Umferðaröryggi

Fréttamynd

Ekkert hraðaeftirlit í Vaðlaheiðargöngum

Hraðamyndavélar lögreglu hafa ekki enn verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en göngin hafa verið opin nú í tæpt hálft ár. Framkvæmdastjóri segir stutt í að búnaður verði settur upp en ökumenn almennt löghlýðna í göngunum.

Innlent
Fréttamynd

Spyrna og reykspól ungra karlmanna viðvarandi vandamál

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða. Lögreglumaður hjá Umferðardeild segir þetta vera viðvarandi vandamál.

Innlent
Fréttamynd

Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar stórlega

Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að lækka hámarkshraða á Snorrabraut, Langholtsvegi og víðar

Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl.

Innlent
Fréttamynd

Gangbrautir upplýstar eins og leiksvið

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis f lokksins hefur lagt fram tillögu fyrir borgarstjórnarfund á morgun um að fara í tilraunaverkefni til að auka öryggi á gangbrautum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra stóðst prófið

Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri snappa undir stýri

Fleiri framhaldsskólanemendur senda Snapchat-skilaboð eða leita að upplýsingum á netinu undir stýri en fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Sjóvár.

Innlent