Erlent Ísraelar skila skattfé Ísaraelar hafa afhent Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, 100 milljónir dollara eða um sjö milljarða króna af skattfé sem Palestínumenn eiga með réttu. Ísraelar innheimta skatta fyrir Palestínumenn, en hættu að gera skil á þeim þegar Hamas tók við völdum á heimastjórnarsvæðunum, og Bandaríkin og Evrópusambandið hættu að styrkja heimastjórnina. Erlent 19.1.2007 15:26 Fáfróðir um helförina Meira en fjórðungur ungra Breta veit ekki hvort helför Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni átti sér stað. Leiðtogum Gyðinga er brugðið við þetta. Þeir geta þó huggað sig við að aðeins eitt prósent telur helförina vera sögusögn. Fjórir af hverjum fimm voru líka hlynntir því að helfararinnar yrði minnst á árlegum minningardegi. Erlent 19.1.2007 14:35 Skótauinu er kastað Síðasti dagur vetrarþings Taívans leystist upp í slagsmál eftir að stjórnarþingmaður henti skónum sínum í ræðumann. Þingmenn fóru þá að hrinda, ýta og slá frá sér. Í byrjun réðist hópur stjórnarþingmanna að ræðumanni til þess að koma í veg fyrir kosningu um mannabreytingar í raforkunefnd þingsins. Stjórnarandstöðuþingmenn hlupu þá allir sem einn að verja sinn mann og von bráðar var skónum kastað. Erlent 19.1.2007 11:24 Bandaríska þingið gegn árás á Íran Hópur þingmanna demókrata og repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins ætlar sér að leggja fram tillögu sem kæmi í veg fyrir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gæti ráðist á Íran án samþykkis þingsins. Erlent 19.1.2007 10:52 Toyota innkallar 533.000 bíla Japanski bílaframleiðandinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega hálfa milljón sportjeppa af gerðinni Sequioa og Tundra pallbílum í Bandaríkjunum til að gera við galla í stýrisbúnaði. Viðskipti erlent 19.1.2007 09:54 Tamíltígrar flýja undan hernum Herinn á Sri Lanka náði í dag stjórn á bæ í austurhluta eyjunnar en uppreisnarmenn Tamíltígra höfðu haft tangarhald á honum í langan tíma. Alls flúðu meira en tíu þúsund manns undan bardögum Tamíltígra og stjórnarhersins en bardagarnir stóðu í margar vikur. Erlent 19.1.2007 10:25 Spegill spegill herm þú mér Hönnuður í New York hefur hannað spegil með innrauðri tækni sem sendir videomyndir til farsíma og/eða tvölva hvar sem er í heiminum. Konur (og eftir atvikum karlmenn) geta þannig farið í verslunarferðir með vinkonum sínum, þótt önnur þeirra sé í Lundúnum en hin heima á Íslandi. Erlent 19.1.2007 10:02 Dæmdir á grundvelli sögusagna Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði frá því í dag að fangarnir í Guantanamo, sem á að rétta yfir í sumar, gætu orðið dæmdir á grundvelli sögusagna sem og framburðs sem náðist með pyntingum. Erlent 19.1.2007 09:48 Málshöfðun vegna vatnsdrykkjukeppni Leikjavísir 19.1.2007 09:48 Stýrivextir lækka á Taílandi Seðlabanki Taílands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 19 punkta í 4,75 prósent með það fyrir augum að blása í glæður efnahagslífsins og auka bjartsýni neytenda. Stýrivextir hafa ekki lækkað í Taílandi í hálft ár en eftirspurn hefur minnkað í kjölfar minnkandi verðbólgu. Viðskipti erlent 19.1.2007 09:44 Úganda í friðargæslu í Sómalíu Stjórnarflokkurinn í Úganda hefur samþykkt áætlun um að senda friðargæsluliða til Sómalíu og þar með er talið nær öruggt að úr því verði. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, hefur lofað eitt þúsund hermönnum til viðbótar við þá sjö þúsund sem eiga að koma frá öðrum aðildarlöndum Afríkusambandsins. Erlent 19.1.2007 08:57 Kynþáttafordómar í Big Brother Mikil umræða hefur nú skapast í Bretlandi um kynþáttafordóma Breta í garð Indverja. Ástæðan fyrir þessu er framkoma nokkurra Breta í garð indversku leikkonunnar Shilpu Shetty en hún er þátttakandi í sjónvarpsþættinum Celebrity Big Brother. Erlent 19.1.2007 07:21 Gates í Írak Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Basra í Írak í morgun til þess að eiga fundi með bandarískum og breskum herforingjum í suðurhluta Íraks. Þetta er önnur ferð Gates til Íraks síðan hann varð varnarmálaráðherra í nóvember á síðasta ári. Erlent 19.1.2007 07:50 26 bjargað með þyrlum Þyrlur bresku strandgæslunnar björguðu í dag tuttugu og sex manna áhöfn flutningaskips á Ermarsundi, í aftakaveðri. Gat kom á síðu skipsins og þegar sjórinn byrjaði að fossa inn, fór áhöfnin í björgunarbnáta. Dráttarbátar og þyrlur voru sendar bæði frá Frakklandi og Bretlandi. Erlent 18.1.2007 16:22 DNA frelsar 12 fanga Erlent 18.1.2007 16:04 Art Buchwald látinn Blaðamaðurinn og pistlahöfundurinn Art Buchwald er látinn, áttatíu og eins árs að aldri. Buchwald skrifaði gamansama pistla um allt milli himins og jarðar í meira en hálfa öld. Hann hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1982 og skrifaði meira en þrjátíu bækur. Pistlar hans voru birtir í meira en 550 dagblöðum. Erlent 18.1.2007 15:33 Ekki eitrað fyrir Napóleon Napoleon Bonaparte dó úr magakrabba en ekki arsenikeitrun, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Sögusagnir um að keisarinn fyrrverandi hafi dáið úr eitrun hafa verið á kreiki síðan árið 1961 þegar rannsókn á hári hans leiddi í ljós óvenjumikið arsenik. Erlent 18.1.2007 15:19 Litlar líkur á lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um um hálft prósent í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Þetta er nokkru meira en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir enda hefur hækkun á borð við þessa ekki sést vestanhafs í tæpt ár. Þetta jafngildir því að verðbólga standi í 2,5 prósentum og bendi fátt til að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni. Viðskipti erlent 18.1.2007 14:50 Milliríkjadeila vegna raunveruleikaþáttar Breski raunveruleikaþátturinn Big Brother hefur komið af stað milliríkjadeilum milli Indlands og Bretlands, og jafnvel Tony Blair, forsætisráðherra, hefur þurft að látta málið taka. Sömuleiðis Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem var svo óheppinn að vera í heimsókn í Indlandi þegar deilan kom upp. Erlent 18.1.2007 14:43 Löggan var fiskifæla Fjölmargir hringdu í norsku lögregluna í morgun til þess að tilkynna um mann sem lá hreyfingarlaus á ísnum á Bogstad vatni. Ekki var vitað hversu traustur ísinn var, og því var þyrla send á vettvang, ásamt sjúkrabíl og lögreglubíl. Þyrlan sveimaði yfir og lögreglumennirnir fikruðu sig varlega út á ísinn. Erlent 18.1.2007 13:34 10 reknir vegna vatnsdrykkjukeppni Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð. Leikjavísir 18.1.2007 12:39 Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Viðskipti erlent 18.1.2007 12:23 ESB að endurskoða stjórnmálasamband við Líbíu Evrópuþingið mælti í dag fyrir því að lönd Evrópusambandsins myndu endurskoða stjórnmálasamband sitt við Líbíu ef stjórnvöld þar myndu ekki frelsa fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og palestínskan lækni sem bíða dauðarefsingar þar í landi. Læknaliðið var dæmt fyrir að hafa vísvitandi smitað um 450 börn af HIV veirunni. Erlent 18.1.2007 12:06 LSE styrkir varnirnar gegn yfirtöku Nasdaq Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) býst við 180 prósenta aukningu í hlutabréfaveltu á markaðnum fram á næsta ár. Þá hefur kauphöllin í hyggju að kaupa eigin hlutabréf fyrir 250 milljónir punda eða 34,5 milljarða íslenskra króna. Mikil ásókn hefur verið í kaup á bréfum LSE síðastliðin tvö ár en gengi bréfa í markaðnum hefur þrefaldast vegna þessa. Viðskipti erlent 18.1.2007 10:44 Tónlistariðnaðurinn í mál við netveitur Alþjóðasamtök tónlistariðnaðarins hótuðu í gær að fara í mál við þau fyrirtæki sem sjá fólki fyrir nettenginum og leyfa því að hlaða niður tónlist ólöglega. Samtökin sögðu að þau færu í mál við þá þjónustuaðila sem væru með mesta umferð af ólöglegri tónlist á vefþjónum sínum. Erlent 18.1.2007 10:43 Jawohl mein... Fjörutíu og sex ára gamall Þjóðverji, sem var á leið til Bremen, beygði bíl sínum skyndilega til vinstri upp á gangstétt, yfir gangstéttina og yfir járnbrautarteina, þar sem hann sat fastur. Hann gaf lögreglunni þá skýringu leiðsögutæki sitt hefði sagt sér að beygja. Leiðsögutæki þar sem rödd gefur fyrirmæli um akstursleið, eru orðin algeng í bílum. Erlent 18.1.2007 10:29 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Þetta er þvert á væntingar greinenda, sem töldu líkur á stýrivaxtahækkun. Stýrivextir voru síðast hækkaðir í Japan í júlí í fyrra eftir viðvarandi núllvaxtastefnu. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:43 Hagnaður Apple jókst mikið milli ára Hagnaður bandaríska tölvuframleiðandans Apple nam einum milljarði bandaríkjadala á síðasta fjórðungi liðins árs. Þetta jafngildir rúmum 70 milljörðum íslenskra króna sem er 78 prósenta aukning á milli ára. Skýringanna er helst að leita í gríðarmikilli söluaukningu á iPod-spilurum og meiri sölu á fartölvum um jólin. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:43 Friður að komast á í Kongó Uppreisnarmenn í Kongó, sem lúta stjórn Laurent Nkunda, eru byrjaðir að sameinast kongólska hernum. Nkunda er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og var leiðtogi uppreisnar í Norður Kivu, sem er í norð-austurhluta landsins. Stjórnvöld hafa undanfarið átt í viðræðum við hann um að sameinast þjóðarhernum og leggja niður vopn sín en viðræðurnar fóru fram í grannríki Kongó, Rúanda. Erlent 18.1.2007 09:39 Verðbólga innan EES-ríkjanna 2,1 prósent Samræmd vísitala neysluverðs í löndum Evrópska efnahagssvæðisins mældist 103,2 stig í síðasta mánuði. Þetta er 0,4 prósenta hækkun frá nóvember. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var 5,9 prósent í mánuðinum, samkvæmt Hagstofu Íslands. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:16 « ‹ 177 178 179 180 181 182 183 184 185 … 334 ›
Ísraelar skila skattfé Ísaraelar hafa afhent Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, 100 milljónir dollara eða um sjö milljarða króna af skattfé sem Palestínumenn eiga með réttu. Ísraelar innheimta skatta fyrir Palestínumenn, en hættu að gera skil á þeim þegar Hamas tók við völdum á heimastjórnarsvæðunum, og Bandaríkin og Evrópusambandið hættu að styrkja heimastjórnina. Erlent 19.1.2007 15:26
Fáfróðir um helförina Meira en fjórðungur ungra Breta veit ekki hvort helför Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni átti sér stað. Leiðtogum Gyðinga er brugðið við þetta. Þeir geta þó huggað sig við að aðeins eitt prósent telur helförina vera sögusögn. Fjórir af hverjum fimm voru líka hlynntir því að helfararinnar yrði minnst á árlegum minningardegi. Erlent 19.1.2007 14:35
Skótauinu er kastað Síðasti dagur vetrarþings Taívans leystist upp í slagsmál eftir að stjórnarþingmaður henti skónum sínum í ræðumann. Þingmenn fóru þá að hrinda, ýta og slá frá sér. Í byrjun réðist hópur stjórnarþingmanna að ræðumanni til þess að koma í veg fyrir kosningu um mannabreytingar í raforkunefnd þingsins. Stjórnarandstöðuþingmenn hlupu þá allir sem einn að verja sinn mann og von bráðar var skónum kastað. Erlent 19.1.2007 11:24
Bandaríska þingið gegn árás á Íran Hópur þingmanna demókrata og repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins ætlar sér að leggja fram tillögu sem kæmi í veg fyrir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gæti ráðist á Íran án samþykkis þingsins. Erlent 19.1.2007 10:52
Toyota innkallar 533.000 bíla Japanski bílaframleiðandinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega hálfa milljón sportjeppa af gerðinni Sequioa og Tundra pallbílum í Bandaríkjunum til að gera við galla í stýrisbúnaði. Viðskipti erlent 19.1.2007 09:54
Tamíltígrar flýja undan hernum Herinn á Sri Lanka náði í dag stjórn á bæ í austurhluta eyjunnar en uppreisnarmenn Tamíltígra höfðu haft tangarhald á honum í langan tíma. Alls flúðu meira en tíu þúsund manns undan bardögum Tamíltígra og stjórnarhersins en bardagarnir stóðu í margar vikur. Erlent 19.1.2007 10:25
Spegill spegill herm þú mér Hönnuður í New York hefur hannað spegil með innrauðri tækni sem sendir videomyndir til farsíma og/eða tvölva hvar sem er í heiminum. Konur (og eftir atvikum karlmenn) geta þannig farið í verslunarferðir með vinkonum sínum, þótt önnur þeirra sé í Lundúnum en hin heima á Íslandi. Erlent 19.1.2007 10:02
Dæmdir á grundvelli sögusagna Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði frá því í dag að fangarnir í Guantanamo, sem á að rétta yfir í sumar, gætu orðið dæmdir á grundvelli sögusagna sem og framburðs sem náðist með pyntingum. Erlent 19.1.2007 09:48
Stýrivextir lækka á Taílandi Seðlabanki Taílands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 19 punkta í 4,75 prósent með það fyrir augum að blása í glæður efnahagslífsins og auka bjartsýni neytenda. Stýrivextir hafa ekki lækkað í Taílandi í hálft ár en eftirspurn hefur minnkað í kjölfar minnkandi verðbólgu. Viðskipti erlent 19.1.2007 09:44
Úganda í friðargæslu í Sómalíu Stjórnarflokkurinn í Úganda hefur samþykkt áætlun um að senda friðargæsluliða til Sómalíu og þar með er talið nær öruggt að úr því verði. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, hefur lofað eitt þúsund hermönnum til viðbótar við þá sjö þúsund sem eiga að koma frá öðrum aðildarlöndum Afríkusambandsins. Erlent 19.1.2007 08:57
Kynþáttafordómar í Big Brother Mikil umræða hefur nú skapast í Bretlandi um kynþáttafordóma Breta í garð Indverja. Ástæðan fyrir þessu er framkoma nokkurra Breta í garð indversku leikkonunnar Shilpu Shetty en hún er þátttakandi í sjónvarpsþættinum Celebrity Big Brother. Erlent 19.1.2007 07:21
Gates í Írak Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Basra í Írak í morgun til þess að eiga fundi með bandarískum og breskum herforingjum í suðurhluta Íraks. Þetta er önnur ferð Gates til Íraks síðan hann varð varnarmálaráðherra í nóvember á síðasta ári. Erlent 19.1.2007 07:50
26 bjargað með þyrlum Þyrlur bresku strandgæslunnar björguðu í dag tuttugu og sex manna áhöfn flutningaskips á Ermarsundi, í aftakaveðri. Gat kom á síðu skipsins og þegar sjórinn byrjaði að fossa inn, fór áhöfnin í björgunarbnáta. Dráttarbátar og þyrlur voru sendar bæði frá Frakklandi og Bretlandi. Erlent 18.1.2007 16:22
Art Buchwald látinn Blaðamaðurinn og pistlahöfundurinn Art Buchwald er látinn, áttatíu og eins árs að aldri. Buchwald skrifaði gamansama pistla um allt milli himins og jarðar í meira en hálfa öld. Hann hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1982 og skrifaði meira en þrjátíu bækur. Pistlar hans voru birtir í meira en 550 dagblöðum. Erlent 18.1.2007 15:33
Ekki eitrað fyrir Napóleon Napoleon Bonaparte dó úr magakrabba en ekki arsenikeitrun, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Sögusagnir um að keisarinn fyrrverandi hafi dáið úr eitrun hafa verið á kreiki síðan árið 1961 þegar rannsókn á hári hans leiddi í ljós óvenjumikið arsenik. Erlent 18.1.2007 15:19
Litlar líkur á lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um um hálft prósent í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Þetta er nokkru meira en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir enda hefur hækkun á borð við þessa ekki sést vestanhafs í tæpt ár. Þetta jafngildir því að verðbólga standi í 2,5 prósentum og bendi fátt til að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni. Viðskipti erlent 18.1.2007 14:50
Milliríkjadeila vegna raunveruleikaþáttar Breski raunveruleikaþátturinn Big Brother hefur komið af stað milliríkjadeilum milli Indlands og Bretlands, og jafnvel Tony Blair, forsætisráðherra, hefur þurft að látta málið taka. Sömuleiðis Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem var svo óheppinn að vera í heimsókn í Indlandi þegar deilan kom upp. Erlent 18.1.2007 14:43
Löggan var fiskifæla Fjölmargir hringdu í norsku lögregluna í morgun til þess að tilkynna um mann sem lá hreyfingarlaus á ísnum á Bogstad vatni. Ekki var vitað hversu traustur ísinn var, og því var þyrla send á vettvang, ásamt sjúkrabíl og lögreglubíl. Þyrlan sveimaði yfir og lögreglumennirnir fikruðu sig varlega út á ísinn. Erlent 18.1.2007 13:34
10 reknir vegna vatnsdrykkjukeppni Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð. Leikjavísir 18.1.2007 12:39
Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Viðskipti erlent 18.1.2007 12:23
ESB að endurskoða stjórnmálasamband við Líbíu Evrópuþingið mælti í dag fyrir því að lönd Evrópusambandsins myndu endurskoða stjórnmálasamband sitt við Líbíu ef stjórnvöld þar myndu ekki frelsa fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og palestínskan lækni sem bíða dauðarefsingar þar í landi. Læknaliðið var dæmt fyrir að hafa vísvitandi smitað um 450 börn af HIV veirunni. Erlent 18.1.2007 12:06
LSE styrkir varnirnar gegn yfirtöku Nasdaq Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) býst við 180 prósenta aukningu í hlutabréfaveltu á markaðnum fram á næsta ár. Þá hefur kauphöllin í hyggju að kaupa eigin hlutabréf fyrir 250 milljónir punda eða 34,5 milljarða íslenskra króna. Mikil ásókn hefur verið í kaup á bréfum LSE síðastliðin tvö ár en gengi bréfa í markaðnum hefur þrefaldast vegna þessa. Viðskipti erlent 18.1.2007 10:44
Tónlistariðnaðurinn í mál við netveitur Alþjóðasamtök tónlistariðnaðarins hótuðu í gær að fara í mál við þau fyrirtæki sem sjá fólki fyrir nettenginum og leyfa því að hlaða niður tónlist ólöglega. Samtökin sögðu að þau færu í mál við þá þjónustuaðila sem væru með mesta umferð af ólöglegri tónlist á vefþjónum sínum. Erlent 18.1.2007 10:43
Jawohl mein... Fjörutíu og sex ára gamall Þjóðverji, sem var á leið til Bremen, beygði bíl sínum skyndilega til vinstri upp á gangstétt, yfir gangstéttina og yfir járnbrautarteina, þar sem hann sat fastur. Hann gaf lögreglunni þá skýringu leiðsögutæki sitt hefði sagt sér að beygja. Leiðsögutæki þar sem rödd gefur fyrirmæli um akstursleið, eru orðin algeng í bílum. Erlent 18.1.2007 10:29
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Þetta er þvert á væntingar greinenda, sem töldu líkur á stýrivaxtahækkun. Stýrivextir voru síðast hækkaðir í Japan í júlí í fyrra eftir viðvarandi núllvaxtastefnu. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:43
Hagnaður Apple jókst mikið milli ára Hagnaður bandaríska tölvuframleiðandans Apple nam einum milljarði bandaríkjadala á síðasta fjórðungi liðins árs. Þetta jafngildir rúmum 70 milljörðum íslenskra króna sem er 78 prósenta aukning á milli ára. Skýringanna er helst að leita í gríðarmikilli söluaukningu á iPod-spilurum og meiri sölu á fartölvum um jólin. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:43
Friður að komast á í Kongó Uppreisnarmenn í Kongó, sem lúta stjórn Laurent Nkunda, eru byrjaðir að sameinast kongólska hernum. Nkunda er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og var leiðtogi uppreisnar í Norður Kivu, sem er í norð-austurhluta landsins. Stjórnvöld hafa undanfarið átt í viðræðum við hann um að sameinast þjóðarhernum og leggja niður vopn sín en viðræðurnar fóru fram í grannríki Kongó, Rúanda. Erlent 18.1.2007 09:39
Verðbólga innan EES-ríkjanna 2,1 prósent Samræmd vísitala neysluverðs í löndum Evrópska efnahagssvæðisins mældist 103,2 stig í síðasta mánuði. Þetta er 0,4 prósenta hækkun frá nóvember. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var 5,9 prósent í mánuðinum, samkvæmt Hagstofu Íslands. Viðskipti erlent 18.1.2007 09:16