Íþróttir

Fréttamynd

Jóhannes Karl skoraði tvö fyrir Leicester

Jóhannes Karl Guðjónsson var hetja sinna manna í Leicester og skoraði tvö mörk þegar liðið sigraði Hull, 3-2 í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Mörk Jóa Kalla komu bæði í seinni hálfleik en hið síðara reyndist sigurmarkið og kom 7 mínútum fyrir leikslok. Jóhannes lék allan leikinn í liði Leicester.

Sport
Fréttamynd

Portland sló Evrópumeistarana út

Spænska liðið Portland San Antonio var nú síðdegis að slá út Evrópumeistara Barcelona í Meistaradeildinni í handbolta og tryggja sig þannig í undanúrslit keppninnar þrátt fyrir tap á Spáni, 26-23. Portland vann fyrri leikinn 25-21 og því samanlagt með einu marki.

Sport
Fréttamynd

Fulham steinlá fyrir Arsenal

Arsenal beit heldur betur frá sér gegn útivallargrýlunni í dag þegar liðið gjörsamlega valtaði yfir Fulham 0-4 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt út af á 61. mínútu fyrir Collins John. Sjö leikir eru á dagskrá deildarinnar í dag og eru úrslit þeirra sem hér segir en Liverpool mætir Charlton kl. 17:15;

Sport
Fréttamynd

Tveir stórleikir í beinni frá Spáni í kvöld

26. umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í kvöld. Klukkan 19 mætast grannaliðin í Madríd, Real og Atletico og verður sýndur beint á Sýn. Strax á eftir verður skipt yfir til Barcelona þar sem Barcelona mætir Deportivo La Coruna.

Sport
Fréttamynd

Flensburg í undanúrslitin þrátt fyrir tap

Þýska liðið Flensburg varð í dag fyrst liða til að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta þrátt fyrir tap gegn löndum sínum í Kiel, 31:34, í hörkuspennandi leik. Flensburg vann fyrri viðureign liðanna, 28-32 þannig að Kiel hefði þurft að skora einu marki meira í dag til að komast áfram. Staðan í hálfleik var 16-17 fyrir Kiel. Það voru íslensku dómararnir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson sem dæmdu þennan leik.

Sport
Fréttamynd

Calzaghe og Lacy boxa í beinni í kvöld

Áhugamenn um hnefaleika bíða spenntir eftir boxbardaga Walesverjans Joe Calzaghe og Bandaríkjamannsins Jeff Lacy. Þeir mætast í Manchester í kvöld um titil WBO og IBF heimssambandanna í léttmillivigt. Bardaginn byrjar laust eftir klukkan 11 í kvöld og hann verður sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Ívar og Brynjar báðir í byrjunarliði Reading

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem er að leika við Burnley í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester sem tekur á móti Hull en fleiri Íslendingar koma ekki við sögu í leikjum dagsins í deildinni í dag.

Sport
Fréttamynd

Ísland vann þrenn verðlaun

Ísland vann til þrennra verðlauna á fyrsta degi Norðurlandamóts öldunga í frjálsum íþróttum sem hófst í Malmö í Svíþjóð í gær, ein gullverðlaun og tvö brons. Árný Hreiðarsdóttir vann gullverðlaun þegar hún sigraði þrístökk kvenna 50 ára og eldri.

Sport
Fréttamynd

Heiðar í byrjunarliðinu gegn Arsenal

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú kl. 15. Arsenal er í 7. sæti deildarinnar með 41 stig, fimm stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sæti en liðin berjast nú grimmilega um það sæti sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Heiðar og félagar í Fulham eru í 14. sæti deildarinnar, en þó ekki nema níu stigum á eftir Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Chelsea með 18 stiga forskot á toppnum

Chelsea náði í dag 18 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar meistararnir unnu 1-2 útisigur á West Bromwich Albion. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en honum var skipt út af á 63. mínútu fyrir Geremi.

Sport
Fréttamynd

Ísland valtaði yfir Eista

Íslenska öldungalandsliðið í krullu valtaði yfir Eista í morgun, 8-2 á heimsmeistaramótinu 50 ára og eldri en mótið hófst í Tårnby í Danmörku í morgun. Félagar úr Skautafélagi Akureyrar skipa lið Íslands en 15 lið taka þátt á mótinu í karlaflokki og 12 í kvennaflokki. Íslendingar mæta Japönum á morgun.

Sport
Fréttamynd

16. heimasigurinn í röð hjá Dallas

10 leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Allen Iverson skoraði 43 stig þegar Philadelfia vann Washington, 119-113. Dallas Mavericks vann 16. heimaleik sinn í röð í gærkvöldi. Í gærkvöld stóðu leikmenn Charlotte Bobcats lengi í Dallas-mönnum. En Þjóðverjinn, Dirk Nowitzki, tók til sinna ráða en hann var stigahæstur hjá Dallas, skoraði 26 stig.

Sport
Fréttamynd

Síðari leikur Barcelona og Portland í dag

Klukkan 15:30 í dag mætast Barcelona og Portland San Antonio í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Portland vann fyrri leikinn með fjögurra marka mun á heimavelli sínum í Pamplóna, 25-21. Það má því búast við hörkuleik þessara frábæru handboltaliða í dag.

Sport
Fréttamynd

Fjórir kylfingar efstir og jafnir fyrir lokadaginn

Þegar keppni á Fordmótinu í golfi í Miami í Flórída er hálfnuð eru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sætinu. Tiger Woods hafði forystu eftir fyrsta daginn, lék Doral-völlinn á 64 höggum eða 8 undir pari. Tiger lék í gær á 67 höggum og er samtals á 13 undir pari. Phil Mickelson var höggi á eftir þegar kylfingarnir hófu leik í gær. Mickelson lék betur en Tiger í gær, lék á 6 undir pari og er samtals á 13 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliði Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem er í heimsókn hjá W.B.A. í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn hófst í hádeginu kl. 12:45. Eiður kemur inn í liðið sem staðgengill fyrir Frank Lampard sem er meiddur.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Charlotte í beinni

Leikur Dallas Mavericks og Charlotte Bobcats verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 01:30 í nótt. Fyrirfram mætti reikna með stórsigri Dallas, því Charlotte hefur aðeins unnið 6 útileiki í allan vetur en Dallas hefur aðeins tapað 4 leikjum á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Federer mætir Nadal í úrslitum

Það verða tveir stigahæstu tennisleikarar heims í karlaflokki sem mætast í úrslitaleik Opna Dubai mótsins um helgina. Rafael Nadal vann sér sæti í úrslitum eftir sigur á Þjóðverjanum Rainer Schuettler 6-4 og 6-2, en Federer lagði Rússann Mikhail Youzhny 6-2 og 6-3 án þess að sýna nein glæsitilþrif.

Sport
Fréttamynd

Valur lagði Fylki

Valsmenn unnu góðan sigur á Fylki í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld 20-28, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-15. Hjalti Þór Pálmason skoraði 10 mörk fyrir Val og Mohamadi Loutoufi skoraði 6. Þá var Hlynur Jóhannesson í miklu stuði í marki Vals og varði 20 skot. Heimir Örn Árnason skoraði 9 mörk fyrir Fylki.

Sport
Fréttamynd

Fjögur lið eiga möguleika á titlinum

Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher telur fjögur keppnislið eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum í Formúlu 1 á komandi keppnistímabili. Hann hefur auðvitað fulla trú á sínum mönnum í Ferrari, en telur að auk þess verði Renault, Honda og McLaren í baráttunni um titilinn.

Sport
Fréttamynd

Borgarstjórinn í Zaragoza býður Eto´o í heimsókn

Juan Alberto Belloch, borgarstjóri í Zaragoza á Spáni brást hinn versti við þegar hann heyrði að stuðningsmenn knattspyrnuliðsins þar í borg hefðu sýnt Samuel Eto´o hjá Barcelona kynþáttafordóma á leik liðanna um síðustu helgi. Belloch hefur því sent knattspyrnumanninum bréf og boðið honum í sérstaka heimsókn til borgarinnar.

Sport
Fréttamynd

Fimm leikir á dagskrá í kvöld

Fimm leikir fara fram í dhl-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19 mætast Þór og HK á Akureyri, klukkan 19:15 mætast KA og FH, ÍR og Afturelding og svo Valur og Fylkir í Laugardalshöllinni og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Víkingur/Fjölnir á Selfossi.

Sport
Fréttamynd

Björn Borg blankur

Fyrrum tennisgoðsögnin Björn Borg er nú í miklum fjárhagsvandræðum og hefur kappinn nú neyðst til að selja verðlaunabikarana fimm sem hann vann á Wimbeldon-mótinu á árunum 1976 til 1980. Borg vann sér inn miklar fúlgur á stuttum ferli sínum, en berst nú í bökkum fjárhagslega.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo settur út úr liðinu

Brasilíski framherjinn Ronaldo verður ekki í leikmannahópi Real Madrid í grannaslag liðsins við Atletico Madrid um helgina og talið er að það sé að frumkvæði forseta félagsins sem hefur boðað nýja stefnu í leikmannamálum hjá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Alfreð formlega tekinn við

Blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynna átti um ráðningu Alfreðs Gíslasonar sem næsta landsliðsþjálfara hefur verið frestað til morgundagsins, en HSÍ staðfesti í dag að Alfreð hefði formlega verið ráðinn í starfið til 1. júlí á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Sheringham skrifar undir

Framherjinn Teddy Sheringham hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við úrvalsdeildarlið West Ham og verður því í herbúðum liðsins út næsta keppnistímabil. Sheringham verður því orðinn 41 árs gamall þegar samningstímanum lýkur.

Sport
Fréttamynd

Þorði ekki að hafa Saha á bekknum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að hann hafi ekki þorað að hafa sóknarmanninn Louis Saha á varamannabekknum í úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum á dögunum af ótta við að leikmaðurinn færi frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Robbie Keane skrifar undir nýjan samning

Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane skrifaði í dag undir nýjan fjögurra ára samning við úrvalsdeildarlið Tottenham og bindur þar með enda á vangaveltur um að hann sé á leið frá félaginu. Keane er 25 ára og kom til liðsins frá Leeds. Hann hefur skorað 54 mörk í 145 leikjum fyrir Tottenham.

Sport
Fréttamynd

Fer í mál við tvö dagblöð

Ashley Cole, leikmaður Arsenal, ætlar að fara í mál við tvö bresk dagblöð sem fyrir nokkru slógu því upp á síðum sínum að hann væri samkynhneigður. Cole ætlar að giftast unnustu sinni á næstunni og hefur neitað öllu sem blöðin skrifuðu um kynhneigð hans.

Sport
Fréttamynd

Andorra fyrsta liðið á Wembley

Nú hafa Englendingar loks komist að samkomulagi við mótherja sína í E-riðli undankeppni EM 2008 um niðurröðun leikja og í kjölfarið er ljóst að það verður lið Andorra sem fær þann heiður að spila fyrsta alvöru landsleik Englendinga á nýja Wembley leikvangnum sem tekinn verður í notkun í vor. Leikurinn fer fram 2. september.

Sport
Fréttamynd

Alfreð tekur við í dag

HSÍ er búið er að boða til blaðamannafundar klukkan 20 í kvöld þar sem væntanlega verður tilkynnt formlega að Alfreð Gíslason hafi verið ráðinn næsti landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Alfreð fékk sig nýverið lausan undan samningi við þýska liðið Magdeburg, en mun þó ekki geta verið lengi með íslenska liðið því hann tekur við liði Gummersbach á næsta ári.

Sport