Innlent

Fréttamynd

Vilja auka veg kvenna á Alþingi

Femínistafélag Íslands skorar á stjórnmálaflokka sem ekki hafa myndað sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum fyrir komandi þingkosningar að hefjast strax handa og veita konum jafnan sess á við karla.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir ríkisborgar fylla þriðjung nýrra starfa

Erlendir ríkisborgarar hafa fyllt um þriðjung þeirra um það bil níu þúsund starfa sem orðið hafa til á yfirstandandi hagvaxtarskeiði. Til samanburðar urðu til ellefu þúsund ný störf í síðustu uppsveiflu og þá fylltu erlendir ríkisborgarar um fjórðung þeirra. Þetta kemur fram haustsskýrslu Þjóðarbúskaparins sem fjármálaráðuneytið gefur út.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnurekendur leiðrétti launamun kynjanna

Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínístafélags Ísland skorar á atvinnurekendur að fylgja landslögum og leiðrétta launamun kynjanna í fyrirtækjum sínum. Þessi áskorun er send í tilefni þess að í dag er liðið ár frá því að rúmlega 50.000 íslenskar konur gengu út af vinnustöðum sínum til að vekja athygli á launamuni kynjanna og krefjast leiðréttingar á honum.

Innlent
Fréttamynd

Verðmætum stolið frá Rauða krossinum

Brotist var inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði aðfaranótt mánudags og þaðan stolið verðmætum. Innbrotsþjófsins er leitað en lögreglan á Selfossi hefur engan grunaðan um innbrotið. Áfall, segir svæðisstjóri Rauða krossins.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sól í Straumi gegn stækkun í Straumsvík

Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Sementsverksmiðjuna í burt

Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra, að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki leyft innfluting hvalkjöts

Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Hleranaherbergið sýnt

Lögreglustjórinn í Reykjavík svipti hulunni af hleranaherberginu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Örugg lína tryggð milli Nató og Íslands

Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.

Innlent
Fréttamynd

Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík funda

Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman.

Innlent
Fréttamynd

Áhöfn Hvals 9 skýtur aðra langreyði

Áhöfnin á Hval 9 hefur skotið aðra langreyði. Hvalurinn er talinn vera yfir 60 fet og veiddist um 210 sjómílur vestur af Hvalfirði um klukkan hálffimm í dag. Hvalur 9 siglir nú til Hvalfjarðar og kemur þangað um tvöleytið á morgun þar sem hvalurinn verður skorinn.

Innlent
Fréttamynd

Fresta því að skerða lífeyri öryrkja

Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Hröð uppbygging í Grafarholti

Íbúar í Grafarholti voru tæplega 4800 í lok ágúst síðastliðins en aðeins eru sex ár síðan farið var að selja byggingarrétt í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Bati á fasteignamarkaði

148 kaupsamningum var þinglýst á fasteignamarkaði í síðustu viku. Þetta er 70 prósentum meiri velta en í ágústmánuði sem var einn sá rólegasti um langt skeið, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Gæðameiri íbúðir á góðum stað seljast betur en lakari íbúðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlendum ferðamönnum fjölgar um sjö prósent milli ára

Erlendum ferðamönnum í Leifsstöð fjölgaði um ríflega 20 þúsund eða um rúm sjö prósent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. 325 þúsun erlendir ferðamenn fóru um flugstöðina fyrstu níu mánuði þessa árs en þeir voru rúmlega 303 þúsund á sama tíma árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Aukin harka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Aukin harka virðist vera hlaupin í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Stjórn flokksins og frambjóðendum barst fyrir helgina nafnlaust bréf þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og kosningastjórn hans voru sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Actavis með þrjú ný samheitalyf í Tyrklandi

Actavis hefur markaðssett þrjú ný lyf í Tyrklandi sem öll verða seld undir eigin merkjum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé að ræða þunglyndislyfið Xenator, blóðþrýstingslyfið Blockace og og ofnæmislyfið Vivafeks.

Innlent
Fréttamynd

Hægt verður að greiða með kreditkortum fyrir bílastæði

Bjóða á upp á tímabundin kort og skafmiða til að greiða fyrir bílastæði í miðborginni, auk þess unnt verður að greiða fyrir notkun stæða með kreditkortum. Þetta var ákveðið á fundi Framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar í dag en finna á nýjar leiðir til að auðvelda viðskiptavinum að greiða fyrir bílastæði í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Spá minni hagnaði hjá Actavis

Greiningardeild Glitnis segir fjárhagsleg áhrif yfirtökuferlisins á Pliva mun neikvæðari en búist hafði verið við og spáir því að hagnaður Actavis lækki úr 23,2 milljónum evra eða um 2 milljörðum króna í 3,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 227 milljóna króna, á þriðja ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skýrir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum fyrir starfsbræðrum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Lúxemborg í dag. Þar kynnti hún sjónarmið og forsendur þeirrar ákvörðunar Íslands að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði

Brotist var inn í aðstöðu Rauða krossins í Hveragerði í nótt og þaðan meðal annars stolið fartölvu, skjávarpa og netsímatæki. Segir á vef lögreglunnar að hugsanlega hafi einhverju fleiru verið stolið en verið sé að fara yfir það.

Innlent
Fréttamynd

Mýrin sló opnunarmet um helgina

Útlit er fyrir að Mýrin, kvikmynd Baltasar Kormáks eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, geti slegið öll aðsóknarmet á Íslandi. Mýrin varð til þess að almennt aðsóknarmet var slegið í kvikmyndahúsunum í gær: Um 16.000 manns hafa nú séð hana Mýrina og eftir fyrstu sýningarhelgi nema tekjur 15,8 milljónum króna. Þetta er metopnun fyrir íslenska bíómynd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vilja að Hvalur eða Norðmenn greiði leiðina

Hvalur 9 er kominn út á miðin og hóf leit að hval upp úr klukkan tíu í morgun. Hrefnuveiðimenn ætla að hefja veiðar í vikunni en þeir búast ekki við að geta selt kjöt á Japansmarkað fyrr en í vor þegar annaðhvort fyrirtækið Hvalur eða Norðmenn hafa greitt leiðina á Japansmarkað.

Innlent
Fréttamynd

Viðbrögð Breta ekki eins sterk og búist hafði verið við

Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við.

Innlent
Fréttamynd

Landbúnaðarnefnd fjallar um samkeppnismál í næsta mánuði

Landbúnaðarnefnd Alþingis mun í næsta mánuði fjalla um nýfallinn úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem því var beint til landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir lagabreytingum svo mjólkuriðnaðurinn yrði ekki undanþeginn samkeppnislögum eins og nú er.

Innlent