Skoðanir

Fréttamynd

Fjölskyldan og ríkið

Væri kannski tilraunarinnar virði að breyta íslenskum hjúskaparlögum á þann veg að öll hjúskaparform verði leyfð? Að hver einasti hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili teljist vera fjölskylda, óháð því nákvæmlega hversu margir einstaklingar skipi hópinn eða hver kynjasamsetningin sé?

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrælahald hér á landi

Það er að lágmarkskrafa að þeir sem flytja þetta fólk hingað til lands, standi við gerða samninga, ekki síst vegna þess að í flestum tilfellum virðist ekki vera um há laun að ræða sem þetta fólk fær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jógaleikskóli

Nýjasti leikskólinn í borginni var formlega opnaður í síðustu viku, Reynisholt í Grafarholti. Börnin sungu, viðurkenningar veittar, veitingar og ræður - allt eins og venjulega? Nei, því skólastjórinn lýsti metnaðarfullri skólastefnu sem er enn ein nýjungin í Reykja­vík og lýsir þeirri gróskumiklu flóru sem sjálfstæðir leik- og grunnskólar eru.

Skoðun
Fréttamynd

Hannes og andlega spektin

Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað segir Jesús núna?

Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar. Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Dýrlingurinn í bænum

Hér er fjallað um samkomu þar sem nýríkir Íslendingar fríkuðu út, heimsókn gamla Dýrlingsins til Reykjavíkur, gestagang á Íslandi á fyrstu árum sjónvarpsins, hið vandræðalega orð "háskóla" sem gjaldfellir Háskóla Íslands og loks er stuttlega minnst á einn dapurlegasta stað í bænum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslensk menningarbylting

Það eru einfaldlega að eiga sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar sem bregðast þarf við og sérstaklega er brýnt að hækka snautlega lágt hlutfall háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði. Í þeim efnum þurfa þúsund blóm að spretta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er ekkert að gera á Alþingi?

Hér er fjallað um Alþingi Íslendinga sem fer brátt í frí eftir að hafa setið stutt og gert lítið, fréttahallæri sem ríkir í landinu á sama tíma og fréttaflutningur eykst, merka bók um Miðausturlönd og spurt hvort ekki sé kominn tími á jólasveina í Silfrið...

Fastir pennar
Fréttamynd

Tilvera Byggðastofnunar

Endalausar úttektir og starfshópar eru varla pappírsins virði. Þarna verður iðnaðarráðherra að höggva á hnútinn en ekki að boða eilífar skammtímalausnir, sem sumar hverjar virðast vera á nokkuð gráu svæði eins og áframhaldandi lánveitingar stofnunarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjónabandið er heilagt og biblían óskeikul

Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu.

Skoðun
Fréttamynd

Íslandísering

Mér ­fannst­­ það aðalfrétt helgarinnar að bandarísk hernaðaryfirvöld hafa nú opinberlega lýst yfir að þeir sjái enga þá ógn steðja að Íslandi, sem réttlætt geti stöðuga nærveru herafla þeirra hér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til vansæmdar

Það er stjórnum Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur til vansæmdar að hafa vikið Vilhjálmi Rafnssyni prófessor úr starfi ritstjóra Læknablaðsins fyrir þá sök að ritið birti ádeilugrein á Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Völundarhús valdsins

Kristján þurfti að eyða miklum kröftum í stjórnarmyndunarviðræður. Eftir næstum tíu ár í embætti hefur Ólafur Ragnar enn ekki fengið að glíma við stjórnarmyndum – sem er þó er líklegt að honum myndi þykja skemmtilegt verkefni...

Gagnrýni
Fréttamynd

Bandaríkin og fangaflug

Hér á landi hljóta stjórnvöld að láta kanna allar grunsamlegar ferðir flugvéla um íslenska lofthelgi, hvort sem vélarnar hafa lent hér eða aðeins flogið hér um. Við eigum aðild að Evrópuráðinu og hljótum að leggja okkar af mörkum til að upplýsa um þetta mál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frumvarp um RÚV sem ég vil sjá

Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi?

Skoðun
Fréttamynd

Hvar liggur hundurinn grafinn?

Við vitum að störf sem unnin eru fyrst og fremst af körlum vega þyngra í samanburði en hefðbundin kvennastörf. Mælistikan er inngróin í sam­félagið, konur jafnt sem karla.

Skoðun
Fréttamynd

Það er ekki nóg að vera smart

Þá vekur það athygli að ráðherrann virðist sýna fyrirspurnum frá alþingismönnum nokkra léttúð. Á yfirstandandi þingi hefur hún aðeins svarað 7 fyrirspurnum en 24 er ósvarað. Er hún methafi á því sviði. Sumar fyrirspurnanna eru frá því í þingbyrjun í október.

Fastir pennar
Fréttamynd

Var George Best tragískur?

Hér er fjallað um fótboltamanninn Best sem sólundaði hæfileikum sínum í drykkju, fjárhættuspil og kvennafar, en einnig eru nefndar nokkrar hápólitískar bíómyndir sem hafa vakið athygli úti í heimi en berast ekki hingað...

Fastir pennar
Fréttamynd

Aðventan

Það er yfirleitt sammerkt með aðventusamkomum og tónleikum í kirkjum landsins á þessum tíma að þar koma listamenn fram í sjálfboðavinnu og aðgangur er frjáls. Þetta er í anda kirkjunnar svo allir geti notið þess sem á borð er borið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þú ert það sem þú ofétur

Jafnvel vísindalegar rannsóknir á offitu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir þörf mannsins til leyfa sér algera sóun endrum og eins, að henda peningum í vitleysu eða neyta í óhófi. Það má ekki líta á slíka túra sem ógæfuspor heldur sem skemmtun sem er okkur nauðsynleg til að við höldum geðheilsunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leyniþjónusta Styrmis

Ég veit margt merkilegt sem aðrir vita ekki, en ég kýs að láta það ekki uppi, Og þó, kannski segi ég frá því ef ég fæ nógu margar áskoranir. En samt ekki. Nema ef ég neyðist til þess. Þá gæti verið að ég leysti frá skjóðunni...

Fastir pennar
Fréttamynd

Það fennir fljótt í sporin

....þannig að það er ekkert upp á mig að klaga, nema kannske að ég þurfi að vakna fullsnemma á morgnana til að pissa. Sem varla getur verið nýmæli í mannkynssögunni og mér tekst meira að segja stundum að sofna aftur og er sem sagt ekki til neinna umtalsverðra vandræða á nýbyrjaðri öld, þótt ég muni tímana tvenna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimsátak gegn ofbeldi á konum

Sú ályktun sem einn skýrsluhöfunda dró af þessum niðurstöðum er, að konur séu í meiri hættu heima hjá sér en úti á götu, eins og skýrt var frá hér í Fréttablaðinu í gær. Þetta eru ógnvænlegar upplýsingar, sem á einhvern hátt verður að bregðast við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vitlaust hugsað – á vitlausum stað

Málið er alls ekki fullrætt. Ég hef talað við lækna og heilbrigðisstarfsmenn og mér heyrast þeir allir með tölu vera á móti því að setja niður stóran spítala á Landspítalalóðinni. Þeim finnst það blátt áfram arfavitlaust...

Fastir pennar