Innlent

Fréttamynd

Sigurerni sleppt á föstudag

Stefnt er að því að sleppa erninum Sigurerni sem dvalið hefur í Fjölskyldu og húsdýragarðinum undanfarna mánuði nærri Grundarfirði á föstudag. Örninn komst í fréttirnar í júní síðastliðnum þegar honum var bjargað eftir að hann hafði steypst ofan í lón nærri Grundarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur dregst mest saman á Íslandi á milli ára

Búist er við að heldur dragi úr hagvexti í hinum norrænu ríkjum á næsta ári ef undan er skilinn Noregur, en mest dregur úr honum hér á landi. Reiknað er með að hagvöxtur á Norðurlöndunum verði að meðaltali um 3,4 prósent á þessu ári en þrjú prósent árið 2007.

Innlent
Fréttamynd

Skipar starfshóp vegna stækkunar friðlands Þjórsárvera

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Standard & Poor's hækkar mat á NEMI

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað matseinkun norska tryggingafélagsins NEMI ASA í BBB úr BBB- . Matseinkunin var einnig tekin af lánshæfislista (e. CreditWatch) matsfyrirtækisins og segir jafnframt að horfur séu stöðugar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eggert ætlar með West Ham í meistaradeildina

Eggert Magnússon, verðandi formaður fótboltafélagsins West Ham í Lundúnum, sagði í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins að hann ætlaði félaginu að keppa um sæti í meistaradeild Evrópu. Hann tók þó fram um leið að hann aðhylltist þróun frekar en byltingu hjá félaginu og mest áhersla yrði lögð á að ala upp leikmenn hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkt að selja hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun

Samþykkt var á sjöunda tímanum í kvöld á borgarstjórnarfundi að selja hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Umræður tóku langan tíma og var tillagan samþykkt með meirihlutaatkvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokksins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Frjálslyndra greiddu hinsvegar atkvæði gegn sölunni.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir

Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar eignast West Ham

Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur enn í lífshættu eftir líkamsárás í Lundúnum

Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður Bergsdóttir fær heiðursverðlaun Myndstefs

Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

HÍ og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins gera samstarfssamning

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor undirrituðu í dag samstarfssamning sem Greiningar- og ráðgjafarstöðin og Háskóli Íslands hafa gert með sér um kennslu og rannsóknir.

Innlent
Fréttamynd

OR leitar heitra vatnsæða í Fljótshlíð

Orkuveita Reykjavíkur og Rangárþing eystra hafa gert með sér samkomulag um jarðhitaleit í Fljótshlíð, en þar eru flestir bæir nú hitaðir með rafmagni. Fram kemur í tilkynningu frá aðilunum tveimur að forsenda slíkrar leitar sé að samkomulag náist við landeigendur, en sveitarfélagið mun þegar hefjast handa við að afla heimildar þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda dregst mikið saman hjá Alcan

Útstreymi gróðurhúsaloftegunda frá álveri Alcan í Straumsvík hefur minnkað um sjötu prósent fyrir hvert framleitt tonn af áli frá árinu 1990. Þetta kom fram á fundi hjá Samtökum atvinnulífins um útstreymi frá álverum á Íslandi sem fram fór fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Anna Kristín tekur þriðja sætið

Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Eins og kunnugt er sóttist Anna Kristín eftir 1. til 2. sætinu í prófkjöri flokksins í síðasta mánuði en hún varð að láta í minni pokann fyrir Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni.

Innlent
Fréttamynd

Gengi 365 hf. heldur áfram að lækka

Gengi hlutabréfa 365 hf., sem áður var Dagsbrún, hefur lækkað um nærri 9,2 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem bréfin lækka umtalsvert. Lækkunin í gær nam 8 prósentum miðað við lokagengi bréfa Dagsbrúnar áður en það félag breyttist í 365.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Batt sleða við bíl og dró félaga sinn

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur piltum, 16 og 17 ára, í einu úthverfa borgarinnar í gærkvöld sem bundið höfðu sleða við bíl eldri piltsins sem ók síðan með þann yngri í eftirdragi á sleðanum. Þeim var gert að hætta þessari iðju tafarlaust og jafnframt bent á hættuna sem þessu fylgdi.

Innlent
Fréttamynd

Kaldavatnslaust í Borgarnesi

Ekkert kalt vatn er í Borgarnesi eftir að kaldavatnsæð fór þar í sundur laust fyrir klukkan tvö. Óhappið varð á framkvæmdasvæði við verlsunina Bónus, skammt frá Borgarfjarðarbrúnni. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur að búið hafi verið að hengja vatnsæðina upp vegna framkvæmdanna en bakki gaf sig með þeim afleiðingum að vatnsleiðslan kubbaðist í sundur.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli

Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir tekur 49 milljarða króna sambankalán

Glitnir hefur skrifað undir þriggja ára sambankalán sem nemur um 550 milljónum evra eða 49 milljörðum íslenskra króna. Það er jafnframt stærsta sambankalán sem bankinn hefur tekið. 28 alþjóðlegir bankar og fjármálstofnanir frá tólf löndum taka þátt í láninu.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu aldraðs manns á höfuðborgarsvæðinu

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu leituð í morgun að karlmanni á áttræðisaldri. Hann sást síðast um kl. 22 í gærkvöld við bensínstöð ESSO á Ártúnsholti á bifreið sinni og var farið að óttast um hann. Þegar björgunarsveitir höfðu leitað í rúma klukkustund fannst maðurinn fram heill á húfi á heimili sínu.

Innlent
Fréttamynd

Actavis kaupir meirihluta í rússnesku lyfjafyrirtæki

Actavis hefur keypt 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje. Kaupverðið er 47 milljónir evra eða um 4,2 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá félaginu en þar af verður um helmingnum varið til að stækka verksmiðju ZiO og þannig auka framleiðslugetu fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins eftirlit með mannaferðum á varnarsvæðinu

Eina eftirlitið sem verið hefur á Varnarsvæðinu fyrrverandi í Keflavík er með mannaferðum en ekki viðhaldi mannvirkja. Hundraða milljóna tjón varð þar vegna vatnsskemmda en engar tryggingar eru fyrir hendi að sögn utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

518 sviptu sig lífi á Íslandi á árunum 1990-2005

518 Íslendingar sviptu sig lífi á árunum 1990 til 2005, stærstur hlutinn karlar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar þingmanns. Tölurnar eru fengnar frá Landlæknisembættinu.

Innlent
Fréttamynd

Starfshópur fer yfir málefni barna af erlendum uppruna

Tilkynnt var á fundi menntaráðs Reykjavíkurborgar í gær að stofna ætti starfshóp um málefni barna af erlendum uppruna sem stunda nám í grunnskólum borgarinnar. Starfshópnum er meðal annars ætlað að gera tillögur um úrbætur í þjónustu við börn og unglinga af erlendum uppruna, þar á meðal í íslenskukennslu.

Innlent