Vinstri græn Bjarkey gefur ekki kost á sér Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og matvælaráðherra, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér í komandi kosningum til Alþingis. Innlent 20.10.2024 15:23 Spáir því að Bjarni gangi til liðs við Miðflokkinn Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar spáir því að Bjarni Jónsson fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna muni ganga til liðs við Miðflokkinn. Það sagði Össur á Sprengisandi í Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna í stjórnmálunum. Innlent 20.10.2024 11:47 Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Innlent 18.10.2024 11:56 Einokun á umræðunni Hiti er kominn í kjaraviðræður en kennarastéttin ákvað að sármóðgast á dögunum þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri benti á þá einföldu staðreynd að kennarar krefjast sífellt hærri launa fyrir sífellt minni kennslu. Sögðu kennarar fullyrðinguna lýsa algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu og að um væri að ræða svívirðilega móðgun við stéttina. Innherji 18.10.2024 09:28 Starfsstjórn tekin við stjórnartaumunum Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er tekin við völdum. Þetta var tilkynnt að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld. Innlent 17.10.2024 19:17 Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. Innlent 17.10.2024 15:09 Bjarni hættur í Vinstri grænum Bjarni Jónsson þingmaður hefur sagt sig úr Vinstri grænum og sagt skilið við þingflokkinn. Hann segir flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum og væntingum þeirra sem stóðu að stofnun hans. Innlent 17.10.2024 14:44 „Loksins er lokið lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar“ Forsætisráðherra tilkynnti um þingrof og kosningar á þingi í dag. Formaður Miðflokksins sagði dauðastríði ríkisstjórnarinnar loks lokið og formenn annarra stjórnarandstöðuflokka sögðu kosningarnar tækifæri til breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði erindi ríkisstjórnarinnar lokið og formaður Vinstri grænna sagði hann óhæfan til að leiða ríkisstjórn. Innlent 17.10.2024 11:22 Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. Innlent 16.10.2024 21:11 Steinunn Þóra gefur ekki kost á sér Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið það út að hún sækist ekki eftir því að taka sæti á lista hreyfingarinnar yfir komandi Alþingiskosningar. Innlent 16.10.2024 17:45 Stemningin „eftir atvikum ágæt“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja skiptingu ráðuneyta Vinstri grænna fyrir forseta á ríkisráðsfundi á morgun, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 18. Hann segir ráðherra VG samt sem áður verða áfram ráðherrar. Innlent 16.10.2024 17:43 „Ef allir gerðu þetta væri landið stjórnlaust“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir með ólíkindum ábyrgðarlaust af Vinstri grænum að starfa ekki í starfsstjórn, sem forseti hefur óskað eftir að sitji þar til ný ríkisstjórn er mynduð. Innlent 16.10.2024 16:16 Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. Innlent 16.10.2024 15:30 Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. Innlent 16.10.2024 13:36 „Kemur í ljós“ hvort boðaðir ráðherrar mæti Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið boðaðið á ríkisstjórnarfund klukkan 16 í dag, þar með talið ráðherrar Vinstri grænna. Aðstoðarmaður matvælaráðherra segir munu koma í ljós hvort ráðherrar VG mæti. Innlent 16.10.2024 12:47 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. Innlent 16.10.2024 11:54 Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. Innlent 16.10.2024 09:40 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. Innlent 15.10.2024 21:46 „Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. Innlent 15.10.2024 21:42 Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. Innlent 15.10.2024 20:20 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. Innlent 15.10.2024 18:59 „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. Innlent 15.10.2024 17:42 Taka ekki þátt í starfsstjórn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn. Innlent 15.10.2024 17:04 Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ætla að biðjast lausnar úr embætti, en segir það hafa legið fyrir frá því að hann tilkynnti um að hann óski eftir þingrofi á sunnudag. Honum finnist eðlilegast að mynda starfsstjórn með stuttan forgangslista sem geti komið mikilvægum málum, líkt og fjárlögum, í gegn sem fyrst. Innlent 14.10.2024 21:06 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Innlent 14.10.2024 19:25 Dagbjört stendur við færsluna sem hún eyddi Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi. Innlent 14.10.2024 18:52 Afar spenntur fyrir minnihlutastjórn Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hafi komið sér á óvart um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Orri segist skilja orð hans þannig að hann sé að „gefast upp á þessu verkefni.“ Innlent 14.10.2024 17:02 Staðan óljós eftir atburðarás gærdagsins Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þingflokkinn hafa farið yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á þingflokksfundi. Staðan sé óljóst eftir atburðarás gærdagsins. Hann ætlar á fundi með forsetanum síðar í dag að ræða það hvort ríkisstjórnin starfi saman fram að kosningum eða hvort skipa þurfi starfsstjórn. Innlent 14.10.2024 14:32 Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. Innlent 14.10.2024 13:21 Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Innlent 14.10.2024 12:26 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 43 ›
Bjarkey gefur ekki kost á sér Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og matvælaráðherra, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér í komandi kosningum til Alþingis. Innlent 20.10.2024 15:23
Spáir því að Bjarni gangi til liðs við Miðflokkinn Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar spáir því að Bjarni Jónsson fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna muni ganga til liðs við Miðflokkinn. Það sagði Össur á Sprengisandi í Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna í stjórnmálunum. Innlent 20.10.2024 11:47
Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Innlent 18.10.2024 11:56
Einokun á umræðunni Hiti er kominn í kjaraviðræður en kennarastéttin ákvað að sármóðgast á dögunum þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri benti á þá einföldu staðreynd að kennarar krefjast sífellt hærri launa fyrir sífellt minni kennslu. Sögðu kennarar fullyrðinguna lýsa algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu og að um væri að ræða svívirðilega móðgun við stéttina. Innherji 18.10.2024 09:28
Starfsstjórn tekin við stjórnartaumunum Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er tekin við völdum. Þetta var tilkynnt að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld. Innlent 17.10.2024 19:17
Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. Innlent 17.10.2024 15:09
Bjarni hættur í Vinstri grænum Bjarni Jónsson þingmaður hefur sagt sig úr Vinstri grænum og sagt skilið við þingflokkinn. Hann segir flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum og væntingum þeirra sem stóðu að stofnun hans. Innlent 17.10.2024 14:44
„Loksins er lokið lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar“ Forsætisráðherra tilkynnti um þingrof og kosningar á þingi í dag. Formaður Miðflokksins sagði dauðastríði ríkisstjórnarinnar loks lokið og formenn annarra stjórnarandstöðuflokka sögðu kosningarnar tækifæri til breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði erindi ríkisstjórnarinnar lokið og formaður Vinstri grænna sagði hann óhæfan til að leiða ríkisstjórn. Innlent 17.10.2024 11:22
Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. Innlent 16.10.2024 21:11
Steinunn Þóra gefur ekki kost á sér Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið það út að hún sækist ekki eftir því að taka sæti á lista hreyfingarinnar yfir komandi Alþingiskosningar. Innlent 16.10.2024 17:45
Stemningin „eftir atvikum ágæt“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja skiptingu ráðuneyta Vinstri grænna fyrir forseta á ríkisráðsfundi á morgun, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 18. Hann segir ráðherra VG samt sem áður verða áfram ráðherrar. Innlent 16.10.2024 17:43
„Ef allir gerðu þetta væri landið stjórnlaust“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir með ólíkindum ábyrgðarlaust af Vinstri grænum að starfa ekki í starfsstjórn, sem forseti hefur óskað eftir að sitji þar til ný ríkisstjórn er mynduð. Innlent 16.10.2024 16:16
Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. Innlent 16.10.2024 15:30
Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. Innlent 16.10.2024 13:36
„Kemur í ljós“ hvort boðaðir ráðherrar mæti Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið boðaðið á ríkisstjórnarfund klukkan 16 í dag, þar með talið ráðherrar Vinstri grænna. Aðstoðarmaður matvælaráðherra segir munu koma í ljós hvort ráðherrar VG mæti. Innlent 16.10.2024 12:47
„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. Innlent 16.10.2024 11:54
Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. Innlent 16.10.2024 09:40
Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. Innlent 15.10.2024 21:46
„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. Innlent 15.10.2024 21:42
Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. Innlent 15.10.2024 20:20
„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. Innlent 15.10.2024 18:59
„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. Innlent 15.10.2024 17:42
Taka ekki þátt í starfsstjórn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn. Innlent 15.10.2024 17:04
Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ætla að biðjast lausnar úr embætti, en segir það hafa legið fyrir frá því að hann tilkynnti um að hann óski eftir þingrofi á sunnudag. Honum finnist eðlilegast að mynda starfsstjórn með stuttan forgangslista sem geti komið mikilvægum málum, líkt og fjárlögum, í gegn sem fyrst. Innlent 14.10.2024 21:06
Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Innlent 14.10.2024 19:25
Dagbjört stendur við færsluna sem hún eyddi Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi. Innlent 14.10.2024 18:52
Afar spenntur fyrir minnihlutastjórn Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hafi komið sér á óvart um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Orri segist skilja orð hans þannig að hann sé að „gefast upp á þessu verkefni.“ Innlent 14.10.2024 17:02
Staðan óljós eftir atburðarás gærdagsins Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þingflokkinn hafa farið yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á þingflokksfundi. Staðan sé óljóst eftir atburðarás gærdagsins. Hann ætlar á fundi með forsetanum síðar í dag að ræða það hvort ríkisstjórnin starfi saman fram að kosningum eða hvort skipa þurfi starfsstjórn. Innlent 14.10.2024 14:32
Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. Innlent 14.10.2024 13:21
Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Innlent 14.10.2024 12:26