Erlendar

Fréttamynd

Cheruiyot varði titil sinn í 5000 metra hlaupi

Vivian Jepkemoi Cheruiyot frá Keníu kom fyrst í mark í 5000 metra hlaupi kvenna á HM í frjálsum í Suður-Kóreu. Cheruiyot tókst þar með að verja titil sinn frá því í Berlín fyrir tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Abakumova setti heimsmeistaramótsmet og fékk gull í spjótkasti

Rússinn Maria Abakumova hafði sigur eftir æsispennandi keppni í spjótkasti kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Daegu í Suður-Kóreu. Abakumova bætti perónulegan árangur sinn með kasti upp á 71,99 metra og setti um leið heimsmeistaramótsmet.

Sport
Fréttamynd

Ein mætti ekki í úrslitin í spjótkasti kvenna - svekkelsi fyrir Ásdísi

Það voru bara ellefu stúlkur sem kepptu til úrslita í spjótkasti kvenna á HM í frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í dag því Þjóðverjinn Linda Stahl mætti ekki til leiks. Ásdís Hjálmsdóttir endaði í þrettánda sæti í undankeppninni en tólf stúlkur komust í úrslitin. Ásdís var rúma 50 sentimetra frá því að komast í úrslitin.

Sport
Fréttamynd

Djokovic fór illa með Berlocq

Efsti maður heimslistans, Novak Djokovic, var í banastuði á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nóttþegar hann lagði Argentínumanninn Carlos Berlocq í þremur settum 6-0, 6-0 og 6-2.

Sport
Fréttamynd

Dansaði fyrir Usain Bolt

Keníumaðurinn Ezekiel Kemboi fagnaði sigri sínum í 3000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu vel og innilega. Kemboi sigldi fram úr keppinautum sínum á lokahringnum og tryggði sér gullið.

Sport
Fréttamynd

Ásdís með besta kast ársins - einu sæti frá úrslitum

Ásdís Hjálmsdóttir komst ekki í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum í Suður-Kóreu í nótt. Ásdís kastaði lengst 59,15 metra, hennar besta kast á árinu, og varð í 13. sæti í undankeppninni, einu sæti frá því að komast í úrslit.

Sport
Fréttamynd

Sjaldan jafn auðvelt hjá Djokovic - Nadal þurfti að hafa fyrir hlutunum

Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil.

Sport
Fréttamynd

Bolt: Tilgangslaust að dvelja við liðna atburði

Usain Bolt hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að einbeita sér að 200 metra hlaupinu. Hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með þjófstartið í 100 metra hlaupinu en óskaði landa sínum, Yohan Blake, um leið til hamingju með sigurinn.

Sport