Sjósund

Fréttamynd

Setti hraða­met í heiðurssundi fyrir syni Eddu Bjarkar

Sigurgeir Svanbergsson synti í gær frá Flateyri til Holtsstrandar og sló hraðamet í sundinu sem hann vill kalla Drengjasund. Sigurgeir stundar sjósund til að berskjalda sig fyrir því sem honum þykir óþægilegt. Hann segir hafi geta verið hættulegt og skelfilegt en það jafnist ekkert á við tilfinninguna að skríða upp hinum megin.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum

Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill.

Lífið
Fréttamynd

Mögnuð reynsla og magnaður hópur

Sundhópurinn Hafmeyjurnar synti þvert yfir Ermarsundið í gær. Hópurinn, sem samanstendur af sjö konum um fimmtugt, kláraði sundið á rétt rúmum sautján klukkustundum. Einn sundkappanna segir allt hafa gengið eins og í sögu. 

Sport
Fréttamynd

Hafmeyjurnar synda yfir Ermarsundið

Íslenski sjósundhópurinn Hafmeyjurnar syndir nú yfir Ermarsundið í boðsundi. Hópurinn samanstendur af sjö vöskum sjósundkonum sem hófu að synda í nótt og hafa nú verið að í tæpan hálfan sólarhring. 

Sport
Fréttamynd

Breyttur tími fyrir sjósunds­fólk

Á­fram verður opið á föstu­dögum á Yl­ströndinni í Naut­hóls­vík í vetur, en nú verður sú breyting á að lokað verður á mánu­dögum og opnunar­tímum strandarinnar á virkum dögum því fækkað um einn. Þetta kemur fram í svörum frá Reykja­víkur­borg til Vísis.

Innlent
Fréttamynd

Hópur manna reyndi að synda í Reynis­fjöru

Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum.

Innlent
Fréttamynd

Sund­garpar varaðir við skólpi í sjó

Veitur vara sjósundsfólk við því að á morgun og hinn muni skólp fara í sjó við Skeljanes og Faxaskjól á meðan prófun stendur yfir á búnaði í dælustöðvum og neyðarlúgur verða opnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja vita meira um skólpið

Sjósundsfólk fagnar nýrri skiptiaðstöðu við Ægisíðu í Vesturbænum en kallar eftir ítarlegri upplýsingum um vatnsgæði í rauntíma þar sem skólphreinsistöð stendur þar skammt frá.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var alveg epískt sjónar­spil“

Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 

Lífið
Fréttamynd

Sjósunds­maðurinn fannst látinn

Sjósundsmaður sem leitað var að út fyrir Langasandi við Akranes í gær fannst látinn. Þetta staðfestir lögreglan á Vesturlandi en maðurinn hafði verið ásamt öðrum við sjósund. Leit hófst eftir að hann skilaði sér ekki í land. 

Innlent
Fréttamynd

Hressar sjósundskonur í Stykkishólmi

Þær kalla ekki allt ömmu sína hópur kvenna í Stykkishólmi, sem fer saman í sjósund nokkrum sinnum í viku. Næsta verkefni þeirra er að byggja upp saunabað við aðstöðuna sína.

Innlent
Fréttamynd

Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni

Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir.

Lífið
Fréttamynd

Jólastressið hverfur með sjósundi

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

Syntu í gegnum grafreit draumanna

Birna Bragadóttir var mikil kuldaskræfa þegar hún prófaði sjósund 2016. Ári síðar myndaði hún kvennahóp til að synda yfir Ermarsundið og það tókst þegar hún synti 34 kílómetra boðsund frá Englandi til Frakklands ásamt fimm öðrum konum.

Lífið
  • «
  • 1
  • 2