Viðskipti erlent

Jyske Bank fer milliveginn

Jyske Bank er með starfsemi víða í Evrópu. Hér getur að líta starfsstöðina við Vesterbrogade í Kaupmannahöfn.
Jyske Bank er með starfsemi víða í Evrópu. Hér getur að líta starfsstöðina við Vesterbrogade í Kaupmannahöfn.
Jyske Bank mælir ekki með kaupum í krónubréfum miðað við núverandi vaxtamun og gengi krónunnar. Bankinn fjallar nokkuð ítarlega um Ísland í gær í riti sínu Emerging Markets Daily.

Í ritinu er haft orð á áhrifum undanfarinnar umfjöllunar um íslenska hagkerfið og bankana og hvatt til þess að einblína ekki um of á slík sjálfbær neikvæð skrif. Landið getur rétt við skekkjur í hagkerfinu með styrkari hagstjórn, sem aftur myndi hjálpa krónunni.

Jyske Bank notar sem dæmi svarta skýrslu Danske Bank og rekur rangfærslur í henni sem Ásgeir Jónsson, aðalhagfræðingur Kaupþings banka, hafi hrakið. Með þessu sýnum við að stórkostlegur munur er á því hvernig erlendir og íslenskir bankar meta stöðuna. Er sannleikann að finna þar á milli? spyr Jyske Bank í riti sínu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×