Innlent

Fréttamynd

Fitch staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Matsfyrirtækið segir Ísland þurfa að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar. Það hafi verið gert á Nýja-Sjálandi, sem hefur álíka lánshæfismat, að sögn Fitch Ratings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenski sýningarskálinn verðlaunaður á Feneyjatvíæringnum

Íslenski sýningarskálinn á Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut í gær sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkistektastofu, en þar kynna Íslendingar tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Þrefalt fleiri atvinnuleyfi á fyrstu fjórum mánuðum ársins en í fyrra

Um þrefalt fleiri ný tímabundin atvinnuleyfi voru gefin út á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Þar segir að 2.350 ný atvinnuleyfi hafi verið gefin út frá ársbyrjun til aprílloka og voru um tveir þriðju leyfanna vegna starfa í bygginariðnaði.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir fyrirtæki á Nýfundnalandi

Eimskip hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu Harbour Grace CS Inc (HGCS) á Nýfundnalandi. Harbour Grace sér um frystigeymslu- og losunarþjónustu við togara í bænum Harbour Grace við Conception Bay á Nýfundalandi. Eimskip hefur átt fjórðungshlut í Harbour Grace Inc frá árinu 2000.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Best að búa í Noregi og á Íslandi

Noregur og Ísland eru í efstu tveimur sætunum á nýjum lista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna yfir lönd þar sem bestu lífsskilyrði í heiminum eru. Öll norrænu ríkin eru meðal þeirra fimmtán landa þar sem best er að búa, Svíar í fimmta sæti, Finnar í ellefta og Danir í fimmtánda.

Innlent
Fréttamynd

Forseti íslands ávarpar ráðstefnu Special Olympics

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun á morgun flytja ávarp á ráðstefnu í New York á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um málefni Special Olympics og fyrirhugaða heimsleika samtakanna í Shanghai í Kína haustið 2007.

Innlent
Fréttamynd

Búist við ofsaveðri á sunnanverðu landinu í fyrramálið

Gera má ráð fyrir ofsaveðri vestan til á Suðurlandi og við sunnanverðan Faxaflóa og hugsanlega höfuðborginni í fyrramálið. Hvasst verður í nótt en hið eiginlega ofsaveður skellur á um kl. 5 en uppúr hádegi fer að lægja þó hvasst verði fram eftir öllum degi. Má búast við vindhraða á bilinu 20-33 m/s á þessu svæði og að vindhviður nái um eða yfir 50 m/s í fjöllóttu landslagi.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkt að leita eftir tillögum að frístundakorti

Borgarráð samþykki á fundi sínum í morgun að fela Íþrótta- og tómstundaráði og ÍTR að vinna tillögur að svokölluðu frístundakorti vegna þátttöku barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára í æskulýðs, íþrótta- og menningarstarfi í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Feðradagur á Íslandi í fyrsta sinn á sunnudag

Feðradagurinn verður í fyrsta sinn haldinn hér á landi á sunnudaginn kemur. Sama dag verður haldin ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Féalgs ábyrgra feðra á Nordica-hótelinu þar sem fjallað verður um feður í samfélagi nútímans og mikla þátttöku feðra á Íslandi í fæðingarorlofi, en fram hefur komið að um 90 prósent feðra nýta sér sitt orlof.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar boðaðar í House of Fraser

Breskir fjölmiðlar hafa í dag vitnað til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, sem segir að breskar verslanir séu leiðinlegar og þreytandi og bjóði margar hverjar upp á sama vöruúrval. Baugur Group og aðrir fjárfestar luku við kaup á bresku verslanakeðjunni House of Fraser í gær. Jón sagði verslanakeðjuna ætla að hætta sölu nokkurra þekktra vörutegunda, hefja sölu á nýjum merkjum og „krydda“ vöruúrvalið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Embættisafglöp ráðamanna

Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp í sölu á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og segir ferlið allt glórulaust.

Innlent
Fréttamynd

Líðan fólks sem bjargað var úr eldsvoða óbreytt

Líðan mannsins og konunnar sem bjargað var úr eldsvoða í Ferjubakka í Reykjavík í fyrradag er óbreytt. Þeim er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Konan, sem ofbeldismaður stakk með hnífi og kveikti í heimili hennar á Húsavík, er á batavegi. Hún var útskrifuð af gjörgæslu í fyrradag og er nú á almennri deild.

Innlent
Fréttamynd

Nýr og betri Vísir.is

Nýr, öflugri og stílhreinni Vísir.is birtist landsmönnum í dag eftir gagngera endurskoðun á uppbyggingu, útliti og innihaldi. Stóraukin áhersla er á almennan fréttaflutning, íþrótta- og viðskiptafréttir. Að baki fréttahluta Vísis er 60 manna fréttastofa NFS auk Fréttablaðsins en að jafnaði hafa um tíu þrautreyndir fréttamenn það meginhlutverk að skrifa fréttir á Vísi. Fréttir birtast bæði í textaformi og sem sjónvarpsinnslög sem hægt er að sjá og heyra á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Um 500 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Tæplega 500 manns hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer á laugardaginn kemur. Þetta kemur fram á heimasíðu flokksins. Fimmtán sækjast eftir sæti á lista flokksins, þar á meðal allir átta núverandi þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

Innlent
Fréttamynd

Undirritaði tvísköttunarsamning við Úkraínu

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði í gær tvísköttunarsamning við Úkraínu ásamt Mykola Azarov, fjármálaráðherra landsins, en Valgerður hefur verið í opinberri heimsókn í Úkraínu undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela

Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kalkofnsvegur opnaður á ný eftir þrengingar

Kalkofnsvegur var í morgun opnaður á ný eftir þrengingar síðustu daga og er nú tvær akreinar í hvora átt. Hann var á dögunum þrengdur þegar á milli Lækjargötu og Faxagötu þegar nýtt frárennslisrör var lagt samhliða Kalkofnsvegi að Hverfisgötu.

Innlent
Fréttamynd

Búist við töluverðu hvassviðri í kvöld og nótt

Seint í kvöld og síðan í nótt má búast við talsvert hvössu veðri á landinu. Eru horfur á að vindhraðinn verði á bilinu 18-25 m/s þegar hvassast er með talsvert hærri vindhraða í hviðum eða allt að 40 m/s. Hvassast verður sunnan til í nótt en á morgun hvessir einnig vestan og norðvestan til á landinu samhliða því að vindur snýr sér til vesturs og norðvesturs.

Innlent
Fréttamynd

Aukið tap hjá DeCode

DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði 23,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1,6 milljörðum króna, á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljónir dala tap eða tæplega 778 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Tap móðurfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 62,2 milljónum dala eða 4,2 milljörðum króna sem er 1,4 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam tapið 2,8 milljörðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guðjón vill ekki hitta sendiherra Ísraels

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur aflýst fyrirhugðum fundi með Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels. Þingflokkur Frjálslynda flokksins sendi í dag sendiráði í Ísraels í Noregi tilkynningu um þetta. Ástæðan eru aðgerðir Ísraelshers á Gaza. Þeir Guðjón Arnar og Miryam Shomart ætluðu að funda í Reykjavík 15. nóvember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Þjófnaðir í gegnum heimabanka til rannsóknar

Lögreglan í Reykjavík rannsakar þjófnað upp á annan tug milljóna króna úr íslenskum heimabanka. Auðkennislykill sem bankarnir ætla að innleiða um áramót hefði komið í veg fyrir þjófnaðinn. Varasamt er að fara inn á heimabanka í tölvum sem fólk þekkir ekki eða í tölvum sem eru ekki með öflug njósna- og vírusvarnarforrit.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagn allstaðar komið á á Egilsstöðum

Rafmagn er komið á allstaðar á Egilsstöðum. Rafmagn fór af öllum bænum rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar grafinn var í sundur háspennustrengur. Rafmagn komst fljótlega á aftur víðast í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Færri nýir fólksbílar

Nýskráning fólksbíla dróst saman um 27% í október miðað við sama mánuð í fyrra en 965 fólksbílar voru skráðir í síðastliðnum mánuði. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum KB banka. Bifreiðakaup landans höfðu vaxið nær stanslaust frá árinu 2003. Þau tóku hins vegar að dragast saman í apríl á þessu ári eftir gengislækkun krónunnar.

Innlent
Fréttamynd

Nota gæsluþyrlu við rjúpnaveiðieftirlit

Landhelgisgæslan hefur tekið að sér að aðstoða embætti ríkislögreglustjóra og sýslumannsembætti víðs vegar um landið við eftirlit með rjúpnaveiðum í þeim tilgangi að stuðla að markvissri framkvæmd laga og reglna um rjúpnaveiðar. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsleysi á Egilsstöðum

Rafmagnslaust er enn á litlu svæði syðst á Egilsstöðum. Rafmagn fór af öllum bænum rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar grafinn var í sundur háspennustrengur. Rafmagn kom þó aftur á víðast hvar skömmu síðar. Verið er að vinna að viðgerð við spennustöðina við Kaupvang og er vonast til þess að rafmagn verði komið á innan klukkustundar.

Innlent
Fréttamynd

Hart deilt á félagsmálaráðherra vegna launamunar

Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.

Innlent