Hælisleitendur

Fréttamynd

Stjórn­leysi

Málefni hælisleitenda og flóttafólks er hitamál í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli.

Skoðun
Fréttamynd

Látum ekki hræða okkur

„Andaðu með nefinu” var vanalega setningin sem ég fékk að heyra þegar ég tjáði mig um útlendingamál á sínum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Varist eftir­líkingar!

Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ingi­björg Sól­rún kemur Krist­rúnu til varnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. 

Innlent
Fréttamynd

„Við getum því ekki einu sinni passað upp á þetta eina hlið“

Færsla Páls Magnússonar, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, þar sem hann fjallar um aðkomu umsækjenda að alþjóðlegri vernd að hnífstunguáras, hefur vakið athygli. Hann segir málið skýrt dæmi um það óefni sem málaflokkur hælisleitenda og landamæravarsla sé kominn í. 

Innlent
Fréttamynd

Hvert er förinni heitið?

Um mitt síðasta ár voru hátt í fjörutíu milljónir manna á flótta í heiminum. Á sama tíma voru um 110 milljónir á vergangi, en talan hefur vaxið enn frekar síðan og líklega ekkert lát á vextinum í bráð. Það er risavaxið sameiginlegt verkefni alþjóðasamfélagsins að hlúa að fólki á flótta.

Skoðun
Fréttamynd

Vill ekki að Ís­land skeri sig úr í hælis­leit­enda­málum

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að sækja fleiri fjöl­skyldur frá Gasa

Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ein­fald­lega ekki haldið á­fram í ein­hverri blindni“

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir dagaspursmál um að ráðherranefndin og ríkisstjórnin komist til botns í umræðu sinni um málefni hælisleitenda og geti því myndað sér nýja stefnu í málaflokknum. Hann segir að það gæti gerst innan skamms að Ísland fari að bjarga fólki, en segist óttast að innviðir landsins springi.

Innlent
Fréttamynd

Hafi þegar leið­rétt um­mæli sín

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af því að hún hafi farið með ósannindi varðandi stefnu stjórnvalda á Norðurlöndunum í aðstoð þeirra við flóttafólk á Gasa vera rangan. Hún hafi þegar leiðrétt ummæli sem hún hafi látið falla um málið þann 29. desember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Sam­mála um að um­ræðan hafi harðnað

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Við gefumst aldrei upp“

Tjald á vegum Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar sem hefur verið uppi fyrir framan Alþingishúsið í tæpan mánuð var tekið niður í dag. Mótmælendur segjast alls ekki vera að gefast upp og ætla að halda dvölinni áfram án tjaldsins.

Innlent
Fréttamynd

Tjaldið tekið niður

Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því.

Innlent
Fréttamynd

„Við rekum at­vinnu­greinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segir kostnað við um­sóknir fimm­tán milljarða á ári

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta.

Innlent