Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ráða STJ sem ráðgjafa vegna útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins hefur ráðið STJ Advisors Group Limited sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Alls gáfu sjö aðilar kost á sér með áhugayfirlýsingum til að verða sjálfstæður fjármálaráðgjafi en að lokum var STJ valið og hefur fyrirtækið þegar hafið störf. Viðskipti innlent 5.3.2021 13:32 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. Innlent 5.3.2021 12:12 Evrópusamstarfið þungamiðjan en samskipti við framleiðendur alltaf í gangi Evrópusamstarfið er þungamiðjan í bóluefnakaupum Íslendinga að sögn forsætisráðherra. Stjórnvöld eiga þó áfram í samskiptum við framleiðendur innan þess og utan til þess að tryggja að bólusetning gangi eins hratt og mögulegt getur hér á landi. Innlent 4.3.2021 12:47 Kristinn Árni í Northstack formaður stjórnar Kríu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, hefur skipað fyrstu stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs og sett reglugerð svo sjóðurinn geti hafið störf. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi vefritsins Northstack og ráðgjafi, hefur verið skipaður formaður stjórnarinnar. Viðskipti innlent 4.3.2021 11:29 Stjórnvöld skoða aðra kosti í öflun bóluefnis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi sér áhyggjum og því skoði íslensk stjórnvöld nú alla kosti í þeim efnum. Innlent 4.3.2021 08:56 Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. Innlent 2.3.2021 19:33 Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. Innlent 2.3.2021 12:44 Símon Sigvaldason skipaður dómari við Landsrétt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, í embætti dómara við Landsrétt frá 1. mars næstkomandi. Innlent 26.2.2021 14:27 Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 26.2.2021 13:28 Styrkja kaup á minnisvarða um Hans Jónatan og gerð afsteypu af styttu Nínu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita styrki annars vegar til kaupa á minnisvarða um Hans Jónatan sem sett verður upp á Djúpavogi og hins vegar til gerðar afsteypu af styttunni „Afrekshugur“ eftir Nínu Sæmundsson sem verður fundinn staður á Hvolsvelli. Innlent 26.2.2021 12:33 Spyr hvort það hafi virkilega ekki hvarflað að ráðherra að samskiptin væru óeðlileg „Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ Innlent 24.2.2021 17:47 Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins – Sannir vinir Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Skoðun 24.2.2021 07:01 Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. Innlent 23.2.2021 20:16 Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. Innlent 23.2.2021 11:33 Svandís ræddi afléttingar innanlands Fundur ríkisstjórnarinnar hófst í Ráðherrabústaðnum klukkan 9:30 á morgun. Dagskrá fundarins liggur ekki fyrir en fastlega má búast við því að tillögur sóttvarnalæknis að afléttingum innanlands séu til umræðu. Innlent 23.2.2021 10:16 Tillögur að tilslökunum ræddar í ríkisstjórn Fastlega er búist við því að tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands verði ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir hádegi í dag. Einnig má gera ráð fyrir að tillögur hans að tilhögun skólastarfs verði ræddar. Innlent 23.2.2021 06:25 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. Innlent 22.2.2021 06:45 Telur hagstæðara fyrir ríkissjóð að eiga Íslandsbanka áfram Fyrrverandi ráðherra og dósent við Háskóla Íslands segir að það sé hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. Innlent 21.2.2021 20:31 Mikilvægt að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla Formaður nýskipaðs starfshóps stjórnarþingmanna um Ríkisútvarpið segir að áhrif erlendra efnisveitna verði sérstaklega könnuð í vinnunni framundan. Mikilvægt sé að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Innlent 20.2.2021 21:01 Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu. Innlent 20.2.2021 19:32 Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. Innlent 20.2.2021 11:28 Felur þremur stjórnarþingmönnum að „sætta ólík sjónarmið“ um Rúv Lilja Alfreðdsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.“ Innlent 20.2.2021 09:53 Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. Innlent 19.2.2021 15:15 Ríkisstjórn stöðnunar um launamun kynjanna Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Skoðun 19.2.2021 14:15 Ætla að skattleggja erlenda miðla og veitur Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessu þingi sem snýr að skattlagningu á erlendar efnisveitur sem ráða orðið lögum og lofum hér á landi sem víðar. Viðskipti innlent 19.2.2021 13:00 Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli. Innlent 17.2.2021 19:21 Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum upp á 420 milljarða króna Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum landsins er fjögurhundruð og tuttugu milljarðar króna á næstu tíu árum samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í morgun. Lítið hefur breyst frá því sams konar skýrsla var gerð fyrir fjórum árum. Innlent 17.2.2021 14:28 Reglugerð um neyslurými staðfest Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma. Innlent 16.2.2021 16:53 Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. Innlent 16.2.2021 12:15 Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. Innlent 16.2.2021 11:42 « ‹ 121 122 123 124 125 126 127 128 129 … 149 ›
Ráða STJ sem ráðgjafa vegna útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins hefur ráðið STJ Advisors Group Limited sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Alls gáfu sjö aðilar kost á sér með áhugayfirlýsingum til að verða sjálfstæður fjármálaráðgjafi en að lokum var STJ valið og hefur fyrirtækið þegar hafið störf. Viðskipti innlent 5.3.2021 13:32
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. Innlent 5.3.2021 12:12
Evrópusamstarfið þungamiðjan en samskipti við framleiðendur alltaf í gangi Evrópusamstarfið er þungamiðjan í bóluefnakaupum Íslendinga að sögn forsætisráðherra. Stjórnvöld eiga þó áfram í samskiptum við framleiðendur innan þess og utan til þess að tryggja að bólusetning gangi eins hratt og mögulegt getur hér á landi. Innlent 4.3.2021 12:47
Kristinn Árni í Northstack formaður stjórnar Kríu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, hefur skipað fyrstu stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs og sett reglugerð svo sjóðurinn geti hafið störf. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi vefritsins Northstack og ráðgjafi, hefur verið skipaður formaður stjórnarinnar. Viðskipti innlent 4.3.2021 11:29
Stjórnvöld skoða aðra kosti í öflun bóluefnis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi sér áhyggjum og því skoði íslensk stjórnvöld nú alla kosti í þeim efnum. Innlent 4.3.2021 08:56
Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. Innlent 2.3.2021 19:33
Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. Innlent 2.3.2021 12:44
Símon Sigvaldason skipaður dómari við Landsrétt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, í embætti dómara við Landsrétt frá 1. mars næstkomandi. Innlent 26.2.2021 14:27
Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 26.2.2021 13:28
Styrkja kaup á minnisvarða um Hans Jónatan og gerð afsteypu af styttu Nínu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita styrki annars vegar til kaupa á minnisvarða um Hans Jónatan sem sett verður upp á Djúpavogi og hins vegar til gerðar afsteypu af styttunni „Afrekshugur“ eftir Nínu Sæmundsson sem verður fundinn staður á Hvolsvelli. Innlent 26.2.2021 12:33
Spyr hvort það hafi virkilega ekki hvarflað að ráðherra að samskiptin væru óeðlileg „Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ Innlent 24.2.2021 17:47
Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins – Sannir vinir Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Skoðun 24.2.2021 07:01
Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. Innlent 23.2.2021 20:16
Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. Innlent 23.2.2021 11:33
Svandís ræddi afléttingar innanlands Fundur ríkisstjórnarinnar hófst í Ráðherrabústaðnum klukkan 9:30 á morgun. Dagskrá fundarins liggur ekki fyrir en fastlega má búast við því að tillögur sóttvarnalæknis að afléttingum innanlands séu til umræðu. Innlent 23.2.2021 10:16
Tillögur að tilslökunum ræddar í ríkisstjórn Fastlega er búist við því að tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands verði ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir hádegi í dag. Einnig má gera ráð fyrir að tillögur hans að tilhögun skólastarfs verði ræddar. Innlent 23.2.2021 06:25
Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. Innlent 22.2.2021 06:45
Telur hagstæðara fyrir ríkissjóð að eiga Íslandsbanka áfram Fyrrverandi ráðherra og dósent við Háskóla Íslands segir að það sé hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. Innlent 21.2.2021 20:31
Mikilvægt að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla Formaður nýskipaðs starfshóps stjórnarþingmanna um Ríkisútvarpið segir að áhrif erlendra efnisveitna verði sérstaklega könnuð í vinnunni framundan. Mikilvægt sé að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Innlent 20.2.2021 21:01
Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu. Innlent 20.2.2021 19:32
Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. Innlent 20.2.2021 11:28
Felur þremur stjórnarþingmönnum að „sætta ólík sjónarmið“ um Rúv Lilja Alfreðdsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.“ Innlent 20.2.2021 09:53
Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. Innlent 19.2.2021 15:15
Ríkisstjórn stöðnunar um launamun kynjanna Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Skoðun 19.2.2021 14:15
Ætla að skattleggja erlenda miðla og veitur Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessu þingi sem snýr að skattlagningu á erlendar efnisveitur sem ráða orðið lögum og lofum hér á landi sem víðar. Viðskipti innlent 19.2.2021 13:00
Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli. Innlent 17.2.2021 19:21
Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum upp á 420 milljarða króna Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum landsins er fjögurhundruð og tuttugu milljarðar króna á næstu tíu árum samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í morgun. Lítið hefur breyst frá því sams konar skýrsla var gerð fyrir fjórum árum. Innlent 17.2.2021 14:28
Reglugerð um neyslurými staðfest Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma. Innlent 16.2.2021 16:53
Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. Innlent 16.2.2021 12:15
Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. Innlent 16.2.2021 11:42