Innlent

Fréttamynd

Skemmdarverk í Sólbrekkuskógi

Fólk sem hafði verið með gleðskap í Sólbrekkuskógi við Seltjörn skildi eftir sig sviðna jörð og var aðkoman ekki fögur þegar umsjónarmenn útivistarsvæðisins sneru aftur til vinnu í gærmorgun. Margvísleg spjöll höfðu verið unnin á eignum og gróðri.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki eyða ellinni í golfi

Stjórn British Petroleum, BP, hefur þrýst á forstjóra félagsins, Browne lávarð, að hann láti sjálfviljugur af störfum árið 2008 þegar hann verður sextugur. Í reglum félagsins er kveðið á um að lykilstjórnendur eigi að láta af störfum við sextugsaldur en það sama gildir ekki um stjórnarmenn eða almenna starfsmenn.

Innlent
Fréttamynd

Haglabyssan enn ófundin

Haglabyssan sem notuð var við skotárás á raðhús við Burknavelli í Hafnarfirði í síðasta mánuði er enn ófundin, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar þar í bæ.

Innlent
Fréttamynd

Búið að fella 27 tarfa

Hreindýraveiði hófst 15. júlí síðastliðinn. Átta tarfar voru felldir fyrsta veiðidaginn og þóttu dýrin þokkalega á sig komin. Í gær höfðu 27 tarfar verið felldir.

Innlent
Fréttamynd

Fjórar nýjar plöntur í Surtsey

Fjórar nýjar háplöntutegundir fundust í leiðangri líffræðinga til Surtseyjar sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Surtseyjarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Verktakar gæti eigna NATO

Utanríkisráðuneytið hefur auglýst eftir verktökum, fyrir hönd Bandaríkjahers, til að annast viðhald og eftirlit með eignum Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli, eftir að herlið Bandaríkjanna fer frá landinu í haust. Þó hefur ekki verið óskað eftir eftirliti með eigum sjálfs herliðsins.

Innlent
Fréttamynd

Grunuð um að selja fíkniefni

Tvennt var handtekið á Akureyri í fyrrinótt, maður á þrítugsaldri og kona rúmlega átján ára, og fíkniefni sem þau höfðu í vörslu sinni gerð upptæk. Lögreglu var gert viðvart rétt fyrir hálf þrjú leytið um nóttina, vegna óláta á gistiheimili í bænum. Næturverði á gistiheimilinu hafði verið hótað líkamsmeiðingum þegar hann reyndi að vísa fjórum gestum út vegna óláta.

Innlent
Fréttamynd

Vinnur að nýtingu jarðvarma í Slóvakíu

Íslenska orkufyrirtækið Enex vinnur að arðsemismati á jarðvarmavirkjun í Austur-Slóvakíu. Þrjú sveitarfélög í Slóvakíu koma að rannsóknunum. Vonast er eftir jákvæðum niðurstöðum úr rannsóknunum, segir framkvæmdastjóri Enex.

Innlent
Fréttamynd

Neytendasamtökin óánægð

Neytendasamtökin eru óánægð með viðbrögð ráðherra við hugmyndum matvælaverðsnefndar. Þau segja fulla ástæðu til að velta fyrir sér til hvers þessi nefnd hafi yfir höfuð verið skipuð og telja landbúnaðarráðherra standa í vegi fyrir aðgerðum til lækkunar á matvælaverði.

Innlent
Fréttamynd

Milljónatjón af völdum veggjakrots

Skemmdir af völdum veggjakrots nema tugum milljóna króna á ári. Borgarstjóri segir að ekki verði lengur við þetta unað og ætla hann að grípa til aðgerða. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur verið í miklum hreingerningum um borgina að undaförnu og segir hann að nú verði veggjakrot ekki liðið lengur. Hann segir íbúa um alla borg þurfa að greiða milljónir í hreinsun á eigum sínum og tekur sem dæmi að kostnaður Orkuveitunnar einnar nemi um 25 milljónum króna á ári.

Innlent
Fréttamynd

Myspace lá niðri

Bandaríska heimasíðan Myspace lá niðri og var óaðgengileg í hálfan sólarhring í dag eftir að rafmagnslaust varð í höfuðstöðvum netfyrirtækisins vegna mikillar hitabylgju í Kaliforníu.

Innlent
Fréttamynd

Á Kayak hringinn í kringum landið

Ísraelsk kona lýkur brátt ferð sinni á Kayak hringinn í kringum landið. Hún kom til Reykjavíkur í dag en þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingur rær einn síns í liðs í kringum landið á Kayak .

Innlent
Fréttamynd

Óvænt heimsókn

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf ferð sína um Mið-Austurlönd óvænt í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag. Þar ræddi hún við ráðamenn. Rice heldur síðan til Ísraels. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax.

Erlent
Fréttamynd

Áttu ekki krónu en keyptu fyrir milljónir

Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja átti ekki krónu þegar ákvörðun var tekin um að kaupa Íslensk matvæli fyrir eitthundrað og þrjátíu milljónir. Stofnfjáreigendur félagsins borguðu ekki krónu fyrr en rúmum mánuði seinna og helmingur stofnfjárins skilaði sér aldrei.

Innlent
Fréttamynd

Þrír hafa látist í bifhjólaslysum í ár

Þrír hafa látist í bifhjólaslysum á árinu. Mótorhjólalögreglumaður telur aukna vélhjólaeign, vaxandi umferð og slæma vegi eiga sinn þátt í slysunum. Hjólafólk ætlar að hittast á fundi í vikunni og fara yfir umferðaröryggismál.

Innlent
Fréttamynd

Nærri fimm hundruð með endurvinnslutunnu

Á fimmta hundrað endurvinnslutunna frá Gámaþjónustunni eru í notkun á höfuðborgarsvæðinu en farið var að bjóða upp á þessa þjónustu í desember. Það sem fer í tunnurnar er ekki grafið í jörð heldur selt til Hollands.

Innlent
Fréttamynd

Létust í umferðarslysum

Maður lést af áverkum sínum aðfaranótt sunnudags eftir að hafa orðið fyrir bíl á Strandvegi skammt frá Hólmavík, á laugardagskvöld. Hann hét Þórður Björnsson til heimilis að Skólabraut 5 Seltjarnarnesi. Þórður var fæddur árið 1922. Hann lætur eftir sig sex uppkomin börn. Á sjöunda tímanum í gær lést ungur maður þegar hann missti stjórn á vélhjóli sínu á Suðurlandsvegi við brúnna yfir Eystri- Rangá. Hann hét Birkir Hafberg Jónsson til heimilis að Öldubakka 19 á Hvolsvelli. Birkir var 26 ára gamall, ókvæntur og barnlaus.

Innlent
Fréttamynd

Litbyssumenn fremja skemmdarverk

Skemmdarverk voru unnin á útivistarsvæðinu í Sólbrekkuskógi við Seltjörn á Reykjanesi um helgina. Búið er að brenna útikamar til kaldra kola, og skjóta úr litboltabyssum á eignir svo litaklessur og taumar eru um allt.

Innlent
Fréttamynd

Tafir á flugi

Tafir urðu á flugi til og frá landinu um helgina þegar flugumferðastjórar tilkynntu sig veika og enginn fékkst til að koma á aukavakt. Deilan vegna óánægju flugumferðarstjóra með nýtt vaktaplan er enn óleyst.

Innlent
Fréttamynd

Gert að sveigja reglur um áhættudreifingu

Fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar segir ríkisstjórnina hafa fyrirskipað að sveigja reglurnar um áhættudreifingu, þegar Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var keypt. Og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte og Touche staðfesti á stofnskjali Eignarhaldsfélagsins að allt stofnfé hefði verið greitt. En helmingur fjárins skilaði sér ekki.

Innlent
Fréttamynd

Sænsk ræðisskrifstofa í Húsavík

Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur ákveðið að stofna sænska ræðisskrifstofu í Húsavík. Þórunn Harðardóttir leiðsögumaður hefur verið skipuð heiðursræðismaður fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Akureyri. Útnefning Þórunnar verður kunngerð af sænska sendiherranum Madeleine Ströje Wilkens á Húsavík í dag um leið og Sænskum dögum verður hleypt af stokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Velta í dagvöruverslun jókst um 5,3 prósent

Velta í dagvöruverslun var 5,3 prósentum meiri í júní en á sama tíma í fyrra miðað við fast verðlag. Á hlaupandi verðlagi nam hækkunin 17,5 prósentum á milli ára, samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar við Bifröst fyrir Samtök verslunar og þjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kátir biskupar

Hólabiskupar til forna voru höfðingjar heim að sækja, miðað við veislusal sem kom úr kafinu, rétt í þann mund sem fornleifafræðingar voru að ljúka uppgrefti á hinu forna biskupssetri þetta sumar.

Innlent
Fréttamynd

Áfengissala eykst

Velta í dagvöruverslun var fimm komma þremur prósentum meiri í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, miðað við fast verðlag. Þetta kemur fram í smásöluvísitölu sem reiknuð er af rannsóknarsetri verslunarinnar við Viðskiptaháskólann á Bifröst.

Innlent
Fréttamynd

Truflanir á vefþjónustu

Truflun verður á vefþjónustu Veðurstofu Íslands vegna vinnu við raflagnir í kvöld klukkan 18:30. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að ætlunin sé að vinnu verði lokið í síðasta lagi klukkan 22:00 og vefþjónustan verði þá komin í samt horf. Beðist er er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst með nýtingu olíutanka í Helguvík

Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins NATO hafði ný fallist á að íslensk olíufélög fengju afnot af olíumannvirkjunum í Helguvík, til að þurfa ekki að aka öllu flugvélaeldsneyti frá Reykjavík, þegar Varnarliðið tilkynnti um brottför sína og málið fór í uppnám.

Innlent