Viðskipti

Fréttamynd

Tveggja milljarða hagnaður

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 2.247 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur ársfjórðungunum sem er metafkoma. Hagnaðurinn á tímabilinu jókst um fimm prósent ef miðað er við sama tímabil í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

VÍS kaupir breskt tryggingafyrirtæki

Vátryggingafélag Íslands hf., VÍS, keypti í dag 54% hlutafjár í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd., og er þar með fyrst íslenskra tryggingafélaga til að eignast meirihluta í erlendu tryggingafélagi.

Innlent
Fréttamynd

Gefa ekki rétta mynd af hagnaðinum

Kaupréttarsamningarnir geta orðið til þess að hagnaðartölur gefi ekki rétta mynd af afkomu fyrirtækja þar sem þeir koma ekki fram í bókhaldi. Þarna getur munað tugum prósenta.

Innlent
Fréttamynd

Of fjarskipti tryggja sér Kall

Og fjarskipti hafa tryggt sér allt hlutafé í færeyska fjarskiptafyrirtækinu Kalli p/f og ræður því yfir öllum hlutum í félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Hlutafjáraukning hjá FL Group

Hlutafé í FL Group verður aukið um fjörutíu og fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Þar með er talið hlutafé sem afhent verður sem hluti kaupverðs í skiptum fyrir hluti í Sterling flugfélaginu. Viðskiptavakt verður bæði í Landsbankanum og Kaupþingi banka.

Innlent
Fréttamynd

Krónan hækkaði um 1,18%

Krónan hækkaði um 1,18 prósent í miklum viðskiptum í gær og hefur þannig unnið upp lækkunina sem varð í síðustu viku. Vísitala krónunnar er nú 101,2 og hefur krónan aðeins einu sinni áður mælst sterkari.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítil svör um kaupin á Sterling

Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, fékk lítil svör við spurningum sínum um kaupin á Sterling á hluthafafundi FL Group í dag. Hann ætlar að bera spurningarnar upp aftur og aftur þar til fullnægjandi svör hafa fengist.

Innlent
Fréttamynd

Sljóleiki gagnvart ofurkjörum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að kaupréttarsamningar helstu stjórnenda Kaupþings banka orki tvímælis en þeir séu ekki einangrað tilvik, svona samningar séu mun útbreiddari en áður.

Innlent
Fréttamynd

Actavis setur þunglyndislyf á markað

Actavis hefur sett þunglyndislyfið Sertraline á markað í 14 löndum Evrópu eftir að einkaréttur á framleiðslu lyfsins rann út þar. Í tilkynningu frá Actavis kemur fram að lyfið sé framleitt í verksmiðjum hér á landi og á Möltu og sé í töflu- og hylkjaformi. Um sé að ræða mestu markaðssetningu Actavis á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnast um 800 milljónir

Sjö stjórnendur hjá KB banka hagnast um nærri því 769 milljónir króna ákveði þeir að selja hluti sem þeir fengu samkvæmt kaupréttarsamningi árið 2000. Markaðsvirði hlutanna er samkvæmt gengi KB banka í gær um 929 milljónir króna en þeir voru keyptir á genginu 102,5 en gengi bréfa í KB banka var 596 krónur á hvern hlut í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eyðsla fólks í ágúst á við jólamánuð í fyrra

Íslendingar eyddu hærri upphæð í ágúst síðastliðnum en fyrir jólin í fyrra. Eyðsla fyrstu níu mánuði ársins hefur aldrei verið eins mikil og í ár. Reikna má með um fjögurra milljarða króna meiri eyðslu fyrir næstu jól en síðustu.

Innlent
Fréttamynd

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið hefur fyrirtækið staðfest lánshæfiseinkunnina A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og segir að horfur um lánshæfismat séu stöðugar.

Innlent
Fréttamynd

66 milljarða hagnaður

Hagnaður viðskiptabankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins nam 66 milljörðum króna.Bankarnir hafa því hagnast um 240 milljónir á hverjum degi tímabilsins. KB banki og Landsbankinn birtu uppgjör sín í gær. KB banki hefur hagnast mest, um 34,5 milljarða frá áramótum til loka september, sem er aðeins meira en hagnaður allra bankanna fyrir sama tímabil í fyrra. Heildareignir bankanna eru nú 4.700 milljarðar króna, um fimmföld landsframleiðsla þjóðarinnar. Þær hafa aukist um 3.600 milljarða frá ársbyrjun. Eigið fé bankanna er tæpir 350 milljarðar króna, sem er ríflega fjárlög íslenska ríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagkerfið komið að ystu mörkum

Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur íslenska hagkerfið komið að þolmörkum varðandi útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum en hún fór yfir hundrað milljarða króna í gær. Hann segir þó ástandið ekki alslæmt.

Innlent
Fréttamynd

Eru engin takmörk?

Sérfræðinga í peningamálum greinir á um hvað íslenska hagkerfið þolir mikla útgáfu erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum. Forstöðumaður Hagfræðistofnunnar telur að útgáfan sé komin að þolmörkum hagkerfisins, en sérfræðingur KB banka segir að í raun séu engin takmörk fyrir útgáfunni.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt skipurit hjá Samskipum

Nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá Samskipum á Íslandi og hafa um leið tveir nýir framkvæmdastjórar verið ráðnir til starfa. Rekstur Samskipa byggist nú á fimm sviðum í stað þriggja áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ótrúlegar skýringar segir Byko

"Okkur finnst gróf­lega brotið á rétti okkar," segir Ingvar Sverris­son, annar fram­kvæmda­stjóra Góðs fólks. "Með ólík­in­dum er að tveir risar á bygg­inga­vöru­markaði skuli koma fram með ná­kvæm­lega sömu hug­mynd­ina á sama tíma." Hann segir fyrirtækið hafa lagst yfir að kanna allt upplýsingaöryggi hjá sér og hefur ekki útlilokað að málið verði kært.

Innlent
Fréttamynd

Gæti skipt um flugvöll ytra

Flugfélagið Sterling gæti innan skamms hætt að fljúga til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Í staðinn verði Malmö-flugvöllur notaður fyrir starfsemi flug­félagsins líkt og lággjaldaflugfélagið Ryanair gerir. Þessu lýsti Hannes Smárason, forstjóri FL Group, yfir í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestingarsjóður Kaupþings í Svíþjóð fær viðvörun

Fjárfestingarsjóður Kaupþings í Svíþjóð, Kaupþing Fonder, hefur fengið viðvörun frá sænska fjármálaeftirlitinu, samkvæmt frétt í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í dag. Sjóðurinn er sakaður um að hafa dregið taum stórs hluthafa á kostnað annarra og að hafa lagt rangt mat á hluthafaeign.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skuldabréfa útgáfa erlendis í íslenskum krónum nálgast þolmörk

Útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum erlendis er komin nálægt þolmörkum íslenska hagkerfisins að sögn Tryggvs Þórs Herbertsson, forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Útgáfan er nú komin í eitt hundrað milljarða króna eða sem nemur einum þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Eiga kost á störfum erlendis

Þeim 40 starfsmönnum sem sagt hefur verið upp störfum hjá Flögu Medcare munu fá aðstoð við að leita sér að nýrri vinnu. Starfsmannastjóri fyrirtækisins útilokar ekki að sumir muni eiga þess kost að vinna hjá höfðuðstöðvum fyrirtækisins erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Gengi hlutabréfa Flögu Group hf. hefur hríðfallið

Gengi hlutabréfa Flögu Group hf. hafa hríðfallið, eða um nær helming á síðasta árið og náðu hlutabréfin lágmarki fyrr í mánuðinum. Afkoma fyrirtækisins hefur farið versnandi á síðustu árum og áætlanir um bætta afkomu hafa ekki gengið eftir.

Innlent
Fréttamynd

Öflun kaupir stærsta seljanda Apple á Norðurlöndum

Öflun ehf., sem er með umboð fyrir Apple á Íslandi, hefur keypt 37,8 prósenta hlut í norska fyrirtækinu Office Line sem skráð er í kauphöllinni í Ósló. Office Line rekur sjö verslanir og þrettán söluskrifstofur í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi og er stærsti seljandi Apple-vara á Norðurlöndum, einkum til fyrirtækja og stofnana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsemi Medcare færð úr landi

Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare-Flögu úr landi og styrkja starfsemi félagsins í Bandaríkjunum og á Evrópumarkaði. Hátt í 40 starfsmönnum hér á landi verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót og hefur það verið tilkynnt á starfsmannafundum.

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa fengið margar fyrirspurnir

Flugfélagið Iceland Express er komið á söluskrá og hefur fyrirtækjasviði Kaupþings banka verið falið að annast söluna. Annar eigenda félagsins segist hafa fengið margar fyrirspurnir um félagið.

Innlent
Fréttamynd

40 starfsmönnum Medcare sagt upp

Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare utan og verður hátt í 40 starfsmönnum hér á landi sagt upp. Búið er að tilkynna um yfirvofandi uppsagnir á starfsmannafundum.

Innlent