
England

Drengurinn er franskur ferðamaður
Sex ára drengurinn sem var hent niður af tíundu hæð á Tate Modern listasafninu í gær er franskur ferðamaður. Hann var á ferðalagi um Bretland með fjölskyldu sinni að sögn lögreglunnar í Lundúnum.

Manchester United staðfestir Harry Maguire sem dýrasta varnarmann heims
Harry Maguire er genginn í raðir Man. Utd.

Ástand drengsins alvarlegt en líðan hans stöðug
Sex ára gömlum dreng var hent fram af útsýnispalli á Tate listasafninu í Lundúnum í gær.

Verkfallsaðgerðum á Heathrow frestað
Verkfalli starfsmanna Heathrow flugvallar í Lundúnum sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað. Um 2500 starfsmenn vallarins höfðu samþykkt að leggja niður störf á morgun og þriðjudag til að knýja fram launahækkun.

Henti sex ára dreng niður af tíundu hæð
Sautján ára piltur hefur verið handtekinn grunaður um að hafa hent sex ára gömlum dreng fram af útsýnispalli á Tate listasafninu í Lundúnum í dag.

Náði að fara yfir Ermarsundið á svifbretti
Ferðalagið yfir Ermarsundið var um 35,4 kílómetrar, en um er að ræða svokallað Doversund, sem er syðsta leiðin milli Frakklands og Englands.

172 ferðum um Heathrow aflýst
Á annað hundrað flugferða sem áætlaðar voru um Heathrow flugvöll á mánudag og þriðjudag hefur verið aflýst vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða starfsmanna vallarins.

Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea um Ofurbikar UEFA
Stéphanie Frappart verður í næstu viku fyrsta konan í knattspyrnusögunni sem dæmir stórleik í Evrópukeppni karla hjá UEFA.

Stóri Sam tekur þátt í vinsælasta dansþætti heims
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands spreytir sig í dansþættinum vinsæla, Strictly Come Dancing.

Táningar ákærðir fyrir hatursglæp vegna árásar á par í strætó
Fjórir táningar á aldrinum 15 til 17 ára hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp í tengslum við líkamsárás á samkynhneigt par í strætisvagni í Lundúnum í maí síðastliðnum.

Fyrrverandi kærasti George Michael handtekinn eftir að hafa rústað heimili söngvarans
Hárgreiðslumaðurinn Fadi Fawaz, sem þekktur er fyrir að hafa verið í sambandi söngvaranum George Michael, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa rústað glæsihýsi söngvarans sáluga í London.

Uppfinningamaður svifbrettis sveif hálfa leið yfir Ermarsundið
Zapata, sem þróaði sjálfur svifbrettið sem um ræðir, komst ómeiddur frá óhappinu og hyggst fara í aðra flugferð á næstu dögum. Hann vonaðist til að svífa 36 kílómetra, alla leið frá franska strandbænum Sangatte við norðurströnd Frakklands að Dover í suðaustur Englandi.

Katrín fetar í ís-fótspor Sigmundar Davíðs
Forsætisráðherra kynnti blaðamann Time í Lundúnum fyrir einni ríkustu hefð Íslendinga þegar hún fór í viðtal nú á dögunum.

Óljóst hvort kötturinn Larry beri sama hug til Boris og talsmaðurinn
Larry hefur búið í forsætisráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 frá árinu 2011 þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, gegndi embætti.

Leita þriggja sundmanna í Thames
Lögregla í London leitar nú þriggja sundmanna sem saknað er eftir að þeir stungu sér til sunds í ánni Thames.

Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum
Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“

Möguleg gasárás í neðanjarðarlest í Lundúnum
Grunur liggur fyrir að gasárás hafi átt sér stað í neðanjarðar lest í Lundúnum.

Kafarar fullir auðmýktar eftir að hafa rekist á risamarglyttu
Kafarar rákust óvænt á risamarglyttu undan Bretlandsströndum.

Framdi sjálfsvíg fyrir framan skólafélaga sína vegna eineltis
Fjórtán ára gamall breskur drengur framdi í gær sjálfsvíg með því að leggjast á lestarteina á lestarstöð í Chertsey í gær.

Djokovic sigurvegari eftir sögulegan úrslitaleik á Wimbledon
Novak Djokovic er sigurvegari á Wimbledonmótinu eftir bráðabana í sögulegum úrslitaleik við Roger Federer.

Ákærður fyrir að myrða foreldra sína
Maður hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra sína sem fundust látin á heimili sínu í bænum Whitton í suðurhluta Lundúna. Þau höfuð verið stungin til bana.

Hamilton vann sögulegan sigur á Silverstone
Enginn hefur unnið breska kappaksturinn oftar en Lewis Hamilton.

YouTube-stjarna lést í slysi á rafmagnshlaupahjóli
Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum.

Ed Sheeran leysir frá skjóðunni og viðurkennir að hann sé kvæntur
Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa verið saman frá árinu 2015.

Crouch hættur í fótbolta
Stóri maðurinn hefur lagt skóna á hilluna.

Brutust inn í hús Sturridge og stálu hundinum hans
Enski knattspyrnumaðurinn Daniel Sturridge sagði heiminum frá óskemmtilegri lífsreynslu sinni á samskiptamiðlunum Instagram í dag.

Williams sektuð um rúmlega milljón fyrir vallarskemmdir á Wimbledon
Serena Williams þarf að borga tæp átta þúsund pund, sem nemur rúmlega 1,2 milljónum króna, í sekt fyrir að skemma völl á Wimbledon.

Phil Neville ekkert á því að hætta með enska kvennalandsliðið
Phil Neville er ákveðinn að halda áfram sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta en liðið rétt missti af sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn eftir naumt tap á móti ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna.

Ævintýri fimmtán ára stelpunnar heldur áfram á Wimbledon
Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð.

Verndarengillinn Sterling á forsíðu GQ: Mamman talaði ekki við hann í hálft ár eftir að hann byrjaði að drekka
Raheem Sterling er á forsíðu breska tímaritsins GQ. Í viðtalinu sem fylgir ræðir hann m.a. um kynþáttafordóma, æskuna og móður sína.