Skoðanir

Fréttamynd

Matarverð verður að lækka

Það hefur löngum verið talað um að það séu íslensku landbúnaðarvörurnar fyrst og fremst sem valda þessum mikla verðmun en þarna kemur líka fleira til, svo sem mikil samþjöppun verslana á matvörumarkaði á síðustu árum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar kristna íhaldströllið stal jólunum

Forvitnilegt verður að sjá hvaða illsku kristnir íhaldsmenn á Íslandi reyna næst að heimfæra upp á fjölmenningarsamfélagið. Er það kannski móðgun við kristna trú að kenna börnum að til séu fleiri jólasveinar en ameríski coca-cola sveinninn?

Fastir pennar
Fréttamynd

Árni og jafnréttisstýran

Það er talað um að Árni Magnússon hafi beitt óhóflegu valdi í málinu, en þá er þess að gæta Valgerður Bjarnadóttir var ekki bara einhver Gunna úti í bæ; hún var framkvæmdastjóri ríkisstofnunar sem hljóta að vera gerðar miklar kröfur til...

Fastir pennar
Fréttamynd

Lögbann heldur þrátt fyrir synjun

Fréttablaðið leitast við að vera hófsamur og heiðarlegur fréttamiðill og dómur Héraðsdóms, sem er eini dómurinn sem fallið hefur um þetta mál enn sem komið er, er staðfesting þess að blaðið er á réttri leið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenskur Kunta Kinte

Það er áherslan í auglýsingunni sem er sláandi, því ekki er verið að minna á framboðsfrest eða hvetja menn til að vera tímanlega, heldur er beinlínis verið að auglýsa á almennum vettvangi eftir einhverju fólki úti í bæ til að gerast málsvarar Framsóknarflokksins í borgarmálum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvers vegna allt þetta drasl?

Ofgnóttin hjá okkur er svo mikil að hún er orðin leiðinleg. Fullnægingin sem nýjasta leiktækið veitir okkur endist æ skemur. Margt bendir líka til þess að neyslubrjálæðið sé að gera okkur veik, segir í þessari jólahugvekju...

Fastir pennar
Fréttamynd

Vandi okkar allra

Það er áhyggjuefni að á höfuðborgarsvæðinu virðast menn ekki veita vanda landsbyggðarinnar nægilega athygli og vilja jafnvel víkja sér undan því að ræða hann. Þótt vandinn sé að sönnu erfiður úrlausnar er mikilvægt að Alþingi, stjórnvöld og landsmenn horfist í augu við hann og viðurkenni að hann er vandi þjóðarinnar allrar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er hægt að útrýma fátækt?

Þróunaraðstoð í fríðu getur gert mikið gagn, þótt hún verði ekki með auðveldu móti metin til fjár. Hjálp í fríðu kristniboð, læknishjálp, lánveitingar hefur m.a. þann kost, að henni er ekki auðstolið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjófar og þjófsnautar

Hér er skrifað um niðurstöðu Héraðsdóms í lögbannsmáli Jónínu Benediktsdóttur og því spáð að Hæstiréttur hljóti að komast að annarri niðurstöðu, fjallað um þá sem krefjast afsagnar félagsmálaráðherra og loks er tekið undir málflutning femínista um fegurðarsamkeppnir...

Fastir pennar
Fréttamynd

Falskur tónn

Nú þegar er ljóst að Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur skaðast á hljómleikahaldi fimmtudagsins. Skuggi hefur fallið á ímynd hennar sem látlausrar og vinalegrar menningarstofnunar því þegar stórmenni fást á sviðið með henni er boðið upp í dans með KB banka og forsetaembættinu en skellt í lás á almúgann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurkoma Jóns Baldvins

Ég held að viðtökurnar við viðtalinu stafi af því að fólk vantar innblástur, það þráir að meginstef stjórnmálanna séu sett fram á skýran og skiilmerkilegan hátt, ólíkt pexinu sem alltof mjög hefur einkennt stjórnmálaumræðuna hér...

Fastir pennar
Fréttamynd

Rússar herða tökin á samtökum

Fyrst Rússar hafa á annað borð snúið sér í lýðræðisátt verða þeir að sætta sig við ýmsa utanaðkomandi gagnrýni, rétt eins og önnur ríki. Það er stöðugt verið að raða ríkjum eftir því hvernig gengur á ýmsum sviðum, hvernig ástandið sé í einstökum málaflokkum á mælikvarða alþjóðastofnana. Ef Rússar taka þátt í starfi þeirra verða þeir að taka mið af áliti sérfræðinga þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er miðjan endilega moð?

Stjórnmálaflokkarnir eru ekki ósammála um nein meginatriði, ekkert sem snertir grunngerð samfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn sækir inn á miðjuna, Samfylkingin segist ætla að verja miðjuna, en Framsókn telur sig vera hinn eiginlega miðjuflokk...

Fastir pennar
Fréttamynd

Fleiri minnisvarða!

"Minnisverðir áfangar eru ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna," skrifar Guðmundur Gunnarsson...

Skoðun
Fréttamynd

Velgjörðarmenn og snobb

"Ég krefst þess að allir fjölmiðlar sendi sitt besta fólk á blaðamannafundinn, taki fallegar myndir af mér og viðtöl. Ég er hlutfallslega að gefa mun stærri gjöf en þessir billjónerar," skrifar Friðrik Þór Guðmundsson...

Skoðun
Fréttamynd

Alheimsfegurð enn og aftur

Hin unga fegurðardrottning fær því gott nesti héðan á ferðalögum sínum. Hennar bíða líka miklar freistingar og búast má við að peningaöflin vilji nýta sér sakleysislegt andlit hennar á ýmsan hátt. Hún þarf því að geta staðið í báða fætur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bókaskraf í Haukshúsum

Hljóta það ekki að teljast ein helstu tíðindi þessa bókmenntaárs að Þórarinn skuli nú senda frá sér ljóðabók handa fullorðnu fólki, þá fyrstu í fjöldamörg ár?

Fastir pennar
Fréttamynd

Frá Piccadilly og Póllandi

Hér er fjallað um fjöldagöngu herskárra múslima á Piccadilly á laugardaginn en þeir hrópuðu slagorð gegn kapítalisma og veraldarhyggju, sagt nánar frá ferðalagi til Póllands og rifjaðar upp minningar þaðan frá árunum þegar kommúnisminn ríkti enn...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hringlar í skartgripunum

Það heyrast sums staðar efasemdaraddir um framgöngu forsetahjónanna en þær eru ekki háværar. Engu að síður er það eðlileg og réttmæt spurning hvort hjónin á Bessastöðum séu að stíga eða hafi nú þegar stigið skrefi of langt og hugsanlega skaðað forsetaembættið með áberandi þátttöku sinni og forystu um samkvæmislíf innanlands og utan sem í margra augum einkennist af hreinum hégóma, snobbi og tildri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Og svo var smokknum slett

Ég verð að viðurkenna að nú vógu þau salt, framúrstefna Sylvíu og fordómarnir í sjálfum mér. Átti ég að hlæja eða fussa, átti ég að láta mér fátt um finnast um þessa smekkleysu, af því hér var ungt fólk að bjóða íhaldsseminni byrginn?

Fastir pennar
Fréttamynd

Kjaramál í uppnámi

Allt þetta og meira til ber ótvírætt vott um að kosningar séu í nánd, að ekki sé talað um tvísýnt prófkjör hjá Samfylkingunni um röðun efstu manna og kvenna á lista flokksins í Reykjavík í vor.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verum varari um okkur

Enn er það ferli að flytja peninga úr landi tiltölulega flókið og því ólíklegt að erlendir þjófar nái að valda usla með aðgerðum sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mogginn sýnir gómana

Í Hæstarétti Íslands situr nú dómari, sem skilur eftir sig slóða af bréfum með ávörpum eins og: "Þú ert einhver ömurlegasta persóna sem ég... Framkoma þín bendir til þess að þú sért ekki heill heilsu."

Fastir pennar
Fréttamynd

Undanhald í málum CIA

Ef lýsingar alþjóðlegra fréttastofa af yfirheyrsluaðferðum CIA utan Bandaríkjanna eru réttar ættu þeir að skammast sín. Þær samrýmast ekki siðuðum þjóðum, þó svo að um meinta hryðjuverkamenn sé að ræða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verjum Laugaveginn

Ef allir leggjast á eitt um að bæta ástandið og hlúa að götunni getum við áfram fengið okkur göngutúr á Laugaveginum, ekki síst nú í aðdraganda jólanna,en hvergi er að finna skemmtilegri stemningu í borginni en einmitt þar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svarið skiptir máli

Það sem olli mér hugarangri þarna við þjóðveginn í Tennessee var sú staðreynd að ég var eini maðurinn þarna inni sem ekki hafði kosningarétt í alþjóðamálum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í Kraká

Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gjafir eru yður gefnar

Auðmennirnir í landinu lágu ekki á liði sínu í vikunni. Að morgni dags sátu þrír þeirra sem forsvarsmenn fyrirtækja sinna og kvittuðu undir fyrirheit um að gefa á einhverju árabili 136 milljónir króna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Fastir pennar