Innlent

Fréttamynd

Magnús gerir upp við Björgólf Thor

Magnús Kristinsson, sem stóð í hörðum átökum við Björgólf Thor Björgólfsson í stjórn Straums-Burðaráss sendir Björgólfi tóninn í blaðagrein í dag. Segir Magnús að rót átakanna sé andstaða hans gegn því að Björgólfur notaði Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni.

Innlent
Fréttamynd

Sjö teknir fyrir ölvunarakstur

Rólegra var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt miðað við þá síðustu. Svo virðist sem gestir borgarinnar hafi hagað sér betur en sama er þó ekki hægt að segja um ökumenn en alls voru sjö kærðir fyrir meinta ölvun við akstur í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á Suðurlandsvegi

Banaslys varð um klukkan níu í gærkvöldi á Suðurlandsvegi til móts við afleggjarann að Bollastöðum. Þar varð karlmaður á hesti fyrir bifreið sem ekið var austur veginn og er talið að hann hafi látist samstundis.

Innlent
Fréttamynd

Sjötíu ár frá því Pourqoui-Pas fórst

Sjötíu ár eru í dag liðin frá einu átakanlegasta sjóslysi Íslandssögunnar aðeins einn maður af fjörtíu manna áhöfn komst lífs af þegar rannsóknarskipið Pourqoui-Pas fórst.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar aðlagist veðurfarsbreytingum

Íslendingar þurfa að aðlagast miklum breytingum á veðurfari og lífríki fari svo að hlýnun á Norðurhveli verði hraðari en áður var talið. Fjórtán prósent af íshellu norðurskauts bráðnaði á liðnu ári sem er þrítugföld bráðnun miðað við fyrri ár. Hlýnun á Íslandi kann að verða skammgóður vermir því óttast er að eftir skammt hlýindaskeið skelli hér á fimbulkuldi.

Innlent
Fréttamynd

Krefst aðgangs að hlerunargögnum

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, hótar málsókn gegn Þjóðskjalasafni og menntamálaráðherra verði honum neitað um að sjá gögn um hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra vísar í þingskipaða sérfræðinefnd sem falið var að meta þessi gögn en Kjartan telur þetta ófullnægjandi svar.

Innlent
Fréttamynd

Varðskipið Ægir sótti vélavana togara

Varðskipið Ægir er nú á leið til Reykjavíkur með grænlenska togarann Kingigtok í togi. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Sex fluttir á slysadeild eftir árekstur

Sex voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum á Breiðholtsbraut við Skógarsel. Meiðsl þeirra eru þó talin minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Bilun hafði áhrif víða um land

Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hafði haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar. Bilunin varð til þess að öryggiskerfi sjómanna við Norðurland var óvirkt frá því síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Réttir án kinda

Tungnaréttir í Biskupstungum hófust kl. 11 í morgun, þrátt fyrir að þar verði ekki ein einasta kind. Sveitin er fjárlaus eftir að allt fé var skorið niður vegna riðuveiki. Heimamenn vilja þó ekki sleppa réttunum, frekar en aðrir Sunnlendingar.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að berja þá með spýtum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til eftir að tveir menn um tvítugt flúðu úr samkvæmi á Kjalarnesi í nótt eftir að hópur ungmenna reyndi að berja þá með spýtum.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldaslagsmál í Hraunbænum

Lögreglan í Reykjavík var kölluð út að heimahúsi í Hraunbæ í Árbænum þar sem fjöldaslagsmál brutust út eftir að hópur unglinga reyndi að ryðjast inn í samkvæmi sem þar fór fram.

Innlent
Fréttamynd

Bilun í ljósleiðarakerfi Símans

Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hefur haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar en búist er við því að viðgerð ljúki fyrir hádegi. Bilunin varð í kerfinu síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Tveir vopnaðir menn handteknir í efra Breiðholti

Sérsveit lögreglunnar var kölluð til á þriðja tímanum í nótt eftir að tilkynning barst um að tveir menn vopnaðir haglabyssu gengu um í efra Breiðholti. Vitni sögðu manninn hafa hleypt skoti af í götuna og síðan gengið í átt að Elliðaárdalnum. Þar hafði lögreglan uppi á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Aukið umferðareftirlit lögreglunnar á Akureyri

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur rétt norðan við Akureyri á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Akureyri hefur undanfarið haft skipulagt eftirlit með ástandi ökumanna, bílbeltanotkun og aksturslagi. Ökumaðurinn er þó sá eini sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af það sem af er kvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á mann á sjötugsaldri við gatnamót Nóatúns og Brautarholts á sjötta tímanum í dag. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans en meiðsl hans reyndust minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Grafarþögn um gang viðræðnanna

Varnarliðið hætti í dag rekstri björgunarþyrlna - þær verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Grafarþögn ríkir af gangi viðræðnanna við Bandaríkjamenn og þykir forsætisráðuneytinu duga að upplýsa þjóðina um það eitt, að viðræðunum ljúki bráðlega.

Innlent
Fréttamynd

Verðmæti Exista jókst um fimmtán milljarða

Verðmæti hlutafélaga sem skráð eru í Kauphöllinni jókst um tíu prósent í dag þegar Exista var tekið á skrá. Heildarvirði félagsins var um 230 milljarðar við upphaf dags en hafði aukist um fimmtán milljarða fyrir dagslok.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í bakarofni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðising var kallað út um klukkan hálf níu í kvöld vegna elds í bakarofni í heimahúsi í Fossvogi. Húsráðanda hafði tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið. Ekki urðu slys á fólki en húsráðandi var fluttur á slysadeildina í Fossvogi með snert af reykeitrun.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa farið fjóra milljarða fram úr áætlunum

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur kostuðu fimm komma átta milljarða, samkvæmt upplýsingum stjórnarinnar nú. Áætlanir gerðu ráð fyrir að kostnaðurinn yrði átjánhundruð milljónir eða það sama og fékkst við sölu fyrirtækjanna sem fóru undir hatt Orkuveitunnar. Fyrrverandi stjórnarformaður vísar því á bug að hann hafi farið fjóra milljarða fram úr áætlunum.

Innlent
Fréttamynd

Segir auglýsingu Samfylkingarinnar hræðsluviðbrögð

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir krampakennd hræðsluviðbrögð einkenna auglýsingu Samfylkingarinnar um algera stöðvun allra orku- og stóriðjuframkvæmda í fimm ár. Þessi hræðsluviðbrögð séu ótrúverðug og fráleitt sé að hrökkva frá öllum erfiðum málum með endalausum frestum.

Innlent
Fréttamynd

Margrét hugsanlega á leið úr stjórnmálum

Talið er að Margrét Frímannsdóttir ,formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hætti í pólitík. Hún hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún tilkynni um pólitíska framtíð sína á kjördæmisráðsfundi Suðurkjördæmis á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Mikil bráðnun jökla

Hvítabirnir eru að drukkna og nýjar eyjar að koma í ljós undan ísnum á Norður-Heimskautinu, eftir mikla bráðnun jökla í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að njósnirnar verði flokknum af falli

Frambjóðendur hægra bandalagsins í þingkosningunum í Svíþjóð geta ekki leynt gremju sinni yfir því að Göran Persson formaður Jafnaðarflokksins skyldi leyfa sér að nefna njósnahneyksli Þjóðarflokksins í sjónvarpsumræðum í gærkvöld. Engin leið er að spá fyrir um úrslitin á sunnudag, en Persson óttast að njósnirnar geti fært andstæðingum hans sigurinn.

Erlent
Fréttamynd

Norvik kaupir stærstu sögunarmyllu Lettlands

Norvik hf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu sem gjarnan er kennd við BYKO, keypti í dag stærstu sögunarmyllu Lettlands, VIKA Wood. Félagið framleiðir um 270 þúsund rúmmetra af söguðu timbri á ári og selur að mestum hluta til Japans og á heimamarkað.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvistarfi lokið í Varmárskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum í Varmárskóla í Mosfellsbæ nú á fimmta tímanum en þangað var það hvatt um klukkan tvö í dag vegna elds í húsinu. Fyrstu fréttir bentu til þess að eldurinn hefði kviknað í rafmagnstöflu en það hefur ekki fengist staðfest.

Innlent
Fréttamynd

Mesta verðbólgan á Íslandi

Samræmd vísitala neysluverðs hér á landi hækkaði um 0,4 prósent í ágúst frá fyrri mánuði. Til samanburðar hækkaði verðlag í EES-ríkjunum að meðaltali um 0,2 prósent. Sé litið til síðastliðinna 12 mánaða hækkaði vísitalan um 7,1 prósent hér á landi en um 2,3 prósent innan EES og á evrusvæðinu.

Viðskipti innlent