Viðskipti

Fréttamynd

HugurAx kaupir Mekkanis

HugurAx hefur keypt Mekkanis hugbúnaðarstofu. Eigendur fyrirtækjanna skrifuðu undir samning þess efnis fyrir stuttu og verða félögin sameinuð í framhaldinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engan leka takk fyrir

Viðskiptatímaritið Economist er frægt fyrir að leggja mikið upp úr því að hafa skemmtilegar fyrirsagnir á greinum sínum. Blaðinu er dreift um heim allan og hefur því efni á að leyfa sér að halda úti sérstöku teymi fyrirsagnasmiða sem sagan segir að geri lítið annað en að upphugsa eitthvað skemmtilegt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð á fiski úr methæðum

Tæp 2.100 tonn af fiski seldust á mörkuðum landsins í síðustu viku, sem er rúmlega tvöfalt meira magn en vikuna á undan. Meðalverðið var 170,46 krónur á kíló sem er 8 prósenta lækkun á milli vikna. Verðið er engu að síður hátt enda stóð fiskverð í hámarki í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri Dressmann klæðist bara Batistini

„Gengurðu sjálfur í Batistini?“ var fyrsta spurningin sem hrökk af vörum blaðakonu þegar hún hitti forstjóra Dressmann. Vörumerkið verður enda að eilífu greypt í huga hennar, eins og annarra sem hafa séð Dressmann-auglýsingarnar, þar sem ofursvalir miðaldra súkkulaðimenn ganga öruggir um í Batistini-jakkafötum. „Aldrei í öðru,“ segir hann og flettir jakkanum frá því til sönnunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap HB Granda ríflega milljarður á fyrstu níu mánuðum ársins

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda nam rúm einum og hálfum milljarði króna á þriðja ársfjórðungi ársins samkvæmt uppgjöri. Er það nærri milljarði meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hins vegar er tap fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins rúmlega milljarður en ríflega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins á sama tíma í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Tap OR 1,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins

Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam rúmum 1,4 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins rúmir 3,5 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Fitch stafestir lánshæfiseinkunnir Landsbankans

Lánshæfimatsfyrirtækið Fitch staðfesti í kjölfar árlegrar skoðunar í dag óbreyttar lánshæfimatseinkunir Landsbankans. Lánshæfimatseinkun fyrir langtímaskuldbindingar er A, skammtímaeinkun er F1, Stuðningur 2 og fjárhagslegur styrkur er B/C. Horfur lánshæfimatsins eru stöðugar, samkvæmt Fitch.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dregur úr væntingum neytenda

Dregið hefur úr tiltrú neytenda síðustu vikurnar ef marka má Væntingavísitölu Gallup fyrir nóvember sem birt var í morgun. Almennt eru neytendur mjög jákvæðir gagnvart efnahagslífinu, en þó eru þeir aðeins fleiri um þessar mundir sem telja að ástandið muni versna en hinir sem telja að það muni batna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný útgáfa af Opera Mini kom út í dag

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gaf í dag út nýja útgáfu af Opera-vafranum, Opera Mini 3.0 fyrir farsíma. Með vafranum geta farsímanotendur meðal annars deilt með sér stafrænum ljósmyndum, bloggað og farið á netbanka. Vafrinn þykir afar hentugur fyrir einfaldari gerðir farsíma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ford í fjárhagskröggum

Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford segir að fyrirtækið þurfi að taka allt að 18 milljarða dala lán til að standa straum af þeim kostnaði sem hagræðingarferli fyrirtækisins kostar. Þetta svarar til rúmlega 1.260 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Teymi semur við Kaupþing

Upplýsingatækni- og fjarskiptafyrirtækið Teymi hefur samið við Kaupþing banka um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands í síðustu viku, en starfsemi þess var áður hluti af Dagsbrún.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bati á fasteignamarkaði

Greiningardeild Landsbankans segir auknar vísbendingar komið fram á síðustu vikum um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af á þessu ári. Vísbendingarnar eru þó fremur veikar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eurotunnel bjargað frá gjaldþroti

Meirihluti lánadrottna Eurotunnel, sem rekur göngin á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hafa samþykkt skuldabreytingu hjá félaginu sem á að forða því frá gjaldþroti og sölu eigna. Breytingin felur í sér stofnun nýs rekstrarfélags, Groupe Eurotunnel.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð hækkaði

Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar fregna um að Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, muni hugsanlega tilkynna um samdrátt á olíuframleiðslukvóta í næsta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skipt um fjármálastjóra hjá Volkswagen

Stjórn þýsku bílaframleiðandanna hjá Volkswagen ætlar ekki að framlengja samning sinn við Hans Dieter Poetsch, fjármálastjóra fyrirtækisins, sem rennur út um áramótin. Ákvörðunin tengist uppsögn Bernd Pischetsrieders, forstjóra Volkswagen, sem ákveðið hefur að hætta um áramótin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Wal-Mart nemur land á Indlandi

Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart hefur tilkynnt að hún muni opna verslanir á Indlandi á næstunni í samstarfi við indversku verslanasamstæðuna Bharti Enterprises. Verslanakeðjur á Vesturlöndum hafa lengi horft til þessa en möguleikinn opnaðist ekki fyrr en slitnaði upp úr viðræðum bresku verslanakeðjunnar Tesco við Bharti Enterprises fyrir helgi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Stærstu hluthafarnir í HB Granda týna tölunni hver á fætur öðrum. Nú hafa Vátryggingafélag Íslands, Lífís og Samvinnulífeyrissjóðurinn horfið á braut eftir að félögin seldu hlutabréf sín í þessu stærsta útgerðarfélagi landsins, ef mælt er í kvóta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tryggvi Þór Herbertsson ráðinn bankastjóri

Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn bankastjóri nýs fjárfestingabanka sem taka mun til starfa í byrjun næsta árs. Að bankanum standa meðal annars Sjóvá fjárfestingar, fasteignafélagið AVP og Ráðgjöf og efnahagsspá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigurður Óli verður aðstoðarforstjóri Actavis

Sigurður Óli Ólafsson tekur við af Svöfu Grönfeldt sem aðstoðarforstjóri Actavis en Svafa var í dag kynnt sem næsti rektor Háskólans í Reykjavík. Fram kemur í tilkynngu frá Actavis að Sigurður Óli hafi verið framkvæmdastjóri félagsins í Bandaríkjunum og muni nú einnig gegna stöðu aðstoðarforstjóra félagsins frá 1.desember 2006.

Innlent
Fréttamynd

Vogunarsjóðir gegn Stork

Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Scania fellir tilboð MAN

Stjórn sænska vörubílaframleiðandans Scania hefur fellt óvinveitt yfirtökutilboð þýska samkeppnisaðilans MAN í félagið. Tilboðið hljóðaði upp á 10,2 milljarða evrur eða um 942 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði lítillega

Heimsmarkaðverð á hráolíu hækkaði lítillega í rafrænum viðskiptum á markaði í Bandaríkjunum í dag. Búist er við nokkurri eftirspurn eftir eldsneyti vestanhafs um helgina en Þakkargjörðarhátíðin er nú að renna þar í garð. Verðið hefur lækkað um 23 prósent síðan það náði hámarki í júlí í sumar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hluthafar hindra yfirtöku á Aer Lingus

Sjóður í eigu starfsmannafélags írska flugfélagsins Aer Lingus, sem á stóran hlut í flugfélaginu, hefur fellt yfirtökutilboð írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair í félagið. Breska ríkisútvarpið segir sjóðinn geta komið í veg fyrir yfirtöku Ryanair á Aer Lingus.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sony innkallar stafrænar myndavélar

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur ákveðið að innkalla átta gerðir stafrænna myndavéla vegna galla í myndnema sem gerir það að verkum að notendur geta átt í erfiðleikum með að sjá á skjá vélarinnar þegar þeir taka myndir. Forsvarsmenn Sony hafa neitað að tjá sig um það hversu margar myndavélar verði innkallaðar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn...

„Þeir börðust við okkur um þorskinn og nú eru þeir að taka yfir verslunargöturnar, tónlistarvinsældarlistana, sjónvarpsskjáina og jafnvel fótboltafélögin okkar." Þannig hefst löng og ítarleg grein sem birtist í vefútgáfu The Independent í gær þar sem rakið er hvernig Íslendingar hafa skotið upp kollinum á ýmsum sviðum bresks þjóðlífs á undanförnum árum.

Viðskipti innlent