Viðskipti Alþingi samþykkti upprunalega áætlun um Icesave Alþingi samþykkti á föstudag þingsályktun sem heimilar ríkisstjórninni að ganga til samninga um Icesave málið. Forsenda þeirra viðræðna er að Íslendingar ábyrgist innistæður á reikningum upp að 20.887 evrum á hvern reikning. Málið tengist náið efnahagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum þjóðum. En sem kunnugt er fékkst sú aðstoð ekki fyrr en Icesave málinu var landað. Viðskipti innlent 9.12.2008 18:04 Heilræði Schraders eiga sérstakt erindi nú Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Viðskipti innlent 9.12.2008 18:04 Bakkabræður forðuðu þroti Existu Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Viðskipti innlent 9.12.2008 18:04 Exista á 10 aura og - Straumur á rúman túkall Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 97,8 prósent og bréf Straums 64,7 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Viðskipti með bréf beggja félaga hafa verið á salti í rúma tvö mánuði. Viðskipti innlent 9.12.2008 09:54 Obama kætir bandaríska fjárfesta Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. Viðskipti erlent 8.12.2008 21:13 Century Aluminum hækkar um fimmtung Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, stökk upp um 19,85 prósent í Kauphöllinni á miklum uppsveifludegi í dag. Á eftir fylgdu bréf Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 9,65 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 8 prósent, Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,66 prósent og Össur, en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,17 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,76 prósent. Viðskipti innlent 8.12.2008 16:39 Eyrir tapaði engu á bönkunum, NBI orðinn hluthafi Eyrir Invest varð ekki fyrir skakkaföllum af völdum bankahrunsins í byrjun október. Félagið hefur náð samkomulagi um að taka yfir hlut Nýja Landsbankans (NIB) í London Acquisition í hollensku iðnsamsteypunni Stork. Félagið er í eigu Landsbankans, Eyris og breska fjárfestingafélagsins Candover. Viðskipti innlent 8.12.2008 14:44 Marel rýkur upp í morgunsárið Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur rokið upp um 4,14 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur, sem hefur hækkað um 1,67 prósent. Þá hefur gengi Bakkavarar hækkað um 0,67 prósent. Viðskipti innlent 8.12.2008 10:15 Fjárfestar bjartsýnni á afkomu fjármálafyrirtækja Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurra sveiflna þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist vestra á milli mánaða í nóvember. Atvinnuleysi er komið í 6,7 prósent, sem er rétt undir svörtustu spám. Viðskipti erlent 5.12.2008 22:07 Bakkavör hækkar - annað á niðurleið Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,74 prósent í Kauphöllinni það sem af er dags. Gengi bréfanna hefur rokið upp síðasta mánuðinn, eða um 80 prósent. Viðskipti innlent 5.12.2008 10:29 Dollarinn kominn undir 130 krónur Gengisvísitala krónunnar hefur styrkst um fimm prósent á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur hún í 218 stigum. Þessu samkvæmt hefur gengið styrkst um þrettán prósent frá því krónunni var fleytt í gær. Viðskipti innlent 5.12.2008 10:08 Líkur á auknu atvinnuleysi í Bandaríkjunum Eftir tiltölulega rólegan dag á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag tók gengið dýfu skömmu fyrir lokun viðskipta. Tölur um atvinnuleysi vestra í síðasta mánuði verða birtar á morgun og skýrir það dýfuna að mestu. Viðskipti erlent 4.12.2008 22:10 Krónan styrktist um tæp fjögur prósent Gengi krónunnar styrktist um tæp 3,9 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og endaði gengisvísitalan í 239,94 stigum. Þegar mest lét styrkist hún um rúm sex prósent. Viðskipti innlent 4.12.2008 17:02 Atorka rauk upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Atorku rauk upp um 30,9 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Hafa ber í huga að aðeins þrjú viðskipti upp á rúmar 203 þúsund krónur standa á bak við stökkið. Viðskipti innlent 4.12.2008 16:45 Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti Evrópski seðlabankinn hefur fetað í fótspor seðlabanka Englands og Svíþjóðar og lækkað stýrivexti. Vextirnir fara við þetta úr 3,25 prósentum í 2,5 prósent. Viðskipti erlent 4.12.2008 13:11 Breskir stýrivextir ekki lægri í 314 ár Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína um 100 punkta og fara vextirnir við það úr þremur prósentum í tvö. Þeir voru síðast lækkaðir svo mikið í einu skrefi árið 1939, eða um svipað leyti og seinni heimsstyrjöldin skall á. Viðskipti erlent 4.12.2008 12:12 Velkomin til Austur-Þýskalands Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,18 prósent frá því hún var sett á flot í morgun og hangir gengisvísitalan við 250 stigin. Skilaskylda setur mark sitt á viðskipti með krónuna, sem eru aðeins brot af því sem var fyrir bankahrunið. Viðskipti innlent 4.12.2008 10:18 Þrjú viðskipti í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur lækkað um 0,98 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í dag. Þá fylgir Bakkavör fast á eftir með 0,61 prósent lækkun. Viðskipti innlent 4.12.2008 10:15 Bankarnir taka lyklavöldin af Merckle Þýski milljarðamæringurinn Adolf Merckle hefur látið lyklavöldin á fyrirtækjasamstæðum sínum hendur viðskiptabanka fyrirtækisins. Ástæðan er skuldafen sem fyrirtækið sök í eftir að það reyndi að skortselja hlutabréf í Volkswagen. Viðskipti erlent 4.12.2008 09:33 Svíar lækka stýrivexti Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 175 punkta í dag og fara stýrivextir við það úr 3,75 prósentum í tvö. Þetta er langt umfram væntingar. Financial Times reiknar með hrinu stýrivaxtalækkana í Evrópu í dag. Viðskipti erlent 4.12.2008 09:09 Bandarískir bílaframleiðendur eygja von Gengi hlutabréfa hækkaði undir lok viðskiptadagsins í Bandaríkjunum en fjárfestar þykja bjartsýnir á að stjórnvöld vestra komi bílaframleiðendum til bjargar úr þeim fjárhagskröggum sem þeir sitja fastir í. Verði ekkert að gert hafa stjórnendur fyrirtækjanna lýst því yfir að fátt komi í veg fyrir að þau keyri í þrot á nýju ári. Viðskipti erlent 3.12.2008 21:43 Bakkavör hækkast mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,21 prósent í Kauphöllinni í fjórum viðskiptum upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er mesta og önnur hækkun dagsins en á hæla félagsins fylgir Færeyjabanki, sem hefur hækkað um 1,54 prósent. Viðskipti innlent 3.12.2008 10:13 Morðgátan um Kaupþing Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Skoðun 2.12.2008 18:23 Tólf spor í rétta átt Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Skoðun 2.12.2008 18:23 Evruskráning tefst enn um sinn „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Viðskipti innlent 2.12.2008 18:23 Marel hækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,83 prósent, í stoðtækjaframleiðandanum Össur um 1,22 prósent og í Bakkavör 0,88 prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins. Viðskipti innlent 2.12.2008 10:32 Talsvert fall á bandarískum hlutabréfamörkuðum Snörp lækkun hefur verið á hlutabréfum frá því viðskipti hófust í Bandaríkjunum í dag. Helsta ástæðan fyrir fallinu er staðfesting bandarísku hagstofunnar á því að kreppa hafi byrjað í Vesturheimi fyrir ári og standi enn yfir. Viðskipti erlent 1.12.2008 18:35 Kauphallarmínus á mánudegi Gengi hlutabréfa í Atorku Group féllu um 32,58 prósent í einum kaupum upp á rúmar 401 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Samkvæmt uppgjöri félagsins á föstudag tapaði Atorka 2,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 1.12.2008 10:12 Ryanair skoðar aftur yfirtöku á Aer Lingus Stjórnendur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair áforma að leggja fram tilboð í landa þeirra, Aer Lingus. Verði tilboðið að veruleika er þetta í annað sinn á tveimur árum sem Ryanair reynir við Aer Lingus en það lagði fram yfirtökutilboð í flugfélagið í kringum áramótin 2006. Viðskipti erlent 1.12.2008 09:43 Gjaldeyrisreglur Seðlabankans endurskoðaðar - ekki lögin Endurskoðun stendur til á reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál en ekki á lögunum sem slíkum. Þetta segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Viðskipti innlent 1.12.2008 09:29 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 223 ›
Alþingi samþykkti upprunalega áætlun um Icesave Alþingi samþykkti á föstudag þingsályktun sem heimilar ríkisstjórninni að ganga til samninga um Icesave málið. Forsenda þeirra viðræðna er að Íslendingar ábyrgist innistæður á reikningum upp að 20.887 evrum á hvern reikning. Málið tengist náið efnahagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum þjóðum. En sem kunnugt er fékkst sú aðstoð ekki fyrr en Icesave málinu var landað. Viðskipti innlent 9.12.2008 18:04
Heilræði Schraders eiga sérstakt erindi nú Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Viðskipti innlent 9.12.2008 18:04
Bakkabræður forðuðu þroti Existu Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Viðskipti innlent 9.12.2008 18:04
Exista á 10 aura og - Straumur á rúman túkall Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 97,8 prósent og bréf Straums 64,7 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Viðskipti með bréf beggja félaga hafa verið á salti í rúma tvö mánuði. Viðskipti innlent 9.12.2008 09:54
Obama kætir bandaríska fjárfesta Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. Viðskipti erlent 8.12.2008 21:13
Century Aluminum hækkar um fimmtung Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, stökk upp um 19,85 prósent í Kauphöllinni á miklum uppsveifludegi í dag. Á eftir fylgdu bréf Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 9,65 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 8 prósent, Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,66 prósent og Össur, en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,17 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,76 prósent. Viðskipti innlent 8.12.2008 16:39
Eyrir tapaði engu á bönkunum, NBI orðinn hluthafi Eyrir Invest varð ekki fyrir skakkaföllum af völdum bankahrunsins í byrjun október. Félagið hefur náð samkomulagi um að taka yfir hlut Nýja Landsbankans (NIB) í London Acquisition í hollensku iðnsamsteypunni Stork. Félagið er í eigu Landsbankans, Eyris og breska fjárfestingafélagsins Candover. Viðskipti innlent 8.12.2008 14:44
Marel rýkur upp í morgunsárið Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur rokið upp um 4,14 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur, sem hefur hækkað um 1,67 prósent. Þá hefur gengi Bakkavarar hækkað um 0,67 prósent. Viðskipti innlent 8.12.2008 10:15
Fjárfestar bjartsýnni á afkomu fjármálafyrirtækja Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurra sveiflna þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist vestra á milli mánaða í nóvember. Atvinnuleysi er komið í 6,7 prósent, sem er rétt undir svörtustu spám. Viðskipti erlent 5.12.2008 22:07
Bakkavör hækkar - annað á niðurleið Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,74 prósent í Kauphöllinni það sem af er dags. Gengi bréfanna hefur rokið upp síðasta mánuðinn, eða um 80 prósent. Viðskipti innlent 5.12.2008 10:29
Dollarinn kominn undir 130 krónur Gengisvísitala krónunnar hefur styrkst um fimm prósent á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur hún í 218 stigum. Þessu samkvæmt hefur gengið styrkst um þrettán prósent frá því krónunni var fleytt í gær. Viðskipti innlent 5.12.2008 10:08
Líkur á auknu atvinnuleysi í Bandaríkjunum Eftir tiltölulega rólegan dag á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag tók gengið dýfu skömmu fyrir lokun viðskipta. Tölur um atvinnuleysi vestra í síðasta mánuði verða birtar á morgun og skýrir það dýfuna að mestu. Viðskipti erlent 4.12.2008 22:10
Krónan styrktist um tæp fjögur prósent Gengi krónunnar styrktist um tæp 3,9 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og endaði gengisvísitalan í 239,94 stigum. Þegar mest lét styrkist hún um rúm sex prósent. Viðskipti innlent 4.12.2008 17:02
Atorka rauk upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Atorku rauk upp um 30,9 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Hafa ber í huga að aðeins þrjú viðskipti upp á rúmar 203 þúsund krónur standa á bak við stökkið. Viðskipti innlent 4.12.2008 16:45
Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti Evrópski seðlabankinn hefur fetað í fótspor seðlabanka Englands og Svíþjóðar og lækkað stýrivexti. Vextirnir fara við þetta úr 3,25 prósentum í 2,5 prósent. Viðskipti erlent 4.12.2008 13:11
Breskir stýrivextir ekki lægri í 314 ár Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína um 100 punkta og fara vextirnir við það úr þremur prósentum í tvö. Þeir voru síðast lækkaðir svo mikið í einu skrefi árið 1939, eða um svipað leyti og seinni heimsstyrjöldin skall á. Viðskipti erlent 4.12.2008 12:12
Velkomin til Austur-Þýskalands Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,18 prósent frá því hún var sett á flot í morgun og hangir gengisvísitalan við 250 stigin. Skilaskylda setur mark sitt á viðskipti með krónuna, sem eru aðeins brot af því sem var fyrir bankahrunið. Viðskipti innlent 4.12.2008 10:18
Þrjú viðskipti í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur lækkað um 0,98 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í dag. Þá fylgir Bakkavör fast á eftir með 0,61 prósent lækkun. Viðskipti innlent 4.12.2008 10:15
Bankarnir taka lyklavöldin af Merckle Þýski milljarðamæringurinn Adolf Merckle hefur látið lyklavöldin á fyrirtækjasamstæðum sínum hendur viðskiptabanka fyrirtækisins. Ástæðan er skuldafen sem fyrirtækið sök í eftir að það reyndi að skortselja hlutabréf í Volkswagen. Viðskipti erlent 4.12.2008 09:33
Svíar lækka stýrivexti Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 175 punkta í dag og fara stýrivextir við það úr 3,75 prósentum í tvö. Þetta er langt umfram væntingar. Financial Times reiknar með hrinu stýrivaxtalækkana í Evrópu í dag. Viðskipti erlent 4.12.2008 09:09
Bandarískir bílaframleiðendur eygja von Gengi hlutabréfa hækkaði undir lok viðskiptadagsins í Bandaríkjunum en fjárfestar þykja bjartsýnir á að stjórnvöld vestra komi bílaframleiðendum til bjargar úr þeim fjárhagskröggum sem þeir sitja fastir í. Verði ekkert að gert hafa stjórnendur fyrirtækjanna lýst því yfir að fátt komi í veg fyrir að þau keyri í þrot á nýju ári. Viðskipti erlent 3.12.2008 21:43
Bakkavör hækkast mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,21 prósent í Kauphöllinni í fjórum viðskiptum upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er mesta og önnur hækkun dagsins en á hæla félagsins fylgir Færeyjabanki, sem hefur hækkað um 1,54 prósent. Viðskipti innlent 3.12.2008 10:13
Morðgátan um Kaupþing Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Skoðun 2.12.2008 18:23
Tólf spor í rétta átt Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Skoðun 2.12.2008 18:23
Evruskráning tefst enn um sinn „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Viðskipti innlent 2.12.2008 18:23
Marel hækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,83 prósent, í stoðtækjaframleiðandanum Össur um 1,22 prósent og í Bakkavör 0,88 prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins. Viðskipti innlent 2.12.2008 10:32
Talsvert fall á bandarískum hlutabréfamörkuðum Snörp lækkun hefur verið á hlutabréfum frá því viðskipti hófust í Bandaríkjunum í dag. Helsta ástæðan fyrir fallinu er staðfesting bandarísku hagstofunnar á því að kreppa hafi byrjað í Vesturheimi fyrir ári og standi enn yfir. Viðskipti erlent 1.12.2008 18:35
Kauphallarmínus á mánudegi Gengi hlutabréfa í Atorku Group féllu um 32,58 prósent í einum kaupum upp á rúmar 401 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Samkvæmt uppgjöri félagsins á föstudag tapaði Atorka 2,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 1.12.2008 10:12
Ryanair skoðar aftur yfirtöku á Aer Lingus Stjórnendur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair áforma að leggja fram tilboð í landa þeirra, Aer Lingus. Verði tilboðið að veruleika er þetta í annað sinn á tveimur árum sem Ryanair reynir við Aer Lingus en það lagði fram yfirtökutilboð í flugfélagið í kringum áramótin 2006. Viðskipti erlent 1.12.2008 09:43
Gjaldeyrisreglur Seðlabankans endurskoðaðar - ekki lögin Endurskoðun stendur til á reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál en ekki á lögunum sem slíkum. Þetta segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Viðskipti innlent 1.12.2008 09:29