Erlent

Fréttamynd

Þjóðarsorg í Afganistan

3 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Afganistan eftir að 41 hið minnsta týndi lífi í sjálfsvígssprengjuárás norður af höfuðborginni Kabúl í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í landinu síðan fjölþjóðlegt herlið - undir forystu Bandaríkjamanna - gerði innrás 2001 og steypti stjórn Talíbana. Þeir segjast ekki bera ábyrgð á ódæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælt í Georgíu

Óeirðalögreglumenn notuðu táragas, vatnsþrýstidælur og kylfur til að dreifa mótmælendum í Tíblisi, höfuðborg Georgíu í morgun. Mótmælt var þar í morgun - sjötta daginn í röð. Afsagnar Mikhaíls Saakashvilis forseta, er krafist vegna ásakan um spillingu og einræðistilburði.

Erlent
Fréttamynd

Risatap hjá General Motors

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM), annar umsvifamesta fyrirtækið á þessu sviði á eftir Toyota, tapaði 39 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 2.273 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins litlum 147 milljónum dala. Þetta er stærsta tap í sögu bílaframleiðandans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Munur milli punds og dals ekki meiri í 26 ár

Gengi breska pundsins rauk í dag í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal, sem hefur lækkað ört í kjölfar stýrivaxtalækkunar bandaríska seðlabankans í síðustu viku. Þegar mest lét fengust 2,1052 dalir fyrir hvert pund. Gengi evrunnar hefur sömuleiðis ekki verið sterkara gagnvart dalnum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Toyota á góðri keyrslu

Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð í hæstu hæðum

Verð á hráolíu rauk upp í 98 dali á fjármálamörkuðum í Asíu í nótt en verðið hefur aldrei verið hærra. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú er lækkun á gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og áhyggjur manna um að olíuframleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir svartagullinu í vetur. Þá spilar veðurfar inn í en stormur á Norðursjó varð til þess að brestur varð á olíuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mamma morðingi

Bandarísk kona sem sagði að bílþjófur hefði myrt sjö ára gamlan son sinn hefur sjálf verið handtekin fyrir verknaðinn.

Erlent
Fréttamynd

Herforingja hunsa Sameinuðu þjóðirnar

Herforingjastjórnin í Burma hefur hafnað beiðni sérlegs sendiherra Sameinuðu þjóðanna um þríhliða viðræður við Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Mega skoða berar stelpur

Kristnir þrýstihópar í Bandaríkjunum eru æfir yfir því að varnarmálaráðuneytið hefur ákveðið að leyfa að tímarit eins og Playboy og Penthouse verði seld í herstöðvum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Hann lagaði útsýnið

Þýski eftirlaunaþeginn var ekki ánægður með útsýnið úr sumarbústaðnum sínum skammt frá Luebeck.

Erlent
Fréttamynd

Vilja selja öskur Tarzans -hlustið

Erfingjar bandaríska rithöfundarins Edgars Rice Burroughs vilja gera Tarzan öskur leikarans Johnnys Weissmuller að vernduðu vörumerki svo þeir geti selt það í auglýsingar, sem farsímahringingu og í tölvuleiki.

Erlent
Fréttamynd

Hafnaði blóðgjöf og dó

Tuttugu og tveggja ára gömul bresk kona lést á sjúkrahúsi í síðasta mánuði eftir að hafa fætt heilbrigða tvíbura.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn sagðir þjálfa menn til morða

Í leynilegri skýrslu norsku lögreglunnar er öryggisfyrirtæki sem tveir Norðmenn stjórna sakað um að þjálfa fólk í pyntingum og að hafa tekið að sér að myrða fólk í Afganistan fyrir bandarísk stjórnvöld.

Erlent
Fréttamynd

Thorning-Schmidt vill komast að

Jafnaðarmenn í Danmörku vilja taka aftur skattalækkanir og byggja upp velferðarkerfið. Jafnaðarmenn hafa verið sex ár í stjórnarandstöðu og leggja mikla áherslu á að komast í stjórn.

Erlent
Fréttamynd

500 handteknir

Yfirvöld í Pakista hafa handtekið hátt í 500 manns eftir að neyðarlög voru sett þar í gær - þar á meðal stjórnarandstæðinga og fulltrúa hjálparsamtaka. Forsætisráðherra Pakistans segir neyðarlög gilda eins lengi og þurfa þyki og þingkosningum frestað um ár.

Erlent
Fréttamynd

Hermönnum skilað

Skæruliðar Kúrda létu í morgun lausa átta tyrkneska hermenn sem þeir tóku höndum í umsátri í síðasta mánuði. Óvíst er hvort það dugar til að koma í veg fyrir innrás Tyrkja í Norður-Írak.

Erlent
Fréttamynd

Þingkosningum frestað

Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun.

Erlent