Viðskipti

Fréttamynd

Olíusjóður skilaði tapi

Lífeyrissjóður norska ríkisins, sem gjarnan er nefndur Norski olíusjóðurinn, tapaði 22 milljörðum norskra króna, tæpum 248 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Helsta ástæða tapsins er gengislækkun hlutabréfa í Japan og á nýmörkuðum. Þá á stýrivaxtahækkun heima fyrir hlut að máli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sveiflur eru á tryggingaálagi skuldabréfa

Töluverðar sveiflur hafa verið á tryggingaálagi á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna (CDS) undanfarna daga eftir að það lækkaði nokkuð hratt í byrjun mánaðarins og má ráða að þær hækkanir sem hafa orðið á hlutabréfamarkaði á liðnum dögum skýrist ekki af þróun tryggingaálags.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Avion kaupir í Advent Air

Avion Group hefur gert samning um kaup á fimm prósentum hlutafjár í ástralsk-asíska flugrekstrarfélaginu Advent Air. Kaupverð er tvö hundruð milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóðverjar svartsýnir

Væntingavísitalan í Þýskalandi féll um 20,7 punkta frá júlí og mælist mínus 5,6 stig í þessum mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár og benda niðurstöðurnar til að Þjóðverjar séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukið tap hjá Atlantic Petrolium

Færeyska olíufélagið Atlantic Petrolium, sem skráð er í Kauphöll Íslands, tapaði tæpum 6,4 milljónum danskra króna eða rúmum 77 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er um ellefu sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Laxaverðið lækkar enn

Verð á laxi lækkaði lítillega á erlendum mörkuðum í síðustu viku, fjórðu vikuna í röð. Verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi var 15 prósentum lægra í síðustu viku miðað við verðið í lok júní en þá náði það hámarki. Verðlækkunin kemur sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki á borð við Alfesca, sem er stór kaupandi að laxi, m.a. frá Noregi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ánægður með hagvöxt í Frakklandi

Hagvöxtur í Frakklandi jókst um 1,1 prósent í júní. Landsframleiðsa jókst um 0,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi og er búist við að framleiðslan aukist um 1,9 prósent á árinu. Thierry Breton, fjármálaráðherra landsins, er hæstánægður með aukninguna, sem er sú mesta í 20 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hraðbankar í Eystrasaltinu

Norrænu fjármálafyrirtækin Sampo og Nordea hafa tekið höndum saman um uppsetningu á hraðbankaneti (ATM) í Eystrasaltsríkjunum. Markmið bankanna er að annars vegar að efla þjónustu með bankakort og hins vegar auka þjónustu við viðskiptavini sína á þessu svæði. Stefnt er að því að setja upp fjögur hundruð hraðbanka í Eystrasaltsríkjunum, þar af helming í Litháen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HB Grandi á iSEC

Opnað verður fyrir viðskipti með bréf í HB Granda á iSEC markaði Kauphallarinnar annan október næstkomandi. Stjórn Kauphallarinnar hefur samþykkt beiðni HB Granda um að bréf félagsins verði afskráð af aðallista Kauphallarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afskráning HB Granda samþykkt

Kauphöll Íslands hefur samþykkt afskráningu hlutabréfa HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar. Bréfin verða afskráð eftir lokun viðskiptadags Kauphallarinnar 29. september næstkomandi. HB Grandi stefnir á skráningu á iSEC markaði Kauphallarinnar í október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði um dal

Hráolíuverð hækkað að jafnaði um einn bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sögð vera tilraunaskot Írana með skammdræga eldflaug á laugardag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methækkun á evrusvæðinu

Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent á öðrum ársfjórðungi innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta er 0,3 prósentustigum minni hækkun en á fyrsta ársfjórðungi 2006, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum OECD. Landsframleiðsla á evrusvæðinu hefur ekki verið meiri í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður umfram væntingar

Hagnaður Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþing hf., sem á og rekur Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands, nam 237,1 milljón króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður Kauphallar Íslands nam 172,9 milljónum króna sem er langt umfram áætlanir en gert hafði verið ráð fyrir tæplega 20 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan ágúst og gildir fyrir september, hækkaði um 0,49 prósent frá mánuðinum á undan. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 11,5 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 5 milljarða króna hagnaði á árinu

Hagnaður Icelandic Group nam 223 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum fjórðungi ársins nam 125 milljónum króna. Hátt hráefnisverð hafði meðal annars neikvæð áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja samstæðunnar á fyrri helmingi ársins en stefnt er að því að Icelandic Group skili 5 milljarða króna hagnaði á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá SS

Samstæða Sláturfélags Suðurlands tapaði 24,8 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði 182 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri félagsins segir að aðstæður á kjötmarkaði hafi einkennst af skort á nær öllum kjöttegundum. Reiknað er með því að framboð aukist á næstu sex mánuðum og muni velta félagsins vaxa við það.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snörp lækkun fasteignaverð

Íbúðaverð lækkaði um 1,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu á milli júní og júlí samkvæmt tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir ljóst að verðlækkun á íbúðamarkaði dragi úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Glitnir spáir 5 til 10 prósenta lækkun á íbúðaverði næstu 12 til 24 mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Næstmesta verðbólgan á Íslandi

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-löndunum var 102,4 stig í síðasta mánuði og er það 0,1 prósents lækkun frá fyrri mánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 105,7 stig og hafði hún hækkað um hækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Næstmesta verðbólgan var á Íslandi eða 6,3 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga lækkar á evrusvæðinu

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4 prósent í júlímánuði, sem er 0,1 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Hagfræðingar segja lækkunina þó líklega ekki koma í veg fyrir að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í október.

Viðskipti erlent