Seðlabankinn

Fréttamynd

Seðlabankinn skammar LIVE vegna útboðs Icelandair

Seðlabanki Íslands segir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Viðskipti
Fréttamynd

Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu

Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Velja seðla­banka­stjóra Hag­fræðing ársins

Ásgeir Jónsson hefur verið valinn hagfræðingur ársins 2021 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2000, og verða að þessu sinni afhent á Þekkingardaginn 2021 sem verður streymt beint á Vísi þann 13. apríl.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lög­banns­kröfu NO­VIS gegn Seðla­bankanum hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vextir að öllum líkindum lágir út árið

Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir haldast óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af hverju viljum við minni verðbólgu?

Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af Bitcoin-kaupum Ís­lendinga og líkir raf­myntinni við píramída­svindl

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dregur úr verð­bólgu sem mælist nú 4,1 prósent

Ársverðbólga mælist 4,1 prósent nú í febrúar og er 0,2 prósentustigum lægri en í janúar þegar hún mældist 4,3 prósent. Verðbólga hafði verið á uppleið frá því í byrjun síðasta árs en í janúar í fyrra var tólf mánaða verðbólga 1,7 prósent. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mest traust til Land­helgis­gæslunnar en minnst til borgar­stjórnar

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata

Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar

Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Versnandi efnahagshorfur á þessu ári

Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4 prósent

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári. Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað og átti Seðlabankinn umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum og bæta verðmyndun á markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Finnur yfirgefur Fjármálaeftirlitið

Finnur Sveinbjörnsson hætti sem framkvæmdastjóri bankasviðs fjármálaeftirlits Seðlabankans nú um áramótin. Elmar Ásbjörnsson, sem hefur gegnt stöðu forstöðumanns áhættugreiningar á bankasviðinu, verður settur framkvæmdastjóri þangað til starfið verður auglýst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp

Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina.

Innlent
Fréttamynd

Sér­hags­munir í „upp­hæðum“

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra.

Skoðun