Íþróttir

Fréttamynd

Khan ætlar ekki að misstíga sig

Hinn 19 ára gamla vonarstjarna Breta í hnefaleikum, Amir Khan, ætlar að láta vandræði þeirra Scott Harrison og Prince Naseem Hamed verða sér víti til varnaðar í framtíðinni, en þeir hafa báðir lent í miklum erfiðleikum utan hringsins og bardaga Harrison sama kvöld hefur verið frestað eftir að hann ákvað að fara í áfengismeðferð.

Sport
Fréttamynd

Hrósaði Arsenal í hástert

Frank Rijkaard komst í einstakan hóp manna í knattspyrnusögunni þegar hann varð aðeins fimmti maðurinn til að verða Evrópumeistari bæði sem leikmaður og þjálfari. Rijkaard hrósaði leikmönnum Arsenal fyrir baráttu sína í úrslitaleiknum í gær og sagðist hafa gert sér grein fyrir að yrði gríðarlega erfitt að brjóta vörn þeirra á bak aftur.

Sport
Fréttamynd

Lögregla réðist inn á skrifstofur Juventus

Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar greindi frá því í dag að ítalskar lögreglusveitir hefðu í dag ráðist til inngöngu á skrifstofur knattspyrnufélagsins Juventus og lagt þar hendur á gögn sem tengjast meðal annars leikmannakaupum Ítalíumeistaranna.

Sport
Fréttamynd

Gaf vísbendingar um framtíðina

Thierry Henry þótti gefa vísbendingar um að hann ætlaði að vera áfram í herbúðum Arsenal á næsta ári þegar hann ávarpaði félaga sína í flugvélinni á leið frá París.

Sport
Fréttamynd

Hafnaði tilboði frá Manchester United

Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov, sem gengur í raðir Tottenham á næstu vikum fái hann atvinnuleyfi á Englandi, segir að honum hafi borist tilboð frá Manchester United sem hann hafi hafnað.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í vandræðum

Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari í höggleik, náði sér alls ekki á strik á öðrum keppnisdeginum í sænsku mótaröðinni í golfi í dag. Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari í gær, spilaði hann annan hringinn á 75 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir á höggi yfir pari í Belgíu

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari eða 73 höggum á áskorendamóti sem haldið er í Belgíu. Birgir Leifur byrjaði frekar illa og átti erfitt uppdráttar á fyrstu holunum, en náði að rétta hlut sinn á lokasprettinum.

Sport
Fréttamynd

Góð byrjun hjá Ólöfu

Ólöf María Jónsdóttir byrjar mjög vel á Deutsche Bank mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Ólöf lauk keppni á tveimur höggum undir pari á fyrsta keppnisdeginum eða 70 höggum. Hún á því ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu á morgun ef hún heldur uppteknum hætti.

Sport
Fréttamynd

Þurfum á Henry að halda

Arsene Wenger segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort franski framherjinn Thierry Henry verði áfram hjá Arsenal eða ekki, en bendir á að hann sé vongóður um að halda honum. Hann segir jafnframt að Henry sé algjör lykilmaður í framtíð félagsins.

Sport
Fréttamynd

Hauge sér eftir ákvörðun sinni

Norski dómarinn Terje Hauge segist sjá nokkuð eftir ákvörðun sinni að senda Jens Lehmann af leikvelli með rautt spjald í upphafi úrslitaleiksins í meistaradeildinni í gær og viðurkennir að hann hefði átt að bíða aðeins lengur með að taka ákvörðun sína.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir gefast ekki upp

Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum.

Sport
Fréttamynd

Cleveland að takast hið ómögulega?

Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir.

Sport
Fréttamynd

James fékk flest atkvæði í lið ársins

Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers fékk flest atkvæði allra í valinu á úrvalsliði ársins í deildarkeppni NBA í vetur, en niðurstöðurnar voru birtar nú í kvöld. Kobe Bryant hjá LA Lakers fékk næst flest atkvæði og þriðji kom svo verðmætasti leikmaður ársins, Steve Nash hjá Phoenix.

Sport
Fréttamynd

Harmi sleginn eftir rauða spjaldið

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann var að vonum daufur í dálkinn eftir úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins 20 mínútna leik og setti það stórt strik í reikninginn fyrir lið Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Verður Gerrard framherji?

Sven-Göran Eriksson segir vel koma til greina að Steven Gerrard verði færður í framlínu enska landsliðsins á HM ef svo fer að Wayne Rooney nái sér ekki af meiðslum sínum í tæka tíð.

Sport
Fréttamynd

Sætt að sigra gegn gömlu félögunum

Giovanni van Bronchorst, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Arsenal, sagði það hafa verið sætt að leggja gömlu félagana í úrslitaleiknum í meistaradeildinni í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Jöfnunarmarkið var rangstaða

Arsene Wenger var að vonum ósáttur við tapið í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld, en hann var þó ánægður með leik sinna manna á miðað við aðstæður. Hann sagði að jöfnunarmark Katalóníumannanna hefði alls ekki átt að standa því þar hefði verið um rangstöðu að ræða.

Sport
Fréttamynd

Dómgæslan var hræðileg

Thierry Henry var ekki sáttur við meðferðina sem hann fékk hjá varnarmönnum Barcelona í úrslitaleiknum í kvöld og vandaði dómara leiksins ekki kveðjurnar.

Sport
Fréttamynd

Barcelona Evrópumeistari

Spænska liðið Barcelona er Evrópumeistari í knattspyrnu árið 2006 eftir 2-1 sigur á Arsenal í úrslitaleik í París. Sol Campbell kom enska liðinu yfir í fyrri hálfleik, en þeir Samuel Eto´o og Juliano Belletti tryggðu Barcelona sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla undir lokin.

Sport
Fréttamynd

Barcelona komið yfir

Barcelona er komið í 2-1 gegn Arsenal í úrslitaleik meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Samuel Eto´o jafnaði leikinn fyrir Barcelona á 76. mínútu leiksins og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði varamaðurinn Beletti sitt fyrsta mark fyrir félagið á ferlinum og kom Börsungum í vænlega stöðu gegn aðeins tíu leikmönnum Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Arsenal leiðir í hálfleik

Arsenal er yfir 1-0 gegn Barcelona þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Það var Sol Campbell sem skoraði markið sem skilur liðin að á 37. mínútu, en Arsenal hefur leikið manni færra frá 19. mínútu þegar Jens Lehmann var vikið af leikvelli.

Sport
Fréttamynd

Campbell kemur Arsenal yfir

Sol Campbell hefur komið Arsenal yfir gegn Barcelona á 37. mínútu með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu. Barcelona hefur verið heldur sterkari aðilinn eftir að Arsenal missti mann af velli með rautt spjald, en nú verður spænska liðið greinilega að spýta í lófana.

Sport
Fréttamynd

Lehmann rekinn útaf

Dramatíkin er strax byrjuð í úrslitaleik Barcelona og Arsenal í meistaradeildinni, en Jens Lehmann markvörður Arsenal var rétt í þessu rekinn af leikvelli með rautt spjald eftir að hann felldi Samuel Eto´o sem var kominn á auðan sjó fyrir framan mark Arsenal. Manuel Almunia er því kominn í mark Arsenal og Robert Pires var tekinn af velli í hans stað. Skelfileg byrjun á úrslitaleiknum fyrir Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í kvöld síðari æfingaleik sínum við Hollendinga í Ásgarði 25-21. Ísland hafði yfir í hálfleik 13-12, en hollensku stúlkurnar voru sterkari í síðari hálfleiknum og unnu sannfærandi sigur. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk og Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðin klár

Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu sem er að hefjast í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir í hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hefur yfir 13-12 í hálfleik gegn Hollendingum í síðari æfingaleik þjóðanna á tveimur dögum. Leikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hófst klukkan 17.

Sport
Fréttamynd

Berbatov ætlar sér stóra hluti

Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sem gekk í raðir Tottenham í dag, segist ekki geta beðið eftir því að hitta nýju félagana á fyrstu æfingunni og er staðráðinn í að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til hans eftir að hann var keyptur á tæpar 11 milljónir punda frá Bayer Leverkusen.

Sport
Fréttamynd

Chelsea vill fá mig

Bakvörðurinn magnaði Roberto Carlos hjá Real Madrid heldur því fram í samtali við spænska dagblaðið Marca í dag að Chelsea hafi áhuga á að fá sig til Englands.

Sport
Fréttamynd

Campell væntanlega í byrjunarliðinu

Nú styttist óðum í úrslitaleik Arsenal og Barcelona í meistaradeildinni sem sýndur verður beint á Sýn í kvöld klukkan 18. Reiknað er með að Sol Campbell verði í byrjunarliði Arsenal, en Arsene Wenger stendur í langan tíma frammi fyrir því að geta valið úr mönnum í nokkrar stöður á vellinum.

Sport