Fótbolti

Draumur að ganga í raðir Real Madrid

Ruud Van Nistelrooy hefur skrifað undir hjá Real Madrid
Ruud Van Nistelrooy hefur skrifað undir hjá Real Madrid NordicPhotos/GettyImages

Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gekk formlega í raðir spænska stórliðsins Real Madrid í dag og lýsti félagaskiptunum sem draumi sem hefði orðið að veruleika. Hann kallaði Real Madrid stærsta félagslið í heiminum og segist ekki geta beðið eftir að leika við hlið fyrrum félaga síns David Beckham.

"Það er mikill heiður að vera hér á Bernabeu og sannkallaður draumur fyrir mig. Real Madrid er frábært og sögufrægt félag og hér hafa margir bestu leikmenn allra tíma spilað. Það er því mikill heiður fyrir mig að koma hingað. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli tala ensku, ég verð að læra spænsku eins fljótt og ég get, því þessi vistaskipti hafa gríðarlega þýðingu fyrir mig. Ég mun gera allt sem í mínu valdi til að bregðast ekki fólkinu sem hefur sýnt svona mikla trú á mér," sagði Nistelrooy og bætti við á spænsku: "Ég er mjög, mjög hamingjusamur - þakka ykkur öllum kærlega fyrir mig,"



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×