Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Snorri Másson skrifar 29. maí 2021 07:01 Reykjavík er að breytast. Hjól, hlaupahjól, rafhjól og rafhlaupahjól eru að stórauka hlutdeild sína í daglegum ferðum fólks, en þó heyrast enn raddir um að hér viðri ekki til daglegrar notkunar slíkra ferðamáta. Vísindin segja annað: Hér blaktir raunar varla hundshár á höfði lengur miðað við það sem áður var. Þökk sé gróðri og byggð. Vísir/Vilhelm Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. Til marks um þetta var meðalvindur í Reykjavík 6,8 m/s árin 1950-59 en var kominn niður í 3,9 m/s á áratugnum 2010-2019. Á milli sömu tímabila stóð hann í stað í 6,8 metrum á Keflavíkurflugvelli, þar sem lítið hefur breyst í landslaginu. Árni Davíðsson er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Fjallahjólaklúbburinn „Vindurinn í sjálfu sér er enn þá sá sami en við höfum breytt aðstæðunum, þannig að hann nær ekki eins vel niður. Reykjavík var ekki skjólsæl borg en hún er orðin það í dag,“ segir Árni Davíðsson líffræðingur í samtali við Vísi. „Það er gott að vita að þetta er möguleiki: Ef við viljum hafa lygnara í kringum okkur og þægilegra veðurfar, þá getum við stigið skref til þess og það kostar ekki mikið. Þetta er að stærstum hluta í okkar höndum.“ Þegar vindurinn er úr sögunni, fellur gamla afsökunin úr gildi um að ekki sé hægt að hjóla vegna hans. Það er mikilvægur sigur að mati Árna, sem er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Önnur sterk afsökun hafa verið brekkurnar, sem hér á landi eru sagðar verri en til dæmis í Kaupmannahöfn. Árni tekur fyrir það og segir flestar leiðir innan höfuðborgarsvæðisins að miklu leyti brekkulausar, þótt vissulega finnist brattar brekkur. Þar eru rafhjólin bylting. „Þeir sem æfa hjólreiðar eru frekar í vandræðum með að finna nógu brattar brekkur. Þeir verða beinlínis að leita að þeim,“ segir Árni. Ættum að gróðursetja enn meira Stormdagar eru færri í Reykjavík en áður, sem Árni segir að sé afleiðing uppbyggingar og meiri gróðurs. Þetta sýnir að umhverfi og arkítektúr hefur mjög bein áhrif á nærveður borgarbúa. Reykjavík á að verða hjólaborg á heimsmælakvarða. Á þeirri vegferð munu gróður og hjólastígar skipta sköpum.Vísir/Vilhelm „Það er síðan hægt að gera miklu betur í þessu. Ég held að við ættum að gróðursetja meira. Til dæmis á helgunarsvæðum stofnbrauta. Að setja niður tré og runna í auknum mæli á auðar grasflatir í kringum brautirnar myndi strax breyta miklu,“ segir Árni. Gróður á víðavangi á einum stað í borginni dregur úr vindi alls staðar í borginni, þótt áhrifin séu mest staðbundin. Tré í Heiðmörk getur lagt sitt af mörkum til ástandsins í miðbænum. Mun færri geta hjólað en vilja Árni segir að meðalvindurinn, lítill halli og framúrskarandi reiðhjólainnviðir á höfuðborgarsvæðinu geri Reykjavík þegar að frábærri hjólaborg, jafnvel svo frábærri að útlenskir hjólreiðamenn súpa hveljur yfir þægindunum. Frá 2010 fór hlutur hjólreiða í öllum ferðum fólks úr 2% í borginni í rúm 7% nú, en betur má ef duga skal. Reykjavíkurborg samþykkti hjólreiðaáætlun á dögunum, þar sem markmiðið er að 10% af öllum ferðum í borginni verði farin á hjóli árið 2025. Að auki segjast 27% vilja helst ferðast á hjóli til vinnu, en margir geta það ekki af ýmsum sökum. Úr því þarf að bæta, segir borgin - búa í haginn svo að hægt sé að stíga skrefið. Með því að renna myndinni til hliðar má sjá þá gífurlegu uppbyggingu hjólastíga sem fram undan er. Árni segir að skipulagsbreytingar skipti einna mestu máli í að liðka fyrir hjólreiðabyltingunni, að fólk búi í hjólafæri við helstu þjónustu, svo að ekki þurfi að ætlast til af því að það hjóli tugum kílómetra fram og til baka í hversdagslegum erindum. Vetrarþjónustan á hjólavegum hefur batnað mjög að sögn Árna, sem minnist þess á árum áður að hafa þurft að bera hjól sitt yfir skafla til að komast leiðar sinnar. Slíkar ráðstafanir eru úr sögunni, segir Árni, sem hjólar vandræðalaust úr Vesturbæ í Mosfellsbæ og Kópavog á ruddum stígum á morgnana. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi var formaður stýrihóps um hjólreiðaáætlunina 2021-2025 og segir hana lið í því að gera Reykjavík að hjólaborg á heimsmælikvarða. Hún tjáir sig um áætlunina á Twitter, þar sem margir lýsa yfir ánægju, en aðrir halda því fram að 10% hlutdeild í öllum ferðum sé ekki endilega metnaðarfullt markmið miðað við að 27% vilji fá að hjóla. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt einróma í samgöngu- og skipulagsráði í dag. Ég er ótrúlega stolt af henni. Reykjavík ætlar að verða hjólaborg á heimsmælikvarða og áætlunin er liður í því. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst 🤍🚲https://t.co/uoWAlnryWl— Katrín Atladóttir (@katrinat) May 26, 2021 Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Borgarlína Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gríðarleg hugarfarsbreyting til hjólreiða á fáum árum Sviðsstjóri almennningsíþróttasviðs ÍSÍ segir gríðarlegan viðsnúning hafa orðið í hugarfari almennings til hjólreiða. Nú teljist enginn maður með mönnum nema eiga tvö hjól til skiptanna, áður fyrr hafi fólk ekki sagt frá því að það hjólaði í vinnuna. 5. maí 2021 13:30 Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01 Flest nýskráð ökutæki af gerðinni Toyota Flestar nýskráningar ökutækja í nóvember voru á ökutækjum framleiddum af Toyota, eða 71 ökutæki. Næst flestar Mitsubishi eða 69 og KIA var í þriðja sæti með 57. Athygli vekur að Ezbike var í fjórða sæti með 53. Ezbike framleiðir rafhjól. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Til marks um þetta var meðalvindur í Reykjavík 6,8 m/s árin 1950-59 en var kominn niður í 3,9 m/s á áratugnum 2010-2019. Á milli sömu tímabila stóð hann í stað í 6,8 metrum á Keflavíkurflugvelli, þar sem lítið hefur breyst í landslaginu. Árni Davíðsson er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Fjallahjólaklúbburinn „Vindurinn í sjálfu sér er enn þá sá sami en við höfum breytt aðstæðunum, þannig að hann nær ekki eins vel niður. Reykjavík var ekki skjólsæl borg en hún er orðin það í dag,“ segir Árni Davíðsson líffræðingur í samtali við Vísi. „Það er gott að vita að þetta er möguleiki: Ef við viljum hafa lygnara í kringum okkur og þægilegra veðurfar, þá getum við stigið skref til þess og það kostar ekki mikið. Þetta er að stærstum hluta í okkar höndum.“ Þegar vindurinn er úr sögunni, fellur gamla afsökunin úr gildi um að ekki sé hægt að hjóla vegna hans. Það er mikilvægur sigur að mati Árna, sem er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Önnur sterk afsökun hafa verið brekkurnar, sem hér á landi eru sagðar verri en til dæmis í Kaupmannahöfn. Árni tekur fyrir það og segir flestar leiðir innan höfuðborgarsvæðisins að miklu leyti brekkulausar, þótt vissulega finnist brattar brekkur. Þar eru rafhjólin bylting. „Þeir sem æfa hjólreiðar eru frekar í vandræðum með að finna nógu brattar brekkur. Þeir verða beinlínis að leita að þeim,“ segir Árni. Ættum að gróðursetja enn meira Stormdagar eru færri í Reykjavík en áður, sem Árni segir að sé afleiðing uppbyggingar og meiri gróðurs. Þetta sýnir að umhverfi og arkítektúr hefur mjög bein áhrif á nærveður borgarbúa. Reykjavík á að verða hjólaborg á heimsmælakvarða. Á þeirri vegferð munu gróður og hjólastígar skipta sköpum.Vísir/Vilhelm „Það er síðan hægt að gera miklu betur í þessu. Ég held að við ættum að gróðursetja meira. Til dæmis á helgunarsvæðum stofnbrauta. Að setja niður tré og runna í auknum mæli á auðar grasflatir í kringum brautirnar myndi strax breyta miklu,“ segir Árni. Gróður á víðavangi á einum stað í borginni dregur úr vindi alls staðar í borginni, þótt áhrifin séu mest staðbundin. Tré í Heiðmörk getur lagt sitt af mörkum til ástandsins í miðbænum. Mun færri geta hjólað en vilja Árni segir að meðalvindurinn, lítill halli og framúrskarandi reiðhjólainnviðir á höfuðborgarsvæðinu geri Reykjavík þegar að frábærri hjólaborg, jafnvel svo frábærri að útlenskir hjólreiðamenn súpa hveljur yfir þægindunum. Frá 2010 fór hlutur hjólreiða í öllum ferðum fólks úr 2% í borginni í rúm 7% nú, en betur má ef duga skal. Reykjavíkurborg samþykkti hjólreiðaáætlun á dögunum, þar sem markmiðið er að 10% af öllum ferðum í borginni verði farin á hjóli árið 2025. Að auki segjast 27% vilja helst ferðast á hjóli til vinnu, en margir geta það ekki af ýmsum sökum. Úr því þarf að bæta, segir borgin - búa í haginn svo að hægt sé að stíga skrefið. Með því að renna myndinni til hliðar má sjá þá gífurlegu uppbyggingu hjólastíga sem fram undan er. Árni segir að skipulagsbreytingar skipti einna mestu máli í að liðka fyrir hjólreiðabyltingunni, að fólk búi í hjólafæri við helstu þjónustu, svo að ekki þurfi að ætlast til af því að það hjóli tugum kílómetra fram og til baka í hversdagslegum erindum. Vetrarþjónustan á hjólavegum hefur batnað mjög að sögn Árna, sem minnist þess á árum áður að hafa þurft að bera hjól sitt yfir skafla til að komast leiðar sinnar. Slíkar ráðstafanir eru úr sögunni, segir Árni, sem hjólar vandræðalaust úr Vesturbæ í Mosfellsbæ og Kópavog á ruddum stígum á morgnana. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi var formaður stýrihóps um hjólreiðaáætlunina 2021-2025 og segir hana lið í því að gera Reykjavík að hjólaborg á heimsmælikvarða. Hún tjáir sig um áætlunina á Twitter, þar sem margir lýsa yfir ánægju, en aðrir halda því fram að 10% hlutdeild í öllum ferðum sé ekki endilega metnaðarfullt markmið miðað við að 27% vilji fá að hjóla. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt einróma í samgöngu- og skipulagsráði í dag. Ég er ótrúlega stolt af henni. Reykjavík ætlar að verða hjólaborg á heimsmælikvarða og áætlunin er liður í því. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst 🤍🚲https://t.co/uoWAlnryWl— Katrín Atladóttir (@katrinat) May 26, 2021
Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Borgarlína Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gríðarleg hugarfarsbreyting til hjólreiða á fáum árum Sviðsstjóri almennningsíþróttasviðs ÍSÍ segir gríðarlegan viðsnúning hafa orðið í hugarfari almennings til hjólreiða. Nú teljist enginn maður með mönnum nema eiga tvö hjól til skiptanna, áður fyrr hafi fólk ekki sagt frá því að það hjólaði í vinnuna. 5. maí 2021 13:30 Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01 Flest nýskráð ökutæki af gerðinni Toyota Flestar nýskráningar ökutækja í nóvember voru á ökutækjum framleiddum af Toyota, eða 71 ökutæki. Næst flestar Mitsubishi eða 69 og KIA var í þriðja sæti með 57. Athygli vekur að Ezbike var í fjórða sæti með 53. Ezbike framleiðir rafhjól. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Gríðarleg hugarfarsbreyting til hjólreiða á fáum árum Sviðsstjóri almennningsíþróttasviðs ÍSÍ segir gríðarlegan viðsnúning hafa orðið í hugarfari almennings til hjólreiða. Nú teljist enginn maður með mönnum nema eiga tvö hjól til skiptanna, áður fyrr hafi fólk ekki sagt frá því að það hjólaði í vinnuna. 5. maí 2021 13:30
Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01
Flest nýskráð ökutæki af gerðinni Toyota Flestar nýskráningar ökutækja í nóvember voru á ökutækjum framleiddum af Toyota, eða 71 ökutæki. Næst flestar Mitsubishi eða 69 og KIA var í þriðja sæti með 57. Athygli vekur að Ezbike var í fjórða sæti með 53. Ezbike framleiðir rafhjól. 2. desember 2020 07:01