Erlent

Fréttamynd

Framkvæmdastjóri HMV hættir í kjölfar tapreksturs

Framkvæmdastjóri bresku tónlistar- og bókaverslanakeðjunnar HMV hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Að sögn breska dagblaðsins Telegraph er taprekstur fyrirtækisins á síðasta rekstrarári, sem lauk í október í fyrra, helsta ástæða brotthvarfs framkvæmdastjórans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viltu eitt eða tvö egg ?

Bóndinn var ekki heima þegar þrjú svín brutust út úr stíu sinni á býli hans, sem er í Temerin í Serbíu, um sjötíu kílómetra norðvestan við Belgrad. Svínin röltu sér inn í íbúðarhúsið til að skoða sig um. Þar velti eitt þeirra um sjónvarpstæki með miklum látum.

Erlent
Fréttamynd

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkar

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkaði um eitt prósent í nóvember á síðasta ári, samkvæmt útreikningum sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem dregur úr viðskiptahallanum vestanhafs sem hefur verið í methæðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flugvélin loks fundin

Hernaðaryfirvöld í Indónesíu hafa skýrt frá því að flak flugvélar sem fórst í Indónesíu í síðustu viku sé loks fundið. Svo virðist sem hluti af flakinu liggi á hafsbotni nærri Sulawesi, en vélin var á leið þangað. Lengi hefur verið leitað að vélinni og mikil reiði varð þegar herinn tilkynnti að vélin hefði fundist í fjallendi og tólf komist af en það reyndist síðan rangt.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn neita loftárásum

Bandaríkin hafa neitað því að hafa ráðist á skotmörk í Sómalíu í dag og segjast aðeins hafa gert árásir á mánudaginn síðastliðinn. Loftárásir voru þó gerðar og segja bandarísk yfirvöld að þar hafi verið að verki eþíópíski herinn.

Erlent
Fréttamynd

Chavez hyggur á frekari þjóðvæðingu

Hugo Chavez var í dag settur í embætti forseta Venesúela til næstu sex ára. Hann vann stórsigur í kosningum í fyrra og hefur á þeim grundvelli ákveðið að ýta úr vör umfangsmiklum þjóðvæðingarverkefnum. Chavez hafði þegar sagt að hann ætlaði sér að þjóðvæða fjögur olíuverkefni sem og fjarskiptafyrirtæki en bætti svo við í ræðu eftir athöfnina í dag að hann hygðist þjóðvæða jarðgasverkefni líka.

Erlent
Fréttamynd

Bush fjölgar hermönnum um 21.500

Samkvæmt nýjustu fregnum mun George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fjölga hermönnum í Írak um 21.500 manns. Áður var talið að það myndu verða 20.000. Einnig hefur verið skýrt frá því að Bush ætli sér að biðjast afsökunar á því að hafa ekki haft nógu marga hermenn í Írak eftir innrásina.

Erlent
Fréttamynd

Hvalur biðst afsökunar á árekstri

Eigandi báts sem hvalir höfðu synt á og gert gat á sagði að hvalurinn sem gerði gatið hefði reynt að segja „Fyrirgefðu“ við sig þar sem hann fann svo góða tilfinningu streyma frá hvalnum. Maðurinn, sem heitir Lindsay Wright, var á siglingu 80 sjómílur vestur af Nýja-Sjálandi þegar þegar áreksturinn átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Rússar skora á USA að samþykkja Kyoto samninginn

Rússneska þingið samþykkti ályktun í dag þar sem skorað er á Bandaríkin að samþykkja Kyoto samninginn og um leið að fella úr gildi verslunarhömlur sem hafa verið í gildi í fleiri áratugi. Ályktunin var samþykkt af öllum meðlimum Dúmunnar nema einum, sem sat hjá.

Erlent
Fréttamynd

IAEA aðstoðar ríki Afríku

Afrískar þjóðir sögðu í dag að þau hefðu ákveðið að herða öryggisgæslu við kjarnorkuver sem og kjarnaofna sem notaðir eru til rannsókna. Oft hefur verið sagt að öryggi í kringum þær sé ábótavant og alþjóðasamfélagið er farið að óttast að erlend öfl reyni að verða sér úti um úraníum í löndum í Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Leitað að málverki eftir Da Vinci

Ein af helstu ráðgátum listaheimsins gæti ráðist á næstu dögum. Miklar getgátur hafa verið um hvort að enn sé eitt mesta meistaraverk Leonardo da Vincis ófundið en listfræðingar segja að hugsanlegt sé að 500 ára gamalt verk meistarans sé falið bak við vegg í ráðhúsinu í Flórens.

Erlent
Fréttamynd

11 látnir og 14 slasaðir í árás í Kerbala

Vígamenn í borginni Kerbala skutu í dag á tvær rútur fullar af shía múslimum sem voru að koma úr árlegri pílagrímsferð til Mekka með þeim afleiðingum að 11 létust og 14 særðust. Ríkisstjóri Kerbala sagði árásina sennilega vera hefndaraðgerð þar sem fregnir bárust af því í gær að rútu af súnní múslimum hefði verið rænt í nágrenni Anbar héraðsins en þær fréttir reyndust síðar rangar.

Erlent
Fréttamynd

Páfi stappar stálinu í Pólverja

Benedikt páfi skoraði á pólska kaþólikka til þess að herða sig í ljósi áfalla sem pólska kirkjan hefur orðið fyrir undanfarið. Einn biskup og annar prestur hafa sagt af sér á stuttum tíma í Póllandi vegna þess að upp komst að þeir hefðu verið njósnarar fyrir kommúnistaflokk landsins á tímum Kalda stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Japanir vara við vopnasölu til Kína

Japanir róa þess nú öllum árum að Evrópusambandið haldi í vopnasölubannið til Kínverja. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, er á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin um þessar mundir til þess að afla framboði Japans til varanlegrar setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fylgis.

Erlent
Fréttamynd

Líf færist í olíuæðar Hvít-Rússa

Olía Rússa gæti flætt um leiðslur Hvít-Rússa eins og hún gerði áður fyrr, eftir aðeins nokkrar klukkustundir, eða um leið og Hvít-Rússar skila olíunni sem þeir stálu. Sendiherra Rússa hjá Evrópusambandinu sagði frá þessu eftir fundi með orkumálaráðherra Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Léku eftir aftöku Saddams

Litlu munaði að börn í bænum Gausdal í Noregi hengdu vin sinn á dögunum. Vinahópurinn hafði ákveðið að leika eftir aftöku Saddams Hússein, Íraksforseta, og fékk einn úr hópnum hlutverk einræðisherrans.

Erlent
Fréttamynd

Boða iðnbyltingu

Evrópusambandið boðar iðnbyltingu í nýrri áætlun um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjórn sambandsins vill að aðildarríkin minnki útblástur gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent fyrir 2020. Evrópa verði að taka forystuna í að þróa efnahag sem byggi síður á kolefnum.

Erlent
Fréttamynd

Vopnhlé komið á í Súdan

Ríkisstjórn Súdans og uppreisnarmenn í Darfur héraði landsins hafa samþykkt 60 daga vopnahlé og fundi til þess að ræða hugsanlegt friðarsamkomulag. Á bak við þetta standa Afríkusambandið og Sameinuðu þjóðirnar.

Erlent
Fréttamynd

Indverjar vilja halda kjarnorkutilraunum áfram

Indverjar gætu dregið sig úr kjarnorkusamstarfi við Bandaríkin ef þeir fá ekki að framkvæma kjarnorkutilraunir og auðga úraníumúrgang þeirra kjarnorkuvera sem Bandaríkjamenn ætla að selja þeim.

Erlent
Fréttamynd

Bush þarf 497 milljarða í viðbót

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, þarf 6,8 milljarða dollara, eða um 497 milljarða íslenskra króna í aukafjárveitingu til þess að geta sent 20 þúsund viðbótarhermenn til Íraks. Inni í þessari upphæð er einnig kostnaður við uppbygginu og störf sem af henni hljótast en háttsettir embættismenn innan ríkisstjórnar Bush sögðu frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Vildi ekki hulið höfuð

Egypskur ráðherra rak aðstoðarkonu sína út af fundi, þegar hún neitaði að fjarlægja höfuðbúnað sinn, sem huldi allt nema augu hennar. Það var trúarmálaráðherra Egyptalands sem þetta gerði.

Erlent
Fréttamynd

Hamas segist geta viðurkennt Ísraelsríki

Æðsti leiðtogi Hamas samtakanna sagði í viðtali í dag að Hamas viðurkenndi að tilvera Ísraelsríkis sé staðreynd. Khaled Meshaal, útlægur leiðtogi samtakanna virðist þarna taka mildari stefnu gagnvart Ísrael en áður. Í viðtalinu segir Meshaal að Ísrael sé raunverulegt og að það verði áfram til ríki sem heitir Ísrael. Það sé staðreynd.

Erlent
Fréttamynd

Íþaka fundin ?

Breskir fræðimenn telja sig vera búnir að finna hina foru eyju Íþöku þar sem hetja Hómers Ódysseifur bjó. Ef Íþaka er fundin er það varla minni atburður en þegar Trója fannst í Tyrklandi árið 1870. Vísindamennirnir hafa verið að bora djúpar holur á eynni Paliki til þess að leita vísbendinga um hvernig landslagið hafi breyst á síðustu árþúsundum.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð ekki lægra síðan árið 2005

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði enn frekar í dag vegna góðs veðurfars á norðausturströnd Bandaríkjanna sem hefur orðið til þess að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og olíubirgðir í landinu aukist. Verð á Norðursjávarolíu hefur ekki verið lægra síðan um mitt ár 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flugvélar leitað á hafsbotni

Hafrannsóknarskip bandaríska flotans sem aðstoðar við leit að indónesisku farþegaþotunni sem fórst fyrir níu dögum, ætti að geta varpað ljósi á hvort málmhlutir sem fundist hafa á hafsbotni, séu flak vélarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Rússar og Hvítrússar semja um olíu

Hvíta Rússland segir að samkomulag hafi náðst um að hefja aftur útflutning á Rússneskri olíu til vestur Evrópu, en hann hefur legið niðri í þrjá daga vegna deilu Rússlands og Hvíta Rússlands um verð á olíu frá fyrrnefnda landinu til þess síðarnefnda.

Erlent
Fréttamynd

Kaþólska kirkjan þolir ekki grínþátt

Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar í Litháen segir að kirkjan muni höfða mál á hendur sjónvarpsstöðinni MTV-Litháen vegna teiknimyndaflokksins "Páfabær" sem hann segir að hæðist að páfanum og öllum kaþólskum Litháum.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttum stýrivöxtum spáð í Bretlandi

Líkur eru taldar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum að loknum fundi sínum á morgun. Breska dagblaðið Evening Standard spáir því hins vegar að vextirnir hækki um 25 punkta í næsta mánuði og fari þeir þá í 5,25 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vel innréttaðir pyntingaklefar

Til sölu: nokkur hundruð herbergja kastali frá fjórtándu öld, með blóði drifna sögu. Engin upphitun, en vel innréttaðir pyntingaklefar. Hellingur af veinandi draugum. Verð um þrír milljarðar króna.

Erlent