Lax

Fréttamynd

Árna Bald dæmdar 32 milljónir eftir mikinn hasar við Tungufljót

Samkvæmt dómsorði sem féll nýverið í Héraðsdómi Reykjaness hefur mikið laxveiðidrama átt sér stað við Tungufljót undanfarin ár þar sem hópur á vegum eigenda gerði sitt til að trufla stangveiðimenn með því að henda spúnum sínum yfir línur og flækja. Þá eru dæmi um grjótkast bakka á milli.

Innlent
Fréttamynd

Eldislaxar í meirihluta í Mjólká

Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort ekki megi endurskilgreina hvenær lax teljist veiddur

Hvenær telst lax veiddur? Þegar maður er kominn með hann í hendurnar eða þegar hann er kominn alveg upp að bakka eftir viðureign um nokkra stund, og jafnvel þótt hann sleppi þá af önglinum? Borgarfulltrúi, sem jafnframt er mikill veiðimaður, kallar eftir umræðu um nýja talningaraðferð á veiddum löxum. Hví ekki, þegar þeim er nær öllum sleppt hvort eð er.

Innlent
Fréttamynd

Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum

Jasper Pääkkönen, finnskur stór­leikari, er staddur á Ís­landi að vinna að heimildar­mynd um Norður-At­lants­hafs­laxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagn­rýnir ís­lensk stjórn­völd fyrir að hafa leyft fisk­eldi að festa rætur á Ís­landi, nánast eftir­lits­lausu fyrstu árin.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins

Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Segir jarðakaup Bretans ofbjóða öllum og vera ömurlega þróun

„Þetta er farið að ofbjóða öllum,“ segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, um jarðakaup breska auðjöfursins Jims Ratcliffes í sveitinni, og segir Hafralónsá nánast í gíslingu vegna tilrauna hans til að ná meirihluta í veiðifélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­leg fjölgun hnúð­laxa er hulin ráð­gáta

Finnskur rann­sóknar­prófessor segir enga leið að spá fyrir um af­leiðingar hinnar gríðar­legu aukningar í stofni hnúð­laxa í Norður At­lants­hafinu. Hún gæti orðið dra­stísk ef vöxtur stofnsins heldur á­fram á sömu braut og hann hefur verið á en hann virðist hafa tí­faldast milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um laxeldi í Pallborðinu

Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum.

Innlent