Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður í Landsréttarmálinu kallar eftir viðbrögðum frá ríkissaksóknara í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, þess efnis að Landsréttur hafi verið ólöglega skipaður. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Lögmannafélags Íslands sem segir miður að fólki gefist ekki kostur á að sækja um opinberan stuðning, eða gjafsókn, við málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir bólusetningar við kórónuveirunni geta hafist í fyrstu vikum næsta árs og hjarðónæmi myndist fljótt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar hér á landi í janúar. Hún reiknar með að bóluefni sem nægir fyrir alla landsmenn komi í einni sendingu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra,sem segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldréttum okkar segjum við frá því að sjö ára íslenskur drengur hafi veikst lífshættulega nú í haust af alvarlegri bráðabólgu sem tengist Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar ræðum við við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir segir þróun kórónuveirufaraldursins síðustu daga frekar ískyggilega. Hann telur að sóttvarnaryfirvöld hafi yfirhöfuð staðið sig vel en brugðist bogalistinn síðustu vikur og gefið fólki vonir um tilslakanir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir atburðarás dagsins eftir að dómsmálaráðherra ákvað að leggja fram frumvarp til að stöðva verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá áhyggjum sóttvarnayfirvalda um að kórónuveirufaraldurinn sé aftur að sækja í sig veðrir sem skora á almenning um að sýna samstöðu í persónulegum sóttvörnum.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við hjúkrunardeildarstjóra á Landakoti sem segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp - þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum. Þær segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við deildarstjóra öldrunarlækningarkjarna Landspítalans sem segir að starfsmönnum Landakots hafi verið boðið upp á sálrænan stuðnings vegna hópsýkingarinnar sem þar kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjallað verður um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fengin viðbrögð frá formanni Öryrkjabandalagsins og forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Neyðarástand er yfirvofandi hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja. Sú staða blasir við að þyrlufloti gæslunnar stöðvist á næstu dögum. Rætt verður við Georg Kr. Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, í beinni útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Næstum annar hver nemandi í fyrsta bekk í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fimmti hver innflytjandi á Íslandi er án atvinnu. Í kvöldfréttum ætlum við að tala við pólska konu sem notar tímann til að læra íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö segjum við frá nýrri könnun sem sýnir að andlegri heilsu barna í efri deildum grunnskóla fer hrakandi. Í sömu könnun er að finna sláandi niðurstöður um nikótínpúðanotkun unglinga.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rannsókn á hópsýkingunni á Landakoti, væntanlegar tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum og tendrun ljósa á Jólakettinum í Reykjavík verður á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá því að skipulag Reykjavíkur hefur hafnað hugmyndum fjárfestisins Vincent Tan um byggingu fjölnota stórhýsis á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Áætlaður kostnaður var um fjörtíu milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Viðbrögð borgarstjóra og forsætisráðherra við frásögnum af illri meðferð fólks í Arnarholti eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna lýsti yfir sigri í nótt. Fráfarandi forseti landsins Donald Trump heldur ásökunum um kosningasvik til streitu án sannana og hefur ekki enn óskað verðandi forseta til hamingju með sigurinn og þannig viðurkennt ósigur sinn.

Innlent