Þýski handboltinn

Fréttamynd

Aðalsteinn tekur við Minden

Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þýska félaginu Minden í sumar. Hann hefur þjálfað Kadetten Schaffhausen í Sviss undanfarin tvö ár.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi markahæsti leikmaður Evrópu annað árið í röð

Ísland á tvo fulltrúa á lista yfir tíu markahæstu handboltamenn Evrópu árið 2022. Annað árið í röð er Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Þýskalandsmeistara Magdeburg, markahæsti maður ársins, en liðsfélagi hans í íslenska landsliðinu, Bjarki Már Elísson, situr í sjötta sæti listans.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Rúnar og Viggó slegnir niður á jörðina

Leipzig laut í lægra haldi í fyrsta skipti eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu þegar liðið fékk Arnór Þór Gunnarsson og samherja hans hjá Bergischer í heimsókn í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburg

Íslendingarnir tveir í Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög flotta frammistöðu í dag þegar Magdeburg lagði Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Leikurinn endaði 31-28 og var Ómar Ingi markahæstur.

Handbolti
Fréttamynd

„Leikmennirnir hafa snúið þessu við"

Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar Örn frá­bær í sigri Melsun­gen

Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í sigri Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach töpuðu heima fyrir Hannover.

Handbolti
Fréttamynd

Tólf íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach

Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-37. Hvorki fleiri né færri en tólf íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum.

Handbolti