Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Ekki rétt að leita að sökudólgum

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Vill „allt í lás“ næstu vikurnar

Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti.

Innlent
Fréttamynd

Meðalaldur smitaðra lægri en áður

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

75 greindust með veiruna

75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.

Innlent
Fréttamynd

0,25 prósent starfsfólks með mótefni

Aðeins 0,25 prósent klínísks starfsfólks Landspítalans er með mótefni við Covid-19, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var á starfsliði spítalans.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­sköp eðli­leg að­gerð að grípa til“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur eðlilega þá aðgerð sem sóttvarnayfirvöld hafa gripið til með lokun kráa og skemmtistaða eftir að talsverð fjölgun kórónuveirusmita hérlendis hefur verið rakin til slíkra staða í miðborg Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Smit greindist í Listaháskólanum

Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor.

Innlent