Sænski boltinn

Fréttamynd

Val­geir Lund­dal í átta liða úr­slit

Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn er sænsku meistararnir í Häcken tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Íslendingalið Örebro og Sirius eru hins vegar fallin úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Martröð Jóns Guðna ætlar engan enda að taka

Frá því skömmu eftir að Jón Guðni Fjóluson stóð í miðri vörn Íslands í leik gegn Þýskalandi, í undankeppni HM haustið 2021, hefur hann nánast ekkert getað spilað fótbolta og biðin hefur enn lengst.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar Hrafn var á blaði hjá Kalmar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, var á blaði hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kalmar FF þegar liðið var í þjálfaraleit á dögunum. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Óskar Hrafn er orðaður við lið í Svíþjóð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég bara get ekki útskýrt af hverju“

Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir er án félags þessa stundina eftir að samningur hennar við sænska liðið Örebo rann út um síðustu mánaðamót. Berglind vakti mikla athygli undir lok síðasta tímabils í Svíþjóð þegar hún fór óvænt að raða inn mörkum sem framherji Örebro, eftir að hafa leikið sem miðvörður félagsins allar götur fram að því.

Fótbolti
Fréttamynd

Túfa hreppir annan Íslending

Keflvíski bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson hefur loks verið kynntur til leiks hjá sænska knattspyrnufélaginu Öster. Hann skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu þriggja ára.

Fótbolti