Innlent

Fréttamynd

Funda með ESA um frestun dómsmáls

Íslendingar vísa til fyrri rökstuðnings varðandi Icesave í áliti sem sent verður ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Taki stofnunin ekki tillit til röksemdanna fer málið fyrir dóm. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, heldur utan í næstu viku og fundar með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir mikilvægt að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, ekki síst þar sem ný yfirstjórn hefur tekið við.

Innlent
Fréttamynd

Banna reykingar heima á vinnutíma

Nefnd um starfsmannamál í sveitarfélaginu Landskrona í Svíþjóð vill að starfsmönnum þess sem vinni heima verði bannað að reykja á vinnutíma eins og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins. Þetta finnst íslenskum umhverfisstjóra Landskrona, Högna Hanssyni, of langt gengið.

Erlent
Fréttamynd

Tollar standa í vegi fyrir kjötinnflutningi

Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veiddu risafiska á sjóstangmóti í Grindavík

Sannkallaðir stórfiskar komu að landi á Íslandsmeistaramótinu í sjóstöng sem fór fram utan við Grindavík um helgina. Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að met hafi fallið í stærð ufsa og löngu á sjóstöng og jafnvel einnig í þorski.

Innlent
Fréttamynd

Milljarða hagsmunir í húfi

Milljarðar sparast í gjaldeyri náist það markmið að draga úr innflutningi jarðefnaeldsneyta um tíu prósent árið 2020. Þá mun innlend framleiðsla skila umtalsverðu í framlegð. Orkuskipti draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Innlent
Fréttamynd

20 ár frá staðfestingu á sjálfstæði

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, buðu Daliu Grybauskaitë, forseta Litháens, í heimsókn í Höfða í gærmorgun. Þá voru tuttugu ár liðin frá því að viðurkenning Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja var staðfest með athöfn í Höfða.

Innlent
Fréttamynd

Brotið gegn eignarrétti landeigenda

Brotið er gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti eigenda sjávarjarða verði kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum, að því er fram kemur í umsögn Samtaka eigenda sjávarjarða um frumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar

Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt.

Innlent
Fréttamynd

Bylgjan verið í loftinu í 25 ár

„Ég hlustaði alltaf á Bylgjuna þegar hún byrjaði. Þá var ég sölumaður hjá Myllunni árið 1986 og ók með kökur og brauð um Suðurnesin á daginn. Á kvöldin var ég plötusnúður og lét mig dreyma um að verða útvarpsmaður á Bylgjunni,“ segir Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Samningi við miðstöð bjargað

Ríkisstjórnin ákvað einróma á fundi sínum í gær að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt. Var þetta gert að tillögu innanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu.

Innlent
Fréttamynd

Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins

Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað.

Innlent
Fréttamynd

Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt

Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

MP Banki þarf að greiða Byr 317 milljónir

MP Banki var dæmdur til þess að greiða Byr sparisjóði rétt tæplega 317 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Byr sakaði MP banka um að hafa stolið um 300 milljón króna vegna kúluláns til félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Hansa ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Litlir krakkar eiga ekki að þurfa að þvælast milli hverfa

„Það er ekki í samræmi við þarfir lítilla krakka að þurfa að þvælast á milli hverfa til að komast í skólann," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er afar ósáttur við sameiningartillögur leik- og grunnskóla, og frístundaheimila í Reykjavík. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag óskaði hann eftir skoðun Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, á þeim tillögum sem fyrir liggja. Katrín sagði tillögurnar hafa verið sendar ráðuneytinu til umsagnar og býst hún við að umsögn verði skilað í lok vikunnar. Hún sagðist almennt telja æskilegt að skera sem minnst niður í menntakerfinu, og að í niðurskurði eigi að hlífa börnum og ungmennum. Í þessu sambandi þyrfti hins vegar að taka mið af því að Reykjavíkurborg býr við þröngan fjárhagslegan stakk. Katrín benti á að sveitarfélög hafi rúmar heimildir, lögum samkvæmt, til að sameina rekstur grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila. Meðal þess sem ráðuneytið hefur nú til skoðunar vegna þeirra hugmynda sem fram hafa komið eru ferðir skólabarna milli hverfa, ólíkar stefnur í leikskólum sem rætt er um að sameina, og samþætting sjónarmiða hjá ólíkum skólastigum.

Innlent
Fréttamynd

Klúr fúkyrði um kvenkyns eftirmann ekki lögbrot

Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær.

Innlent
Fréttamynd

Krónan er ávísun á haftastefnu í tíu ár

Ætli Íslendingar að halda í krónuna verða þeir að reikna með lítilli einkaneyslu í skugga hafta um árabil. Seðlabankinn brást of seint við. Núverandi vaxtastigi hefði átt að vera náð fyrir ári, segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan er ávísun á gjaldeyrishöft í áratug

Ætli Íslendingar að halda í krónuna er ólíklegt að gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga þeirra verður að endurbyggja íslenska myntsvæðið með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu, að sögn Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningar Arion Banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin ein leið bjargar öllum

Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Deilir ekki átjándu aldar sýn

Hlutfall lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík (HR) sem í fyrstu tilraun stóðust réttindapróf til að starfa sem héraðsdómslögmaður er í ár hærra en hlutfall útskrifaðra lögfræðinga frá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). Tæp 69 prósent útskrifaðra nemenda HR stóðust prófið í fyrstu tilraun á móti tæpum 65 prósentum frá HÍ.

Innlent
Fréttamynd

Dior notar vatn úr Ölfusinu í snyrtivörur

Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afhenda lista til Alþingis

Íbúar á Suðurlandi hafa nú hafið undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum niður­skurði í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Nýir fjárfestar koma í Ölgerðina

„Það var mjög gott að klára þetta til að eyða allri óvissu og geta horft fram á við,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, en fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins, sem staðið hefur yfir frá í fyrra, er lokið. Við þetta eignast fagfjárfestingasjóðurinn Auður 1, sem heyrir undir Auði Capital, 36 prósenta hlut ásamt meðfjárfestum og Arion banki

Viðskipti innlent
Fréttamynd

EES-samningurinn var versti kostur Finna

Juhana Aunesluoma, sem stýrir Evrópufræðastofnun Háskólans í Helsinki, reifaði afstöðu Finna til Evrópusambandsins í gegnum árin. Finnar hefðu, ólíkt Svíum, verið hrifnir af yfirþjóðlegum þætti ESB og fljótir til að finna sinn sess í Brussel.

Innlent
Fréttamynd

Við samningslok liggja kostirnir skýrt fyrir

Samstaða var um að ljúka aðildar­viðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráðstefnu samtakanna Sterkara Ísland.

Innlent