Íþróttir

Fréttamynd

Eyjamenn niðurlægðir

Garðar Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn döpru liði ÍBV í Laugardalnum í gær. Valsmenn hófu leikinn af krafti og mættu mun ákveðnari til leiks en Eyjamenn sem áttu ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum. Heimamönnum gekk þó illa að skapa sér færi en héldu boltanum vel innan liðsins og biðu þolinmóðir eftir tækifærunum.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar voru mikið betri í nágrannaslagnum suður með sjó

Keflvíkingar eru í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar eftir heimasigur 2-0 á grönnum sínum í Grindavík í gær. Sigurinn var sanngjarn en Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og Stefán Örn Arnarson sem kom inn fyrir Þórarinn í þeim síðari innsiglaði sigurinn. Keflvíkingar hefðu getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en meira jafnræði var með liðunum í þeim síðari.

Sport
Fréttamynd

Rooney skorar í æfingaleik

Wayne Rooney tók þátt í æfingaleik með Manchester United í dag, gegn Macclesfield. Hann skoraði fyrra markið í 2-1 sigri United, Frazier Campbell skoraði annað markið eftir að Danny Swailes jafnaði fyrir Macclesfield.

Sport
Fréttamynd

Léttur æfingaleikur hjá Arsenal

Arsenal tók austurríska liðið Schwadorf ,sem leikur í þriðju deild, í bakaríið 8 -1 í æfingaleik sem fram fór í Austurríki í dag.

Sport
Fréttamynd

Þjálfarinn fengi einnig bann

Trevor Graham þjálfari Justin Gatlin gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann ef Gatlin verður fundin sekur um lyfjamisferli. Þetta hefur Nick Davies, talsmaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins, staðfest.

Sport
Fréttamynd

Räikkönen á ráspól

Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen hjá McLaren vann í dag ráspól í tímatökum Formúlu 1 kappakstursins sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi.

Formúla 1
Fréttamynd

Birgir Leifur naumlega áfram

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG komst í dag naumlega í gegnum niðurskurð eftir þriðja hring á Ryder Cup áskorendamótinu í Golfi sem fram fer í Wales.

Golf
Fréttamynd

Fram í riðil með Gummersbach

Í morgun var dregið í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í handbolta þar sem Íslandsmeistarar Fram fara beint inn í riðlakeppnina. Útkoman úr drættinum var afar athyglisverð fyrir Fram sem dróst í riðil með Gummersbach sem Alfreð Gíslason mun stýra.

Handbolti
Fréttamynd

Dennis Siim aftur til FH

Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu hafa á ný fengið til sín danska miðjumanninn Dennis Siim. Hann á að fylla í skarð Davíðs Þórs Viðarssonar sem leikur ekki meira með liðinu á árinu vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Michael Carrick til Tottenham

Manchester United hefur komist að samkomulagi við Tottenham um kaupverð á miðjumanninum Michael Carrick. Ruud van Nistelrooy yfirgaf Manchester United í gær og skrifaði undir 3 ára samning við Real Madrid.

Sport
Fréttamynd

Strandhandbolti í Nauthólsvík

Íslandsmótið í strandhandbolta fór fram í Nauthóslvík í dag og var mikið um dýrðir þar. Lið úr Íslandsmótinu tóku þar þátt og nota mótið m.a. sem lið í undirbúningi sínum fyrir veturinn.

Handbolti
Fréttamynd

Indriði Sigurðsson til liðs við KR

Indriði Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við KR eftir því sem krreykjavik.is greinir frá. Indriði sem leikið hefur með belgíska liðinu Genk er laus allra mála gerði opinn áhugamannasamning við KR og er því heimilt að fara frá félaginu, bjóðist honum atvinnumannasamingur erlendis. KR vonast til að Indriði verði gjaldgengur á mánudag þegar KR mætir Fylki í 12. umferð Landsbankadeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur áfram í Wales

Birgir Leifur Hafþórsson lék ágætlega á öðrum keppnisdegi áskorendamótsins í Wales í dag og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Birgir lék á tveimur höggum yfir pari í gær, en komst naumlega í gegn um niðurskurðinn með góðum leik sínum í dag.

Golf
Fréttamynd

Vill fara frá Brasilíu

Framherjinn skæði, Carlos Tevez, sem fór á kostum með liði Argentínu á HM á dögunum, segist vera að íhuga að fara frá brasilíska félaginu Corinthians eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn félagsins. Þessi tíðindi gætu vakið athygli liða á borð við Manchester United, sem sögð eru renna hýru auga til þessa magnaða knattspyrnumanns.

Sport
Fréttamynd

Lua Lua semur við Portsmouth

Framherjinn Lomana Lua Lua hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth. Lua Lua er landsliðsmaður Kongó og höfðu West Ham og Manchester United verið á höttunum eftir honum í sumar. Þá hefur miðjumaðurinn Richard Hughes einnig skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið.

Sport
Fréttamynd

Draumur að ganga í raðir Real Madrid

Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gekk formlega í raðir spænska stórliðsins Real Madrid í dag og lýsti félagaskiptunum sem draumi sem hefði orðið að veruleika. Hann kallaði Real Madrid stærsta félagslið í heiminum og segist ekki geta beðið eftir að leika við hlið fyrrum félaga síns David Beckham.

Fótbolti
Fréttamynd

Carrick til United á mánudag

Manchester United og Tottenham hafa nú komist að samkomulagi um félagaskipti enska landsliðsmannsins Michael Carrick. Ef leikmaðurinn stenst læknisskoðun og nær að ganga frá smáatriðum í samingi sínum, verður hann kynntur formlega sem nýr leikmaður Manchester-liðsins á mánudag. Talið er að kaupverðið verði fast að 18 milljónum sterlingspunda.

Sport
Fréttamynd

Schumacher í stuði á heimavelli

Michael Schumacher sendi heimsmeistaranum Fernando Alonso skýr skilaboð á æfingu fyrir Þýskalandskappaksturinn í dag þegar hann náði bestum tíma allra aðalökumanna á Hockenheim brautinni á æfingum. Alonso náði fimmtánda besta tímanum.

Formúla 1
Fréttamynd

Hefur ekki áhyggjur af stjörnustælum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki hafa áhyggjur af stjörnustælum í sínum herbúðum þó hann hafi að undanförnu fengið hverja stórstjörnuna á fætur annari inn í leikmannahóp sinn. Hann segir nýju leikmennina aðeins þurfa að búa yfir tveimur kostum til að allt gangi eins og í sögu.

Sport
Fréttamynd

Ég misnota ekki lyf

Bandaríski hjólreiðakappinn Floyd Landis sem féll á lyfjaprófi eftir Frakklandshjólreiðarnar á dögunum, segist alsaklaus. Hann segist alls ekki misnota nein lyf og segir hátt testósterónsmagn í líkama sínum vera eðlilegt.

Sport
Fréttamynd

Glórulaust að fara til Ísrael

Rafa Benitez segir það glórulaust að ætlast til þess að lið Liverpool fari til Ísrael til að spila í forkeppni meistaradeildarinnar á þeim ófriðartímum sem geysa í landinu. Benitez hefur biðlað til stjórnar evrópska knattspyrnusambandsins að láta í sér heyra sem fyrst, því hann segist ekki eiga von á því að leikmenn sínir né stuðningsmenn vilji fara til lands að spila þar sem ástandið sé svo eldfimt.

Fótbolti
Fréttamynd

Reiknar með að landa Carrick í dag eða á morgun

Sir Alex Ferguson segir viðræður langt komnar við Tottenham um kaup á miðjumanninum Michael Carrick. "Hluti af málinu er í höfn og ég reikna með að við náum að ganga frá þessu í dag eða um helgina," sagði Ferguson í samtali við sjónvarpsstöð félagsins nú síðdegis. Talið er að kaupverðið verði nálægt 18 milljónum punda.

Sport
Fréttamynd

Stuðningsmenn Liverpool smeykir við að fara til Ísrael

Formaður alþjóðlegs stuðningsmannaklúbbs Liverpool er lítt hrifinn af því að liðið neyðist til að spila síðari leik sinni í þriðju umferð forkeppni meistaradeildarinnar í Ísrael, en mikill ófriður hefur verið í landinu að undanförnu. Liverpool mætir liði Maccabi Haifa frá Ísrael og á að spila útileik sinn í Haifa þann 22. eða 23. ágúst.

Fótbolti
Fréttamynd

Benni McCarthy til Blackburn

Suður-Afríski framherjinn Benni McCarthy sem leikið hefur með Porto undanfarin ár, er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en hinn 28 ára gamli markaskorari hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Blackburn hefur lengi verið á höttunum eftir McCarthy og reyndi til dæmis að fá hann til liðs við sig fyrir ári, en án árangurs.

Sport
Fréttamynd

Carrick til United í dag?

Breska sjónvarpið fullyrðir að enski landsliðsmaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham muni ganga í raðir Manchester United í dag. United hefur lengi haft augastað á leikmanninum og talið er að salan á Ruud Van Nistelrooy til Real Madrid verði til þess að United geti gengið frá kaupunum á Carrick undir eins, en talið er að Tottenham vilji fá allt að 20 milljónum punda fyrir miðjumanninn.

Sport
Fréttamynd

Arsenal og Chelsea í viðræðum vegna Ashley Cole

Forráðamenn Arsenal hafa gefið það út að þeir séu í viðræðum við granna sína í Chelsea um hugsanleg kaup meistaranna á bakverðinum Ashley Cole, sem orðaður hefur verið við Chelsea í rúmt ár. Talið er að grunnt sé á því góða milli Cole og forráðamanna Arsenal og margt bendir til þess að leikmaðurinn skipti um heimilisfang í Lundúnum á næstunni.

Sport
Fréttamynd

Stóðst læknisskoðun hjá Real

Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hefur nú staðist læknisskoðun hjá spænska stórliðinu Real Madrid og verður kynntur formlega sem nýr leikmaður félagsins undir síðla dags.

Fótbolti
Fréttamynd

FH færi til Úkraínu

Í morgun var dregið í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu og fari svo að Íslandsmeisturum FH takist að slá út pólska liðið Legia Varsjá, mæta þeir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í næstu umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Breiðablik lagði Víking

Einn leikur fór fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik vann góðan sigur á Víkingi í Kópavogi 1-0. Það var markahrókurinn Marel Baldvinsson sem skoraði sigurmarkið strax á 8. mínútu leiksins. Blikar, sem hafa verið í fallbaráttu framan af sumri, erum með sigrinum skyndilega komnir í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 leiki. Víkingur er í sjötta sætinu með 15 stig.

Sport
Fréttamynd

Valur úr leik

Valur er úr leik í forkeppni Evrópukeppni félagsliða eftir að liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli við danska liðið Bröndby í kvöld. Danska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og er því komið áfram í keppninni.

Sport