eru á ferðum strætisvagna í úthverfum borgarinnar vegna ófærðar. Viðskiptavinir eru beðnir að fylgjast með rauntímakortinu og heimasíðu Strætó til að sjá stöðuna á vögnum og leiðum.

Innlent
Fréttamynd

Fasta­gestur á Benzanum hetja gær­dagsins

Fótbrotinn fastagestur á Benzanum, sem er bar við Grensásveg, sýndi hetjulega frammistöðu í gær þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega úr vagninum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var algjör hörmung“

Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Drengurinn fannst sofandi í strætó

Allt tiltækt lið björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld í leit að sjö ára dreng í Hafnarfirði. Allt fór vel að lokum þegar drengurinn fannst sofandi um borð í strætó.

Innlent
Fréttamynd

Enda­stopp Strætó

Ég stend í Hafnarfirði og bíð eftir Ásnum. Síðan ég flutti heim frá Hollandi hef ég notað strætó daglega. Það varð ósjálfrátt vani að nota almenningssamgöngur í Hollandi því það var ódýrt, hagstætt og áreiðanlegt. Á þeim stuttu 3 mánuðum sem ég hef verið á Íslandi hefur Strætó hækkað í verði, hætt ferðum fyrr, skert þjónustu og verst af öllu - hætt með næturstrætó.

Skoðun