Innlent

Fréttamynd

Nokkur hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 3,49 prósent í enda viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Félagið tók sprett á fyrstu mínútum dagsins. Á hæla Existu fylgdi gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri, sem fór upp um 2,48 prósent. Þá hækkaði gengi Bakkavarar um 2,3 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingarnir tóku daginn

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 2,74 prósent í Kauphöllinni í dag. Fast á hæla þess var gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hækkaði um 2,43 prósent. Talsvert á hæla þeirra var gengi bréfa í Alfesca, sem hækkaði um rétt rúmt prósent. Að öðru leyti einkenndi lækkun viðskiptadaginn á hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Össur og Bakkavör ein á uppleið

Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 1,1 prósent í upphafi viðskiptadagsins í dag. Það er mesta hækkun dagsins. Á eftir Össuri fylgir Bakkavör, en gengi bréfa þess hefur hækkað um tæp 0,4 prósent. Önnur félög hafa ekki hækkað í verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gæslan var á undan handboltahetjunum

Þegar Ólympíuliðið í handbolta veitti Fálkaorðum sínum móttöku á Bessastöðum á miðvikudag var haft orð á því að þetta væri í fyrsta skipti sem liðsheild væri veitt þessi orða.

Innlent
Fréttamynd

Byr sektað um milljón á dag

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta sparisjóðinn Byr um eina milljón króna á dag vegna tafa á upplýsingum. Málið varðar tafir á gögnum sem eftirlitið óskaði eftir vegna rannsóknar á samruna Spron og Kaupþings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma TM undir væntingum

Verulegur viðsnúningur varð á milli ára á afkomu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrri hluta ársins. Fyrirtækið tapaði 3,4 milljörðum króna samanborið við rúmlega 2,4 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 130 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist tryggingafyrirtækið um rúma 1,5 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rautt upphaf í vikulokin

Gengi hlutabréfa í Glitni hefur lækkað um 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Þetta er mesta lækkun dagsins. Viðskipti eru hins vegar fá, um 42 í heildina. Á eftir Glitni fylgir Straumur, sem hefur lækkað um 0,76 prósent og gengi bréfa Landsbankans, sem hefur lækkað um 0,42 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingarnir tóku daginn

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 4,61 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga. Gengi bréfa í félaginu hækkaði um 2,14 prósent þegar deginum lauk. Exista hækkaði um 1,43 prósent, Icelandair um 1,26 prósent og Glitnir um 0,33 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur frá í morgun

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 4,61 prósent í dag. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem hefur hækkað um 4,15 prósent það sem af er dags. Þetta er jafnfram þriðji dagurinn sem gengi bréfa í félaginu tekur stökkið. Þá hefur Exista hækkað um tæp 1,7 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir spáir óbreyttum stýrivöxtum

Glitnir spáir því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum út árið. Í fyrri spá bankans frá því síðla í síðasta mánuði reiknaði deildin með fimmtíu punkta lækkun stýrivaxta í nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Century Aluminum hækkar mest annan daginn í röð

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um tæp 3,4 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og annar dagurinn í röð sem gengi bréfa í félaginu tekur stökk uppá við. Þá hækkaði gengi bréfa í Eimskipafélaginu um tæp tvö prósent á sama tíma. Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um rétt tæpt prósent og Landsbankansum um rúm 0,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Teppaleiðangurinn í Kabúl var vel undirbúinn

Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök.

Innlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum fellur um tæp sex prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 5,8 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Félagið greindi frá því í gær að það hefði hætt olíuleit á Hook Head-svæðinu þar sem niðurstöður hefðu ekki skilað viðunandi niðurstöðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Century Aluminum hækkaði mest

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 2,81 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 0,55 prósent á sama tíma, í Icelandair um 0,51 prósent og í Marel um 0,35 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VBS úr plús í mínus

VBS fjárfestingarbanki tapaði 870 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,1 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Forstjórinn segir tekjustreymi bankans gott og grunnstarfsemina góða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista leiðir lækkanalestina

Gengi hlutabréfa í Existu hefur fallið um rúm 3,3 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Gengi bréfa í fjármálaþjónustufélaginu rauk upp í byrjun mánaðar en tók að gefa eftir í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Teymi stökk upp um 40 prósent

Gengi hlutabréfa í Teymi rauk upp um tæp 40 prósent í Kauphöllinni í dag. Einungis tvenn viðskipti liggja á bak við viðskiptin upp á samtals rétt rúmar fimmtíu þúsund krónur. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum stökk upp um 4,85 prósent og í Spron um fjögur prósent á sama tíma. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 0,32 prósent og Icelandair um 0,25 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Byrs dregst verulega saman

Byr sparisjóður hagnaðist um 215,6 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára því á sama tíma í fyrra nam hagnaður sparisjóðsins rúmum 4,3 milljörðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuleitarfélagið eitt á uppleið

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 4,85 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir um hálftíma. Gengi annarra fyrirtækja hefur lækkað lítillega á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengishagnaður lyftir afkomu Atlantic Petroleum

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tapaði um 31,4 milljónum danskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins, jafnvirði 511 milljónum íslenskra. Þetta er 7,9 milljónum betri afkoma í dönskum krónum talið en á sama tíma í fyrra. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam hins vegar 2,8 milljónum danskra og er langmestu leyti tilkominn af gengishagnaði.

Viðskipti innlent