Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Þau sem urðu verst úti

Nú standa vonir til þess að heimsfaraldri kórónuveiru fari fljótlega að ljúka. Miðað við orð þeirra sem best til þekkja, gæti verið um nokkrar vikur eða mánuði að ræða, þar til mesta hættan er liðin hjá.

Skoðun
Fréttamynd

Eðli­leg krafa að ríkið greiði laun starfs­manna í ein­angrun

Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun.

Innlent
Fréttamynd

Hrað­próf hafa kostað 900 milljónir

Hrað­­próf við kórónu­veirunni hafa verið vin­­sæl undan­farið og sér­­stakar hrað­­prófs­­stöðvar hafa víðs­vegar skotið upp kollinum. Bæði heilsu­­gæsla og einka­­aðilar sjá um fram­­kvæmd slíkra prófa og Sjúkra­­tryggingar Ís­lands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust.

Innlent
Fréttamynd

Gjörgæslusjúklingum fækkar

Þeim fjölgar um tvo sem liggja inni á Land­spítala með Co­vid-19 milli daga en fækkar á sama tíma um tvo sem liggja á gjör­gæslu­deild. 45 sjúk­lingar á spítalanum eru smitaðir.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára stríðs­rekstur

Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrri hug­myndir um Jans­sen löngu úr­eltar

Allar hug­myndir um góða virkni eins skammts af bólu­efni Jans­sen gegn kórónu­veirunni úr­eltust um leið og ný af­brigði veirunnar, delta og ó­míkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Jans­sen alveg eins og hin bólu­efnin; einn skammtur af Jans­sen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heil­brigðis­ráðu­neytið að líta það sömu augum og hin bólu­efnin þegar það breytti reglum um sótt­kví þrí­bólu­settra.

Innlent
Fréttamynd

Rík­ið ekki skað­a­bót­a­skylt vegn­a djamm­banns

Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar.

Innlent
Fréttamynd

Fjórðungur nemenda fjarverandi

Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar ósáttir við Katrínu

Stjórn Kennarasambands Íslands er gagnrýnin á ummæli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, frá því í dag um skólastarf og konur í vinnu. Þá segir stjórnin ummæli Katrínar um að frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar hafi alltaf staðið til að halda skólum opnum séu röng.

Innlent
Fréttamynd

Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni

Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Heimavinnublús sem talinn var úr sögunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er einn af átta sem láta í sér heyra í laginu „Heimavinnublús“ sem sett hefur verið í birtingu á YouTube rúmu ári eftir upptöku. Forsprakki verkefnisins segist aldrei hafa átt von á því að tilefni yrði til að birta lagið.

Lífið
Fréttamynd

Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga

Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum.

Innlent
Fréttamynd

Fá svigrúm til að greiða aukalega næstu fjórar vikurnar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Sóttvarnir

Tíu manna samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti og hefur það áhrif á okkur flest. Nú eru að verða tvö ár af faraldrinum og langtímaafleiðingar farnar að segja til sín.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu mega koma saman

Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar hæðir í sýnatökum

Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma.

Innlent
Fréttamynd

Svar til stjórnar Per­sónu­verndar

Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) barst bréf frá ykkur þann 13. janúar 2022 þar sem þið mótmælið þeirri staðhæfingu minni að þið hafið ákvarðað að ÍE hafi brotið lög við skimun eftir mótefnum gegn SARS—CoV-2 veirunni í apríl 2020.

Skoðun