Íþróttir

Fréttamynd

Enn sá Beckham rautt

David Beckham fékk að líta rauða spjaldið í gær þegar lið hans Real Madrid vann nauman sigur á spútnikliði Getafe 1-0. Beckham var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot á einum leikmanna Getafe, en gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu fyrir hegðun sína eftir að honum var vikið af velli.

Sport
Fréttamynd

Toronto vann annan leikinn í röð

Heillum horfið lið Toronto Raptors virðist vera að finna taktinn og vann annan leik sinn í röð í deildinni í nótt þegar liðið skellti New Jersey á útivelli. Þá áttust við leikmenn mánaðarins í NBA deildinni þegar Cleveland sótti LA Clippers heim.

Sport
Fréttamynd

Jermaine Taylor er konungur millivigtarinnar

Jermaine Taylor varði titil sinn sem óumdeildur meistari í millivigt hnefaleika í nótt þegar hann sigraði Bernard Hopkins öðru sinni síðan í júlí. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 115-113 Taylor í vil og þó Hopkins hafi ekki verið sáttur við niðurstöðuna, var hún ótvíræð í þetta sinn eftir að úrslitin í fyrri bardaganum höfðu verið nokkuð loðin.

Sport
Fréttamynd

Hopkins ætlar að ganga frá Taylor

"Böðullinn" Bernard Hopkins ætlar að setja á svið sýningu í kvöld þegar hann mætir Jermain Taylor öðru sinni í bardaga þar sem krýndur verður óumdeilanlegur konungur millivigtarinnar í hnefaleikum. Hopkins, sem hafði ekki tapað á ferlinum fyrr en hann tapaði fyrir Taylor, sagði að sigur mótherja síns hafi verið rán um hábjartan dag og ætlar að sýna það og sanna í kvöld að hann sé sá besti.

Sport
Fréttamynd

Manchester United í annað sætið

Manchester United skellti sér í annað sæti úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Portsmouth 3-0 á Old Trafford. Paul Scholes, Wayne Rooney og Ruud Van Nistelrooy skoruðu mörk United.

Sport
Fréttamynd

Manchester United leiðir í hálfleik

Manchester United er yfir í hálfleik gegn Portsmouth í lokaleik dagsins í enska boltanum. Það var Paul Scholes sem skoraði mark United eftir 19 mínútna leik, en áður en flautað var til leiks var George Best heiðraður í síðasta sinn á Old Trafford þar sem áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu honum til heiðurs. Best var jarðsettur í heimalandi sínu í dag.

Sport
Fréttamynd

Fram lagði HK

Fram sigraði HK 28-27 í Safamýrinni í dag, eftir að hafa yfir 15-13 í hálfleik. Jón Björgvin Pétursson skoraði mest í liði Framara, 10 mörk en hjá HK var það Valdimar Þórsson sem var lang atkvæðamestur og skoraði 12 mörk, þar af 3 úr vítaköstum.

Sport
Fréttamynd

Naumur sigur hjá KA

KA-menn sigruðu Steua Bukarest 24-23 í Evrópukeppninni í handknattleik í dag, en leikið var á Akureyri. Í hálfleik var staðan 13-11 fyrir KA. Jónatan Magnússon var markahæstur KA-manna með 7 mörk og skoraði einnig sigurmark KA í lokin.

Sport
Fréttamynd

Ívar og félagar enn á toppnum

Reading, lið Ívars Ingimarssonar í ensku 1. deildinni, vann góðan sigur á Luton Town í dag 3-0 og hefur því fjögurra stiga forskot í deildinni. Ívar spilaði allan leikinn fyrir Reading. Þá skoraði Jóhannes Karl Guðjónsson mark úr vítaspyrnu fyrir Leicester sem tapaði fyrir Leeds 2-1.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Lemgo

Íslendingaliðið Lemgo í Þýskalandi átti ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína Cakovac frá Króatíu í EHF-keppninni í dag og sigraði 41-25. Logi Geirsson skoraði 7 mörk í leiknum og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 6, en gera má ráð fyrir að eftirleikurinn verði Lemgo auðveldur með svo gott forskot í síðari leikinn.

Sport
Fréttamynd

ÍBV lagði Selfoss í Eyjum

Eyjamenn unnu góðan sigur á Selfyssingum í fyrsta leik dagsins í DHL-deild karla í dag 28-24, eftir að hafa leitt í hálfleik 15-13. Mladen Casic skoraði 12 mörk fyrir Eyjamenn, en Ramunas Mikalonis og Vladimir Djuric skoruðu 6 hvor fyrir Selfoss.

Sport
Fréttamynd

Best borinn til grafar í dag

Norður-írska knattspyrnugoðið George Best var borinn til grafar í heimalandi sínu í dag í viðurvist tugþúsunda aðdáenda og aðstandenda, sem veittu honum virðingu sína í hinsta sinn. Best var jarðsettur í austurhluta Belfast, nánar tiltekið í Roselawn kirkjugarðinum.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar á toppinn

Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skoraði 5 stig fyrir lið sitt Napoli á Ítalíu í úrvalsdeildinni þar í landi í gær, þegar það bar sigurorð af Avellino 92-61 og skaust þar með á topp deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Bolton sigraði Arsenal

Nú er öllum leikjum nema einum lokið í ensku úrvalsdeildinni. Bolton lagði Arsenal 2-0 á heimavelli sínum, þar sem Diagne Faye og Giannakopoulus skoruðu mörk heimamanna.

Sport
Fréttamynd

Doncaster mætir Arsenal í 8-liða úrslitum

Í hádeginu í dag var dregið í átta liða úrslit í enska deildarbikarnum, en leikirnir fara fram seinnipartinn í desember. Doncaster hefur slegið út tvö úrvalsdeildarlið á leið sinni í átta liða úrslitin og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu vegnar gegn Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Bolton leiðir gegn Arsenal í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni og þar ber hæst að Bolton hefur 2-0 forystu gegn Arsenal á heimavelli sínum. Það voru þeir Diagne Faye og Giannakopoulos sem skoruðu fyrir Bolton.

Sport
Fréttamynd

Þriðja tap Wigan í röð

Nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni töpuðu þriðja leiknum í röð þegar þeir lágu fyrir Liverpool 3-0. Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, náði loksins að brjóta ísinn og skoraði tvö marka Liverpool. Luis Garcia bætti við þriðja markinu og skaut Liverpool í annað sætið, í það minnsta tímabundið.

Sport
Fréttamynd

Fimmti sigur Phoenix í röð

Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Harry Redknapp hættur hjá Southampton

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hefur látið af störfum hjá Southampton og þykir þetta benda til þess að hann muni fljótlega snúa aftur í stjórastólinn hjá grannaliðinu Portsmouth, sem hann yfirgaf fyrir nokkrum misserum til að taka við Southampton þegar bæði lið voru í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Phoenix - Denver í beinni á Sýn

Það verður mikið um dýrðir fyrir áhugamenn um NBA körfuboltann í nótt, því Sýn verður með beina útsendingu frá leik Phoenix Suns og Denver Nuggets klukkan tvö eftir miðnætti, en þar að auki verður leikur Golden State Warriors og Charlotte Bobcats sýndur í beinni á NBA TV klukkan 03:30.

Sport
Fréttamynd

Valur sigraði Þór

Leikjum kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta er lokið. Valsmenn unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Laugardalshöllinni 37-32. Baldvin Þorsteinsson, Mohamadi Loutoufi og Elvar Friðriksson skoruðu allir sjö mörk hver fyrir Val, en Aigars Lazdins skoraði níu fyrir Þór og Sindri Haraldsson skoraði átta mörk.

Sport
Fréttamynd

Spilar með varaliði United á mánudaginn

Norski framherjinn Ole Gunnar Solskær verður í hópnum með varaliði Manchester United á mánudaginn þegar liðið mætir varaliði Liverpool. Þetta verður að teljast vægast sagt undarlegt á miðað við fréttir af slæmu ásigkomulagi leikmannsins fyrir örfáum dögum.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir á dagskrá í kvöld

Í kvöld verða þrír leikir á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta. FH tekur á móti Víkingi/Fjölni í Kaplakrika, Valur mætir Þór frá Akureyri í Laugardalshöll og þá eigast við Fylkir og ÍR í Árbænum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta konan til að spreyta sig í A1

Katherine Legge verður fyrsta konan til að spreyta sig í A1 kappakstrinum þegar hún mun reyna að komast í lið Breta síðar í mánuðinum. Hin 25 ára gamla Legge hefur ekið í Bandaríkjunum, en mun fara í prufu hjá breska liðinu dagana 9-11 desember í Dubai.

Sport
Fréttamynd

Renault sýnir nýja bílinn 31. janúar

Heimsmeistarar Renault í Formúlu 1 munu kynna nýja bílinn sinn við sérstaka athöfn í Mónakó þann 31. janúar næstkomandi, en bíllinn mun þó verða prófaður nokkru fyrr. Þá hefur Toyota ákveðið að frumsýna bílinn sinn þann 14. janúar í Cologne og Honda bíllinn, sem kallaður er RA 106, verður prufukeyrður þann 25. janúar.

Sport
Fréttamynd

Brian Grant verður frá í þrjá mánuði

Framherjinn sterki Brian Grant hjá Phoenix Suns verður frá keppni í þrjá mánuði eftir að ljóst varð að hann þyrfti að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Phoenix, sem einnig er án Amare Stoudemire vegna svipaðra meiðsla. Grant er 33 ára gamall og er á sínu tólfta ári í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Engin kaup í janúar

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að engir leikmenn verði keyptir til félagsins í janúar og að engir verði seldir heldur. Chelsea missir þá Didier Drogba og Michael Essien í Afríkukeppnina í janúar, en Mourinho segir það allt í lagi, hann hafi menn í allar stöður. Þetta þykir undirstrika að þýski miðjumaðurinn Michael Ballack muni ekki fara til Chelsea í janúar, eins og marga var farið að gruna.

Sport
Fréttamynd

Einbeitir sér að sínu liði

Harry Redknapp, stjóri Southampton, segir að hann ætli að einbeita sér að því að stýra sínu liði í framtíðinni, en beiðni Portsmouth um að fá að ræða við hann hefur hingað til verið hafnað af forráðamönnum Southampton.

Sport
Fréttamynd

Ég mun aldrei segja upp

Graeme Souness, stjóri Newcastle, segir að hann muni aldrei segja upp stöðu sinni hjá félaginu þótt móti blási, en hann hefur verið gagnrýndur nokkuð eftir tap fyrir Wigan í bikarnum á dögunum, þar sem Wigan stillti nánast upp varaliði sínu.

Sport
Fréttamynd

Staðfestir að hafa rætt við Keane

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur nú viðurkennt að hafa rætt við Roy Keane um að ganga til liðs við félagið. Keane hefur verið gríðarlega eftirsóttur í Englandi og víðar síðan hann sleit samvistum við Manchester United.

Sport