Íþróttir

Fréttamynd

Ásthildur leikur ekki með Blikum í sumar

Kvennalið Breiðabliks í Landsbankadeildinni hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir átökin í sumar, því ljóst er að landsliðskonan Ásthildur Helgadóttir mun ekki spila með liðinu í sumar. Ásthildur hefur náð samkomulagi við lið sitt Malmö í Svíþjóð um að leika áfram með liðinu, þrátt fyrir að vera áfram búsett hérlendis. Þetta kemur fram á heimasíðu Breiðabliks í dag.

Sport
Fréttamynd

Spilar ekki kveðjuleik Alan Shearer

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur farið þess á leit að Michael Owen taki ekki þátt í kveðjuleik Alan Shearer á St. James´ Park á laugardaginn þar sem hann vill að framherjinn jafni sig betur af meiðslum sínum. Það verða Newcastle og Glasgow Celtic sem mætast í kveðjuleik Shearer um helgina.

Sport
Fréttamynd

Ætlar sér stóra hluti í Ameríku

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar að sýna úr hverju hann er gerður á laugardagskvöldið þegar hann keppir sinn fyrsta bardaga í Bandaríkjunum. Bardaginn er sá fyrsti af þremur í samningi hans við HBO-sjónvarpsstöðina. Bardagi Hatton og Luis Collazo í Boston verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á laugardagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Slasaðist í átökum á næturklúbbi

Enski landsliðsmaðurinn Wayne Bridge lenti í átökum á næturklúbbi í London í gærkvöldi og slasaðist lítillega á andliti. Hann var staddur á klúbbnum ásamt nokkrum öðrum leikmönnum til að fagna því að deildarkeppninni væri lokið, en lenti í riskingum við nokkra menn og voru þrír þeirra handteknir í kjölfarið. Bridge hlaut lítinn skurð í andlitinu en afþakkaði aðstoð sjúkraliða sem kallaðir voru á svæðið.

Sport
Fréttamynd

Engar auglýsingar á búningum Barcelona

Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona ætlar að halda í gamlar hefðir sínar og bera ekki auglýsingu styrktaraðila framan á treyju sinni á næstu leiktíð. Barcelona er eina stórliðið í Evrópu sem ekki ber auglýsingar á treyjunum, en þó samningaviðræður við hugsanlega stuðningsaðila hafi staðið yfir undanfarið, var ákveðið að bakka út úr þeim.

Sport
Fréttamynd

Tim Howard lánaður til Everton

Manchester United hefur ákveðið að lána bandaríska markvörðinn Tim Howard til Everton í eitt ár. Howard hefur ekki fengið mörg tækifæri í marki United síðan Hollendingurinn Edwin van der Sar gekk í raðir liðsins, en búast má við að Howard verði aðalmarkvörður Everton á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Mourinho stjóri ársins

Jose Mourinho var í morgun kjörinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni en sérstök nefnd þjálfara, leikmanna og stuðningsmanna stendur að valinu. Undir stjórn Mourinho vann Chelsea annan meistaratitil sinn í röð, en það afrek hefur aðeins Manchester United unnið síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.

Sport
Fréttamynd

Phoenix hafði betur í skoteinvígi við Clippers

Það var lítið um varnir í fyrsta leik Phoenix Suns og LA Clippers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt, þar sem heimamenn höfðu sigur 130-123. Steve Nash var afhent styttan fyrir að vera kjörinn verðmætasti leikmaður ársins fyrir leikinn, en hann féll klárlega í skuggann af öðrum leikmanni lengst af í nótt í leik sem sýndur var beint á NBA TV.

Sport
Fréttamynd

New Jersey skellti Miami

New Jersey Nets vann í nótt nokkuð auðveldan sigur á Miami 100-88 á útivelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni. New Jersey hafði gott forskot allan leikinn, en þó heimamenn næðu góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum, var sigur Nets aldrei í hættu.

Sport
Fréttamynd

Chris Paul nýliði ársins

Bandaríska dagblaðið Times-Picayune hefur eftir heimildarmanni sínum í NBA deildinni að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets verði útnefndur nýliði ársins í deildinni á miðvikudaginn. Þessar fréttir hafa enn ekki verið staðfestar, en reynist þær réttar, koma þær sannarlega ekki á óvart. Paul bar höfuð og herðar yfir aðra nýliða í deildinni í vetur og líklega yrði það að teljast hneyksli ef annar maður hlyti nafnbótina.

Sport
Fréttamynd

Leeds í úrslitaleikinn

Leeds tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári þegar liðið lagði Preston 2-0 á útivelli og samtals 3-1. Rob Hulse og Frazer Richardson skoruðu mörk Leeds í kvöld og náði liðið að halda forystu sinni í leiknum þrátt fyrir að tveimur leikmönnum liðsins væri vísað af velli með rauð spjöld í síðari hálfleiknum. Leeds mætir Crystal Palace eða Watford í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Koeman tekur við PSV

Ronald Koeman hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri PSV Eindhoven í Hollandi og hefur þegar skrifað undir tveggja ára samning við hollenska liðið. Hann sagði upp störfum hjá portúgalska liðinu Benfica í dag og sagði fjölskylduástæður hafa ráðið miklu um að hann kaus að snúa aftur til heimalandsins. Koeman stýrði Benfica í þriðja sæti deildarinnar, en undir stjórn hans náði liðið óvæntum árangri í meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Wallace varnarmaður ársins

Ben Wallace, miðherji Detroit Pistons, hefur verið kjörinn varnarmaður ársins í fjórða sinn á ferlinum. Wallace er aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að hljóta þessa nafnbót fjórum sinnum á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Fékk landsliðssætið á meðan hann tók bílprófið

Theo Walcott fékk í dag að vita það síðastur manna að hann hefði verið valinn í HM-hóp Englendinga í knattspyrnu, því hann var upptekinn við að taka bílprófið þegar hringt var í faðir hans og honum tilkynnt um fréttirnar góðu. Walcott er sagður hafa fengið nett áfall þegar hann heyrði tíðindin.

Sport
Fréttamynd

Ég hef aldrei séð Walcott spila

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur verið gagnrýndur harðlega í breskum fjölmiðlum í dag eftir að hann valdi táninginn Theo Walcott hjá Arsenal í HM hóp sinn. Eriksson viðurkennir að hann hafi hvorki séð drenginn spila með berum augum, né yfir höfuð talað við hann.

Sport
Fréttamynd

Sigfús semur við Fram til þriggja ára

Leikstjórnandinn snjalli Sigfús Sigfússon hjá Íslandsmeisturum Fram hefur gert nýjan þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Sigfús var lykilmaður í spútnikliði Fram í vetur og var meðal annars kosinn efnilegasti leikmaður ársins af þjálfurum í DHL-deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram í dag.

Sport
Fréttamynd

Redknapp samþykkir nýjan samning

Harry Redknapp samþykkti í dag að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth, en aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum áður en samningurinn verður formlega undirritaður. Redknapp var samningslaus í gær eftir að liðið spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu, en Redknapp tókst að bjarga liðinu frá falli eftir að útlitið hafði um tíma verið heldur dökkt í vetur.

Sport
Fréttamynd

Vongóður um að spila úrslitaleikinn

Miðjumaðurinn Xabi Alonso fór í aðra myndatöku í dag eftir að hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Portsmouth í gær, en þá kom í ljós að meiðsli hans eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu og því gæti farið svo að hann yrði klár í slaginn í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Hefði aldrei tekið Walcott fram yfir Defoe

Sir Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist hafa áhyggjur af landsliðshópnum sem Sven-Göran Eriksson tilkynnti í dag og segist sérstaklega óttast að þunn sveit framherja eigi eftir að verða liðinu að falli á HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Alonso kallar á úrbætur

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault vill að lið hans spýti í lófana fyrir næstu keppni til að bregðast við góðri byrjun fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher og Ferrari í móti ársins, en Þjóðverjinn hefur nú unnið tvær keppnir í röð. Næsta mót fer fram á heimavelli Alonso á Spáni strax um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Preston - Leeds í beinni í kvöld

Síðari undanúrslitaleikur Preston og Leeds United í umspili um laust sæti í ensku úvalsdeildinni á næstu leiktíð verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18:30. Fyrri leiknum á Elland Road lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að allt verður í járnum í síðari leiknum í kvöld, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort Crystal Palace eða Watford í úrslitaleiknum í Cardiff þann 21. maí.

Sport
Fréttamynd

Duncan Ferguson á förum

Úrvalsdeildarlið Everton hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við framherjann skapheita Duncan Ferguson og sömu sögu er að segja af kínverska landsliðsmanninum Li-Tie. Þá ætlar félagið ekki að kaupa varnarmanninn Matteo Ferrari sem verið hefur á lánssamningi frá Roma. Everton hefur hinsvegar boðið þeim Alan Stubbs og David Weir áframhaldandi samninga.

Sport
Fréttamynd

Fleiri en einn leikmaður neitaði að spila

Ástandið í herbúðum Birmingham á síðustu dögum félagsins í ensku úrvalsdeildinni voru ekki ánægjulegir ef marka má nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins. Steve Bruce hefur gefið upp að fleiri en einn leikmaður liðsins hafi neitað að spila í lokaleiknum gegn Bolton í gær, en liðið var sem kunnugt er þegar fallið í fyrstu deild.

Sport
Fréttamynd

Mikil áhætta að velja Walcott

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist viðurkenna að það sé mikil áhætta fólgin í því að velja hinn 17 ára gamla Theo Walcott í enska landsliðshópinn, en Walcott hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið Arsenal síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir 17 milljónir punda í janúar.

Sport
Fréttamynd

Theo Walcott í enska landsliðshópinn

Sven-Göran Eriksson hefur nú valið 23-manna landsliðshóp sinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar og óhætt er að segja að valið komi nokkuð á óvart. Hinn ungi Theo Walcott hjá Arsenal er einn þeirra sem valdir eru í landsliðshópinn, en hann hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið félagsins. Þá sitja menn eins og Darren Bent, Shaun Wright-Phillips, Ledley King og Jermain Defoe úti í kuldanum.

Sport
Fréttamynd

Shevchenko meiddur

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan getur ekki leikið knattspyrnu það sem eftir lifir maímánaðar eftir að hann meiddist á hné í leik með liði sínu um helgina. Meiðsli hans eru þó ekki talin það alvarleg að setja þáttöku hans á HM í sumar í hættu. "Shevchenko ætti að geta spilað fótbolta aftur eftir 25 daga," er sagt á heimasíðu Milan.

Sport
Fréttamynd

Tottenham íhugar málssókn

Úrvalsdeildarfélagið Tottenham bíður nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum sem verið er að gera á matvælum á Marriott-hótelinu í London, þar sem tíu leikmenn liðsins veiktust af því sem talið er hafa verið matareitrun skömmu fyrir leikinn mikilvæga gegn West Ham í gær. Ekki er útilokað að félagið fari í mál við hótelið ef sýnt þykir að maturinn á hótelinu hafi verið skemmdur.

Sport
Fréttamynd

Daníel Jakobsson nýr formaður Skíðasamband Íslands

Daníel Jakobsson var kosinn nýr formaður Skíðasamband Íslands sem haldið var um liðna helgi í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Friðrik Einarsson lét af formennsku í framhaldi af því að hann var kosinn inn í framkvæmdastjórn ÍSÍ á Íþróttaþingi fyrir viku síðan.

Sport
Fréttamynd

Varnarleikur meistaranna gerði útslagið

San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85.

Sport
Fréttamynd

Detroit lék sér að Cleveland

Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland.

Sport