Íþróttir

Fréttamynd

Stíg aldrei fæti inn í Helsinki framar

Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur.

Sport
Fréttamynd

Eyjólfur ætlar að fara varlega

Nú rétt í þessu var að ljúka blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM sem fram fer annað kvöld. Fátt var um stórtíðindi á fundinum þar sem þeir Eyjólfur Sverrisson, Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson sátu fyrir svörum í beinni útsendingu á NFS.

Sport
Fréttamynd

Útskrifaður af spítala

Fyrrum landsliðsmaðurinn Gianluca Pessotto hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Tórínó eftir meinta sjálfsvígstilraun hans í júní. Pessotto starfaði sem framkvæmdastjóri Juventus og slasaðist lífshættulega þegar hann stökk út um glugga í höfuðstöðvum liðsins. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport segir að Pessotto hafi brosað út að eyrum og gert að gamni sínu þegar hann var fluttur heim á leið með sjúkrabifreið í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Breytingar á hóp Svía

Lars Lagerback hefur kallað þrjá nýja leikmenn inn í landsliðshóp sinn sem mætir Liechtenstein í Gautaborg annað kvöld, en þeir Zlatan Ibrahimovic, Christian Wilhelmsson og Olof Mellberg voru settir út úr hópnum fyrir að brjóta reglur um útivistartíma.

Sport
Fréttamynd

Útilokar ekki að vera lengur hjá Newcastle

Ítalski U-21 árs landsliðsmaðurinn Giuseppi Rossi hjá Manchester United, útilokar ekki að framlengja lánssamning sinn við Newcastle United, en hann verður fyrst um sinn hjá félaginu fram í janúar.

Sport
Fréttamynd

Fjölskylduveisla í Dalnum á morgun

Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til fjölskylduveislu á gervigrasvelli Þróttar klukkan 16 á morgun, en hún verður liður í upphitun fyrir landsleik Íslands og Danmerkur í undankeppni EM annað kvöld. Segja má að morgundagurinn sé stór dagur í boltanum hér heima, því strax að loknum leik Íslands og Danmerkur, eða klukkan 20:30, hefst landsleikur Íslendinga og Finna í körfuboltanum í Laugardalshöllinni og rétt að hvetja alla til að skokka yfir í höllina þegar fótboltanum lýkur.

Sport
Fréttamynd

Ferguson segir Keane verða að njóta starfsins

Sir Alex Ferguson segir fyrrum leikmann sinn og núverandi knattspyrnustjóra Sunderland, Roy Keane, verða að sýna þolinmæði ef hann ætli sér að valda starfinu. Keane er þekktur skaphundur og fáir þekkja hann líklega betur en Ferguson, en sá gamli segir að menn verði að læra að leiða ýmislegt misjafnt hjá sér þegar þeir setjist í stjórastólinn.

Sport
Fréttamynd

Tek enga áhættu með meiðsli leikmanna

Landsliðsþjálfari Brasilíumanna gaf það út á blaðamannafundi í dag að hann ætli að fara varlega þegar hann stillir upp liði sínu fyrir vináttuleikinn gegn Wales í kvöld. Dunga segir lækna brasilíska liðsins meta ástand leikmanna gaumgæfilega og því þurfi stjórar félagsliða sem eiga leikmenn í landsliðinu ekki að hafa óþarfa áhyggjur af meiðslum. Leikur Brassa og Walesverja verður sýndur beint á Sýn klukkan 18:20 í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Útilokar ekki að gera yfirtökutilboð í West Ham

Þær fréttir voru að berast frá bresku kauphöllinni að íranski auðkýfingurinn Kia Joorabchian hefði gefið út þá yfirlýsingu að hann útilokaði ekki að gera yfirtökutilboð í West Ham United í framtíðinni, þó það stæði ekki til eins og er. Joorabchian er eigandi Media Sports Investment, fyrirtækisins sem seldi West Ham argentínsku landsliðsmennina tvo á dögunum og tilboði hóps undir hans stjórn í West Ham var hafnað fyrr á árinu.

Sport
Fréttamynd

Margrét Lára best

Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Íslandsmeisturum Vals var í dag útnefnd besti leikmaður 8-14 umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var kjörin besti þjálfarinn og stuðningsmenn Vals þóttu bestu stuðningsmennirnir á síðari helmingi tímabilsins. Þá var valið úrvalslið síðustu umferðanna.

Sport
Fréttamynd

Frakkar ekki í hefndarhug

Leikmenn franska landsliðsins í knattspyrnu segjast ekki vera í sérstökum hefndarhug þegar þeir taka á móti Ítölum á Stade de France í París annað kvöld í undankeppni EM. Liðin mætast nú aðeins nokkrum vikum eftir að hafa háð blóðuga baráttu um HM-styttuna í Þýskalandi í júlí, en í þetta sinn verður það án leikmannanna tveggja sem voru í eldlínunni í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Lerner eignast Aston Villa

Ameríski milljarðamæringurinn Randy Lerner hefur nú formlega eignast enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa eftir að hafa tryggt sér 85,5% hlut í félaginu. Lerner á einnig ameríska ruðningsliðið Cleveland Browns.

Sport
Fréttamynd

Skörð höggvin í danska liðið

Allir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu komu heilir út úr leiknum gegn Norður Írum um helgina en sömu sögu er ekki að segja af danska landsliðinu. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Dana þar sem fyrirliðinn sjálfur er á meðal þeirra sem meiddir eru.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Finnum annað kvöld

Íslenska landsliðið í körfubolta leikur fyrsta leikinn í sínum riðli í í b-deild Evrópukeppninnar á morgun þegar liðið mætir Finnum. Finnska landsliðið kom til landsins í gær en liðið er mjög sterkt og er gríðarlega mikilvægt að Íslenska liðið fái góðan stuðning í Laugardalshöllinni annað kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég vil heldur systur þína

Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi hefur nú rofið þögnina og gefið upp hvað hann sagði við Zinedine Zidane í úrslitaleik HM í sumar, með þeim afleiðingum að Zidane skallaði hann í bringuna og lét reka sig af velli í sínum síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

HK kærði aftur

Kæru HK vegna félagaskipta markvarðarins Egidijusar Petkeviciusar úr Fram í HK var vísað frá í gær vegna formgalla en HK-menn stóðu ekki nógu vel að kærunni. Þeir létu það ekki stöðva sig heldur lögðu inn nýja kæru vegna málsins í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Verður skrítið að leika gegn Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Galatasaray spilar heimaleikina á Ólympíuleikvangnum

Stuðningsmenn Liverpool munu eflaust fagna tíðindum sem bárust frá Tyrklandi í dag, þegar forráðamenn Galatasaray tilkynntu að liðið muni leika heimaleiki sína í meistaradeildinni á Ólympíuleikvangnum í Istanbul. Það var einmitt á þeim velli þar sem Liverpool tryggði sér sigurinn ótrúlega á AC Milan í úrslitum keppninnar í fyrra, en Liverpool er í riðli með Galatasaray, Bordeaux og PSV Eindhoven og mætir Galatasaray á útivelli í byrjun desember.

Fótbolti
Fréttamynd

Tiger Woods með fimmta sigurinn í röð

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á golfvellinum, en í kvöld landaði hann sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni eftir ótrúlegan endasprett.

Golf
Fréttamynd

Þrír Svíar í bann

Það eru ekki bara leikmenn króatíska knattspyrnulandsliðsins sem brjóta útivistarreglur þjálfara sinna, því nú hefur Lars Lagerback tilkynnt að þeir Zlatan Ibrahimovic, Olof Mellberg og Christian Wilhelmsson verði ekki í liði Svía gegn Liechtenstein á miðvikudag eftir að þeir brutu reglur landsliðsins um útivistartíma. Þremenningarnir höfðu ekki áfengi um hönd, en verða engu að síður settir í skammarkrókinn hjá Lagerback.

Sport
Fréttamynd

Fimm nýliðar í landsliðshóp Guðjóns

Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari hefur valið 16 manna hóp sem tekur þátt í Evrópumóti landsliða í Rotterdam um næstu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið fer á Evrópumótið, en í hóp Guðjóns eru fimm nýliðar.

Körfubolti
Fréttamynd

Steven Gerrard er besti knattspyrnumaður heims

Peter Crouch, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, segist ekki í nokkrum vafa um að Steven Gerrard sé besti knattspyrnumaður heims og á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á fyrirliða sínum.

Sport
Fréttamynd

Aðeins eitt takmark á Monza

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Hótaði að skora sjálfsmark

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að það hafi neyðst til að selja varnarmanninn William Gallas á dögunum, því hann hafi hótað að skora sjálfsmark með Chelsea ef hann yrði látinn spila annan leik fyrir félagið.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikmenn í bann fyrir agabrot

Þrír af leikmönnum króatíska landsliðsins, þeir Bosko Balaban, Ivica Olic og Dario Srna, hafa verið dæmdir í leikbann og gert að greiða sekt eftir að þeir brutu útivistarbann liðsins um helgina. Liðið er við æfingar í Slóveníu þar sem það undirbýr sig fyrir leik gegn Rússum á miðvikudag og hefur þremenningunum verið gert að biðjast afsökunar á hátterni sínu.

Sport
Fréttamynd

Berbatov meiddur

Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, getur ekki leikið með landsliði gegn Slóvenum í undankeppni EM á miðvikudag vegna meiðsla. Berbatov meiddist í nára í deildarleik með Tottenham um daginn og var sprautaður með verkjalyfjum eftir leik Búlgara og Rúmena um helgina. Talið er öruggt að Berbatov missi einnig af leik Tottenham gegn Manchester United um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Ólafur og Ragnhildur stigameistarar

Ólafur Már Sigurðsson og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR tryggðu sér um helgina stigameistaratitil Golfsambands Íslands í karla- og kvennaflokki að loknu 6. mótinu á KB-banka mótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Senna framlengir við Villarreal

Miðjumaðurinn Marcos Senna hjá Villarreal hefur framlengt samning sinn við félagið um þrjú ár. Senna er þrítugur og fæddist í Brasilíu, en er með spænskt ríkisfang og er í landsliðshóp Spánverja. Manchester United hafði augastað á miðjumanninum knáa í sumar, en hann hefur nú ákveðið að ljúka ferlinum hjá spænska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea gæti átt eftir að sjá eftir sölunni á Eiði Smára

Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona, segir að Chelsea eigi eftir að sjá eftir því að hafa selt Eið Smára Guðjohnsen og spáir því að ef til vill gæti Íslendingurinn knái átt eftir að reynast fyrrum félögum sínum erfiður þegar liðin mætast í meistaradeildinni enn einu sinni í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir Spánverjar í úrvalsliði HM

Spánverjar áttu tvo leikmenn í úrvalsliði HM sem útnefnt var eftir úrslitaleikinn í gær. Þeir Pau Gasol og Jorge Garbajosa voru fulltrúar Spánar, en auk þeirra voru þeir Carmelo Anthony frá Bandaríkjunum, Manu Ginobili frá Argentínu og Theodoros Papaloukas frá Grikklandi í úrvalsliði keppninnar.

Körfubolti