Viðskipti

Fréttamynd

Nýjar norrænar vísitölur

NOREX-kauphallirnar í Reykjavík, Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki hafa ákveðið að setja á stofn nýjar norrænar vísitölur, VINX-vísitölurnar. Er þeim ætlað að endurspegla norræna hlutabréfamarkaðinn á áreiðanlegan hátt og varpa ljósi á fjárfestingartækifæri á honum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jyske Bank fer milliveginn

Jyske Bank mælir ekki með kaupum í krónubréfum miðað við núverandi vaxtamun og gengi krónunnar. Bankinn fjallar nokkuð ítarlega um Ísland í gær í riti sínu Emerging Markets Daily.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekkert félag í sömu aðstöðu og Síminn

Umkvartanir Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Símans, meðal annars um að Dagsbrún hafi skert virka samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði með heimild Samkeppniseftirlitsins, koma Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra Dagsbrúnar, spánskt fyrir sjónir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn undirbýr útrás

Síminn hefur til skoðunar fjölmörg tækifæri erlendis til ytri vaxtar. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn. Á þessu stigi er ekki unnt að segja annað en að við munum vanda valið vel og gefa okkur þann tíma sem þarf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr forstjóri Icelandic Group

Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group. Björgólfur hefur síðustu mánuði unnið sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandic Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður General Mills jókst

Hagnaður bandaríska matvælafyrirtækisins General Mills Inc. nam 246 milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi 2005 og er það 7 prósenta hækkun frá árinu á undan. Hagnaðurinn er umfram væntingar fjármálasérfræðinga á Wall Street.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Telja aðstæður í efnahagslífinu góðar

Niðurstöður úr nýrri könnun IMB Gallup, fjármálaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands, um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi benda til að 75 prósent forráðamenn fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Einungis 11 prósent sögðu horfurnar slæmar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launahækkun hjá Deutsche Bank

Deutsche Bank, stærsti banki Þýsklands, greindi frá því í dag að laun stjórnarmanna bankans hefðu numið 28,7 milljón evrum á síðasta ári. Það er 14 prósenta hækkun á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Mosfellsbæjar 514 milljónir

Mosfellsbær var rekinn með 514 milljón króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta í ársreikningum bæjarins. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 542 millj.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 680 millj.kr. á móti 600 millj.kr. í A hluta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Bertelsmanns jókst

Hagnaður þýsku fjölmiðlasamsteypunnar Bertelsmann AG jókst um 12,7 prósent á síðasta ári. Aukningin er að mestu komnar frá sjónvarpsdeild samsteypunnar, vegna sölu á nýjustu skáldsögu spennusagnahöfundarinnar John Grisham og útgáfu á nýju bílablaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu lítillega í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag, annan daginn í röð. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 6,11 punkta eða 0,04 prósent. Í gær lækkuðu bréfin hins vegar um 0,78 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dagsbrún kaupir 51 prósent í Kögun

Skoðun ehf., sem er í 100 prósent eigu Dagsbrúnar hf., hefur eignast 51 prósent hlutafjár í Kögun hf. Félagið mun leggja fram yfirtökutilboð til hluthafa Kögunar hf. í samræmi við ákvæði um verðbréfaviðskipti, að því er fram kemur í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag m.a. vegna óvissu um yfirvofandi hækkun stýrivaxta. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 129,32 punkta eða 0,78 prósent. Síðustu tvo viðskiptadaga hafði vísitalan hækkað um samtals 3,3 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Innlend áhætta er minnsti hlutinn

Ljóst er að starfsemi fjármálafyrirtækja hér stendur traustum fótum, segja Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og benda á að næmni lánveitinga fjármálakerfisins fyrir sveiflum í íslenska hagkerfinu minnki eftir því sem atvinnulífið verði alþjóðlegra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Misvinsæl hlutabréf

Hlutabréf í Fiskeldi Eyjafjarðar voru þau hlutabréf sem fóru sjaldnast í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands á síðasta ári, aðeins þrisvar sinnum, og námu heildarviðskiptin alls 145 þúsund krónum. Til samanburðar voru 14.866 viðskipti með hlutabréf í KB banka í fyrra samkvæmt árbók Kauphallarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Danske Bank spáir kreppu hér á árinu

Yfirvofandi er efnahagskreppa á Íslandi og samdráttur í hagvexti, ef marka má nýja greiningu Danske Bank. Óvenjulegt plagg með nálægt því rætnum vangaveltum, segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur. Krónan og hlutabréf lækkuðu í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Einn dalur á hvern haus

Fyrir aðalfund hátæknifyrirtækisins Flögu Group, sem er skráð í Kauphöllina, liggur fyrir tillaga að stjórnarmenn fái einn Bandaríkjadal í laun fyrir störf sín á síðasta ári. Einn dalur samsvarar um sjötíu krónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegurinn vanmetinn

Framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu er mun meira en þjóðhagsreikningar gefa til kynna og er þýðing hans fyrir íslenskt hagkerfi vanmetið í opinberum gögnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupir í Camillo Eitzen

Straumur-Burðarás er orðinn þriðji stærsti hluthafinn í skipafélaginu Camillo Eitzen (CECO) sem er skráð í Kauphöllina í Osló. Markaðsverð félagsins er rétt um 27 milljarðar króna þannig að fimm prósenta hlutur Straums er um 1,4 milljarða virði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingar fá 43 milljónir

Norræni fjárfestingarbankinn skilaði fjórtán milljarða króna hagnaði á síðasta ári sem samsvarar 165 milljónum evra. Dróst hagnaður saman um sjö milljónir evra frá árinu áður vegna lækkunar á markaðsvirði hlutabréfa í eigu bankans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minni karfakvóti

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um að úthafskarfakvótinn á yfirstandandi almanaksári verði 28,6 þúsund tonn. Þetta er 17 prósentum minna en á síðasta ári en kvótinn stóð í 55.000 tonnum í nokkur ár þar á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir birtir róandi upplýsingar

Glitnir hefur fetað í fótspor KB banka og Landsbankans og sent frá sér frekari upplýsingar um fjármögnun og fjármögnunarþörf bankans. Er því ætlað að varpa ljósi á stöðu Glitnis og leiðrétta misskilning sem gætt hefur í umræðu um fjármögnun bankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhlaup á bankana

Þegar greiningardeild Merril Lynch gaf út skýrslu um íslensku bankana þann 7. mars hófst atburðarrás sem stóð í 10 daga og verður ekki líkt við neitt annað en bankaáhlaup (e. bank run), segir Ágeir Jónsson, hagfræðingur í grein sem hann ritar í Markaðinn í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engar óeðlilegar greiðslur

Á aðalfundi FL Group spurði Vilhjálmur Bjarnason hluthafi hvort þriggja milljarða greiðsla hefði verið millifærð af reikningum fyrirtækisins í lok júní í þágu annarra aðila en félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

deCode borgaði Kára 63 milljónir

Launagreiðslur, auk bónusa og fríðinda, til dr. Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, námu 63,3 milljónum króna á síðasta ári, rúmri einni milljón Bandaríkjadala.

Viðskipti innlent