Frjósemi

Fréttamynd

Arna Ýr deilir mynd­bandi af fæðingu sonar síns

Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar.

Lífið
Fréttamynd

Nýjustu þríburar landsins dafna vel

Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér“

Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi nú á dögunum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún svaf ekki, fann ekki fyrir matarlyst, fann ekki fyrir gleðinni í lífinu og átti erfitt með að hugsa um sig sjálfa og litlu dóttur sína.

Lífið
Fréttamynd

„Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu“

Björn Grétar Baldursson trúði því að hann gæti ekki gert mikið gagn fyrstu mánuðina í föðurhlutverkinu. Í dag segist hann vita að það sé kjaftæði og hvetur foreldra í þeirri stöðu til að nýta öll tækifæri til tengslamyndunar.

Lífið
Fréttamynd

Sjúk­dóms­væðing fæðingar í fjöl­miðlum

Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka.

Skoðun
Fréttamynd

„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist

„Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði.

Lífið
Fréttamynd

Varð ófrísk að öðru barni á meðan hún var þegar ólétt af því fyrsta

Kona nokkur í Bretlandi, hin 39 ára Rebecca Roberts, varð ófrísk að öðru barni á meðan hún gekk með annað. Hún og eiginmaður hennar, Rhys Weaver sem er fjórum árum eldri, höfðu reynt árangurslaust í rúmt ár að eignast barn þegar það loksins tókst og rúmlega það. Getnaður varð ekki einu sinni heldur tvisvar með þriggja vikna millibili.

Erlent
Fréttamynd

„Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“

Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær.

Lífið
Fréttamynd

„Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“

Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu.

Lífið