Samkomubann á Íslandi

Fréttamynd

Þór­ólfur leggur ekki til hertar að­gerðir

Heil­brigðis­ráð­herra segir að Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir leggi ekki til hertar að­gerðir í minnis­blaði sínu, sem hann skilaði ráð­herranum um helgina. Nýjar að­gerðir verða kynntar eftir ríkis­stjórnar­fund á morgun, í kring um há­degi.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt minnisblað á leiðinni: Miklar tilslakanir gætu endað illa

Sóttvarnalæknir á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina og telur ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú. Allt að sjö manns hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu líkt og víða erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Íhugar enn hvort tilefni sé til að herða

Sóttvarnalæknir segir of snemmt að fagna smittölum gærdagsins, þeim lægstu í tíu daga. Hann mun ákveða um helgina hvort hann skili inn minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

„Þau ráða stemningunni rosalega mikið“

Framkvæmdastjóri viðburðasviðs hjá Senu segir áríðandi að heilbrigðirsáðherra og sóttvarnayfirvöld gefi það út að öruggt sé fyrir fólk að mæta á skipulagða viðburði. Hann segist skynja skrítna stemningur í samfélaginu sem sé til komin vegna orðræðu heilbrigðisyfirvalda. 

Innlent
Fréttamynd

Hraðpróf óþörf um helgina

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi.

Innlent
Fréttamynd

Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar fram­undan“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar.

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar .

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti

Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00.

Innlent
Fréttamynd

Hertar að­gerðir kynntar í dag

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 

Innlent
Fréttamynd

Þessar tak­markanir tóku gildi á mið­nætti

Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf.

Innlent
Fréttamynd

Uggandi yfir tak­mörkunum en stefna á notkun hrað­prófa

Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana.

Menning
Fréttamynd

„Þessu rugli verður að linna“

Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann.

Innlent