Erlendar

Fréttamynd

Skilur ekki gagnrýnina

Framherjinn háleggjaði Peter Crouch hjá Liverpool segist ekkert skilja í þeirri hörðu gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir að undanförnu vegna markaþurrðar með Liverpool og enska landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Undir smásjá Arsenal

Áhugi enskra liða á framherjanum skæða Dirk Kuyt hjá hollenska liðinu Feyenoord virðist nú vera að kvikna á ný, því Arsene Wenger stjóri Arsenal fylgdist með Kuyt spila í gær. Vitað er að Arsenal, Tottenham, Everton og Liverpool hafa öll verið á höttunum eftir leikmanninum síðan í sumar.

Sport
Fréttamynd

Enn tapar New York

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York eru enn án sigurs og töpuðu öðrum leik sínum í röð á heimavelli í nótt fyrir Golden State Warriors. Sacramento náði sínum fyrsta sigri gegn Phoenix og LA Lakers lögðu Denver öðru sinni á nokkrum dögum.

Sport
Fréttamynd

Barcelona á siglingu

Spánarmeistarar Barcelona unnu fjórða leik sinn í röð í deildinni í gær þegar liðið lagði Getafe 3-1 á útivelli. Þetta var fyrsta tap Getafe á heimavelli í ellefu mánuði. Samuel Eto´o, Ludovic Guily og Thiago Motta skoruðu mörk Barcelona. Real Madrid vann nauman sigur á Zaragoza með marki Roberto Carlos úr víti.

Sport
Fréttamynd

Stuðningsmennirnir voru frábærir

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að stuðningur áhorfenda hefði gert gæfumuninn fyrir ungt lið sitt í sigrinum gegn Chelsea í gær. Hann hrósaði líka skapgerð ungu leikmannanna í liðinu, en blæs á að hann hafi verið undir pressu með að vinna leikinn.

Sport
Fréttamynd

Juventus heldur toppsætinu

Efstu liðin á Ítalíu unnu auðvelda sigra í gær og því er staðan á toppnum í A-deildinni óbreytt eftir leiki helgarinnar. Juventus vann Livorno 3-0 og AC Milan tók Udinese í kennslustund 5-1.

Sport
Fréttamynd

Woodgate þarf enn að bíða

Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate er ekki í enska landsliðshópnum sem mætir Argentínu þann 12. nóvember, en þeir David James, Michael Carrick, Paul Koncheski og Wayne Bridge hafa allir verið kallaðir inn í hópinn.

Sport
Fréttamynd

Snorri skoraði tíu mörk

Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tíu mörk, þar af sjö úr vítum, fyrir félag sitt, Minden, er það lagði Concordia Delitzsch, 38-26, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Minden er í fjórtánda sæti deildarinnar eftir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Ánægður þrátt fyrir tapið

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagðist stoltur af baráttu sinna manna á Old Trafford í dag, þrátt fyrir að liðið tapaði sínum fyrsta leik í deildarkeppninni í háa herrans tíð. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr möguleikum Manchester United í baráttunni um meistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Manchester United sigraði Chelsea

Chelsea tapaði í fyrsta sinn í fjörutíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sótti Manchester United heim á Old Trafford. Það var Darren Fletcher sem skoraði sigurmark United með laglegum skalla í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Árni Gautur besti markvörðurinn

Árni Gautur Arason hefur verið útnefndur besti markvörðurinn í norska boltanum á yfirstaðinni leiktíð, en hann var í dag sæmdur Kniksen-verðlaununum svokölluðu, þar sem dómarar, leikmenn og þjálfarar velja bestu leikmenn ársins. Árni varð sem kunnugt er meistari með liði sínu Valerenga á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Fletcher kemur United yfir

Darren Fletcher var rétt í þessu að koma Manchester United í 1-0 gegn Chelsea á Old Trafford með laglegu skallamarki eftir um hálftíma leik, sem fer mjög fjörlega af stað.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Everton

Everton krækti í þrjú dýrmæt stig í botnbaráttunni í dag þegar liðið lagði Middlesbrough 1-0 á heimavelli sínum. Það var James Beattie sem skoraði sigurmarkið með skalla í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Eiður á varamannabekknum gegn United

Eiður Smári Guðjohnsen verður á varamannabekk Chelsea þegar liðið tekur á móti Manchester United í stórleik helgarinnar sem er að hefjast núna klukkan 16:00.

Sport
Fréttamynd

Milwaukee lagði Miami

Milwaukee Bucks hefur byrjað vel í NBA deildinni í vetur og í nótt vann liðið þriðja leik sinn í röð þegar það skellti Miami á heimavelli sínum 105-100. Michael Redd og Bobby Simmons skoruðu báðir 23 stig fyrir Milwaukee og T.J. Ford 13 stigum og 11 stoðsendingum. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 21 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Ellefu aðrir leikir voru á dagskrá í nótt.

Sport
Fréttamynd

Manchester United mætir Chelsea í dag

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í enska boltanum í dag þegar Manchester United tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea. Leikur liðanna hefst klukkan 16, en klukkan 14 eigast við Everton og Middlesbrough.

Sport
Fréttamynd

Philadelphia bíður erfitt verkefni

Lið Philadelphia 76ers hefur enn ekki unnið leik í deildarkeppni NBA það sem af er tímabili, en í kvöld sækir liðið Indiana heim í leik sem verður annar tveggja í beinni útsendingu á NBATV. Hinn leikurinn er viðureign LA Clippers og Minnesota Timberwolves.

Sport
Fréttamynd

Shearer fer í aðgerð í Þýskalandi

Eftir að hafa hjálpað liði sínu Newcastle til sigurs á Birmingham í úrvalsdeildinni í dag, fer Alan Shearer til Þýskalands á mánudaginn þar sem hann mun gangast undir aðgerð við kviðsliti. Stephen Carr, félagi hans hjá Newcastle er ný kominn úr svipaðri aðgerð og vona þeir félagar að þeir verði klárir í slaginn fyrir leikinn við Chelsea eftir hálfan mánuð.

Sport
Fréttamynd

Dómarinn kostaði okkur leikinn

David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, kenndi dómaranum um tapið fyrir Liverpool í dag og sagði að vítaspyrnudómurinn undir lokin hefði verið þvættingur. Steven Gerrard skoraði úr spyrnunni og í kjölfarið bætti Liverpool við öðru marki og kláraði leikinn.

Sport
Fréttamynd

Lærisveinar Alfreðs áfram

Þýska liðið Magdeburg tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar í handknattleik, þegar liðið lagði Chehovski Moskvu 37-28 á heimavelli sínum. Sigfús Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg, en Arnór Atlason skoraði ekki að þessu sinni.

Sport
Fréttamynd

Sjötti sigur Wigan í röð

Nýliðar Wigan héldu ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag, þegar liðið vann Portsmouth 2-0 á útivelli. Þetta var sjötti sigur Wigan í röð í deildinni og liðið er nú aðeins sex stigum á eftir toppliði Chelsea og situr í öðru sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir, nokkuð sem engan hefði órað fyrir í upphafi leiktíðar.

Sport
Fréttamynd

Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin

Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland.

Sport
Fréttamynd

Ívar með sigurmark Reading

Ívar Ingimarsson var hetja Reading í dag þegar liðið sigraði QPR í ensku 1. deildinni. Ívar skoraði sigurmark liðsins á 66. mínútu leiksins og heldur Reading því öðru sæti deildarinnar á eftir Sheffield United.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Arsenal

Arsenal vann auðveldan 3-1sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag og Blackburn lagði Charlton nokkuð óvænt 4-1. Þá vann Fulham sigur á Manchester City 2-1, Newcastle lagði Birmingham 1-0 og West Ham vann West Brom 1-0.

Sport
Fréttamynd

Arsenal 2-0 yfir í hálfleik

Nú er kominn háfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur 2-0 yfir í hálfleik gegn Sunderland. Robin van Persie og Thierry Henry skoruðu mörk Arsenal. Blackburn hefur 2-1 yfir gegn Charlton, Fulham hefur yfir 2-1 gegn Manchester City og jafnt er hjá Newcastle og Birmingham, sem og í leik West Ham og West Brom.

Sport
Fréttamynd

Liverpool vann Aston Villa

Liverpool vann góðan útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta leik dagsins. Liverpool vann 2-0 og það voru þeir Steven Gerrard og Xabi Alonso sem skoruðu mörk liðsins á síðustu mínutunum.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í beinni

Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á NBA TV stöðinni á Digital Ísland í nótt. Fyrri leikurinn er viðureign Detroit Pistons og Boston Celtics, en síðari leikurinn er rimma Golden State Warriors og Utah Jazz. en þar eru á ferðinni lið sem ekki hafa sést mikið á skjánum hérlendis. Veislan byrjar fljótlega upp úr miðnætti.

Sport
Fréttamynd

O´Neal verður frá í 2-4 vikur

Shaquille O´Neal verður frá keppni í tvær til fjórar vikur með Miami Heat, eftir að hafa snúið sig illa á ökkla í leiknum við Indiana síðustu nótt. Þetta staðfestu læknar liðsins í dag. O´Neal hafði byrjað tímabilið nokkuð rólega og var aðeins með 15 stig og 6 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum.

Sport
Fréttamynd

Hann er "úr hverfinu"

Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers hitti David Stern, framkvæmdastjóra NBA deildarinnar að máli fyrir leik Indiana og Miami í nótt og ekki var annað að sjá en að vel færi á með þeim. Stern dæmdi Artest sem kunnugt er í 73 leikja bann í fyrra fyrir slagsmál.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur Bryant dugði ekki gegn Suns

Phoenix Suns lagði Los Angeles Lakers á útivelli í síðari leik kvöldsins í NBA í nótt 122-112. Phoenix hafði yfirburði í leiknum í gærkvöld, en liðið var þó næstum búið að glutra niður 17 stiga forystu í fjórða leikhluta eins og tveimur kvöldum áður gegn Dallas.

Sport