Viðskipti

Fréttamynd

2,4 prósenta hagvöxtur í Þýskalandi

Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi samanborið við 0,3 prósent í fjórðungnum á undan. Þetta jafngildir því að hagvöxtur jókst um 2,4 prósent í Þýskalandi á árinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fasteignagullæðið búið

Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn titrar fjármálaheimurinn

Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hneyksli skekur Ericsson

Hlutabréf í sænska símafyrirtækinu Ericsson hefur fallið um 5,13 prósent kauphöllinni í Stokkhólmi í dag í kjölfar afkomuviðvörunar og hneykslismáls sem fjallað er um í sænskum fjölmiðlum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rauð opnun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 2,57 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu stendur í 26,55 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan snemma í febrúar á þessu ári. Gengi annarra félaga hefur lækkað sömuleiðis, helst í fjármálafyrirtækjum, en ekkert hækkað á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Spalar eykst milli ára

Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöng, hagnaðist um 112 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem er síðasti fjórðungur ársins í bókum félagsins. Til samanburðar var hagnaður inn 153 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snörp lækkun á hlutabréfamörkuðum

Snörp lækkun var á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir að oliuverð fór í hæstu hæðir og gengi bandaríkjadals lækkaði frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Allir markaðirnir stóðu á rauðu í dag. Eini fjármálamarkaðurinn þar sem fjárfestar gátu andað léttar var í kauphöllinni í Karachi í Pakistan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mjög dró úr hagnaði Icebank

Hagnaður Icebank nam rúmum 64.8 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við rúma 4,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar rúmum 4,2 milljörðum króna samanborið við 6,2 milljarða á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Gengi krónunnar féll við þetta um tvö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur í Kauphöllinni

Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa eftir sem leið á morguninn og snéru flest fyrirtæki úr lækkanaferli í hækkun, ekki síst fjármálafyrirtækin, sem hafa hækkað lítillega eða staðið í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum hefur flugið á ný

Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur hækkað um rúm átta prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þetta er annar hækkunardagur félagsins í Kauphöllinni eftir um næstum þriðjungslækkun í síðustu viku. Þá hefur gengið Straums hækkað í Kauphöllinni eftir að viðskipti hófust. Önnur félög hafa ýmist staðið í stað eða lækkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan féll undir 7.000 stigin

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag. Hún stendur í 6.955 stigum og hefur ekki verið jafn lág síðan seint í janúar. Gengi fjármálafyrirtækja hefur hríðfallið það sem af er dags, mest í Straumi og Exista en gengi beggja hefur fallið um rúm fimm prósent. Gengi Straums hefur ekki verið lægra síðan í ágúst á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum hækkar eftir fall

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 5,5 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag eftir tæplega þriðjungsfall í síðustu viku. Einungis tvö önnur félög hafa hækkað á sama tíma en fimm lækkað, þar af mest í FL Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tæp þriðjungslækkun í vikunni

Gengi hlutabréfa í Atlantic Petroleum hélt áfram að lækka í dag eftir breytt verðmat á félaginu í byrjun vikunnar en nú fór það niður um níu prósent. Gengið fór hæst í 2.433 stig á mánudag en stendur nú í 1.692 stigum sem jafngildir því að gengið hefur fallið um tæp 30 prósent á þremur dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Icelandic Group undir væntingum

Icelandic Group tapaði rúmum 2,5 milljónum evra, jafnvirði rúmra 220 milljóna íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 953 þúsunda evra hagnað á sama tíma í fyrra. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, segir áætlanir um hagræðingu og rekstrarhagnað á árinu ekki hafa gengið eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SPRON opnar skrifstofu í Berlín

SPRON Verðbréf dótturfélag SPRON hf., hefur opnað skrifstofu í Berlín og hefur ásamt íslenskum fjárfestum keypt 430 íbúðir þar í borg fyrir fimm og hálfan milljarð króna. Hlutverk skrifstofunnar er að veita ráðgjöf og annast fjárfestingar í fasteignum og fyrirtækjum í Þýskalandi, sem og á nálægum svæðum og bæta með því enn frekar þjónustu við einka- og fyrirtækjafjárfesta á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Gengi nær allra fjármálafyrirtækja lækkaði í kringum eitt til rúmlega tvö prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mest var lækkun á gengi bréfa í Föroya banka, sem fór niður um 2,93 prósent. Næst á eftir fylgdu bréf í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem féll hratt við upphaf dags en jafnaði sig eftir því sem á leið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá J. C. Penny

Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar J.C. Penny nam 261 milljón dala, jafnvirði 15,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 287 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er níu prósenta samdráttur á milli ára. Stjórnendur verslunarinnar segja sölu hafa dregist saman á fjórðungnum og séu horfur á að efnahagurinn muni versna frekar á yfirstandandi fjórðungi þar sem ljóst þyki að neytendur haldi að sér höndum þessa dagana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísa samrunaviðræðum á bug

Orðrómur hefur verið uppi um að bandarísku flugfélögin Delta og United Airlines eigi í viðræðum sem geti leitt til samruna þeirra. Gengi það eftir yrði til stærsta flugfélag í heimi. Forstjórar flugfélaganna vísa því hins vegar á bug að samrunaviðræður eigi sér stað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólga eykst á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 2,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði samanborið við 2,1 prósent í september, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Helstu liðir til hækkunar liggja í hærra eldsneytis- og matvælaverði, ekki síst á mjólkur- og kornvörum sem hefur hækkað mjög í verði víða um heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Macy's spáir minni einkaneyslu

Gengi hlutabréfa tók að lækka skyndilega í Bandaríkjunum í gær eftir að bandaríska verslanakeðjan Macy's skilaði inn uppgjörstölum sínum fyrir þriðja ársfjórðung. Verslunin skilaði 33 milljóna dala hagnaði, sem jafngildir tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu. Þetta er á pari við væntingar markaðsaðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

John Thain í forstjórastól Merrill Lynch

Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Smásöluverslun jókst lítillega í Bandaríkjunum

Smásöluverslun jókst um 0,2 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Til samanburðar jókst verslun um 0,7 prósent á milli mánaða í september. Fjármálaskýrendur segja greinilegt að slæmar aðstæður á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum, hátt raforkuverð og erfiðara aðgengi að lánsfé nú um stundir hafi sett mark sitt á einkaneyslu vestanhafs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista leiðir hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur tekið ágætlega við sér eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað mest, eða um 3,2 prósent. Á eftir fylgja bankar og önnur fjármálafyrirtæki. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum fjármálamörkuðum í gær og í dag eftir talsverðan viðsnúning á mörkuðum eftir skell í síðustu viku og byrjun þessarar viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestar bjartsýnir víða um heim

Gengi helstu hlutabréfavísitalna hafa hækkað talsvert í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla hækkun í Bandaríkjunum í gær. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að fjármálakrísan sé ekki eins slæm og af var látið þrátt fyrir að fasteignalán hafi sett skarð í afkomu bandarískra og japanskra fjármálastofnana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar koma fram áhyggjur vegna fjármálakrísunnar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og hægari hagvöxtur í Bandaríkjunum sem gæti skilað sér í minni útflutningi frá Japan til Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lækkun í Kauphöllinni

Gengi tólf fyrirtækja í Kauphöllinni hefur lækkað frá því viðskipti hófust í dag. Ekkert hefur hækkað á sama tíma en fjöldi staðið í stað. Gengi Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, eða um 3,82 prósent. Gengi bréfa í þessu færeyska olíuleitarfélagi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni á árinu, eða um rúm 324 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækka í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Flögu hækkaði um 2,7 prósent en bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla þess. Þá hélt gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu áfram að hækka og stendur gengið í hæstu hæðum. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað.

Viðskipti innlent